Náttúrufræðingurinn - 2019, Page 60
Náttúrufræðingurinn
60
vík. Geirfuglabók Wolleys hefur eftir
Sigríði að hún hafi verið „allan daginn
úti í góðu veðri að stoppa út fuglana.“
Margt hefur verið ritað um geir-
fuglinn á liðnum öldum. Hér á landi
og víðar hafa verið settar upp sýningar
um sögu hans sem er sérstök, meðal
annars fyrir það að endalok tegundar-
innar eru býsna vel þekkt. Menn skyldu
þó ekki ætla að hann sé horfinn af sjón-
arsviði fræða og bókmennta. Jeremy
Gaskell hefur fjallað ýtarlega um enda-
lok tegundarinnar í bók sinni Hverjir
drápu geirfuglinn?,12 mannfræðingurinn
Petra Tjitske Kalshoven13 hefur kannað
vinnubrögð við hamtöku og upp-
stoppun fugla, meðal annars geirfugla,
og erfðafræðingurinn Jessica Thomas
og samstarfsfólk hennar14,15 hafa leitað
að hömum síðustu fuglanna tveggja sem
drepnir voru í Eldey 1844, einmitt með
aðstoð og ábendingum frá Errol Fuller.
Þau telja sig hafa fundið karlfuglinn
(MK135, í Brussel) með samanburði
á erfðaefni úr innyflum fuglsins, sem
varðveitt eru í Dýrafræðisafninu í
Kaupmannahöfn, og fimm fuglshömum
á jafnmörgum söfnum. Kvenfuglsins
er enn leitað. Erfðamengi geirfuglsins
hefur verið raðgreint og vænta má tíð-
inda af því.
Geirfuglinn er enn á dagskrá, oft á
nýjum nótum, ekki síst vegna umhverfis-
breytinga samtímans sem boða endalok
fjölmargra fuglategunda á svokallaðri
mannöld.16,17 Náttúruminjasafn Íslands
fjallaði nýlega um geirfuglinn og mál-
efni hans í Safnahúsinu, fyrst á sérstakri
kjörgripasýningu sem var opnuð í apríl
2015 og síðan með sérsýningu 2016:
„Geirfugl † Pinguinus impennis: Aldauði
tegundar – Síðustu sýnin — Garefowl †
Pinguinus impennis: Extermination of a
Species – Ultimate Samples“ með inn-
setningu Ólafar Nordal myndlistamanns
með ljósmyndum og frásögn af veiði
síðustu fuglanna. Á báðum sýningum
var geirfuglinn í öndvegi og fjölluðu
sýningarnar um útdauða tegunda og
hnattræn vandamál sem steðja að eins-
tökum tegundum og heilum vistkerfum.
Sagan af örlögum geirfuglsins og enda-
lokum hans í Eldey hefur löngum borið
einkenni helgisögu. Ekki er víst að öll
kurl séu komin til grafar, þótt tegundin
hafi sennilega orðið aldauða við Ísland
um miðja þarsíðustu öld. Nánari
athugun á Geirfuglabók Wolleys vekur
nýjar spurningar um „síðasta róðurinn
þegar fuglar voru drepnir,“ hverjir voru
þar að verki og hvenær róðurinn átti sér
stað.18 Þótt fuglinn geti ekki flogið fer
hann víða.
Geirfuglinn sem Íslendingar keyptu 1971, hér á sérsýningu Náttúruminjasafns Íslands í Safnahúsinu 2016–2017. Í bakgrunni má sjá hluta af
innsetningu Ólafar Nordal: Ljósmyndir af krukkum með innyflum síðustu geirfuglanna sem drepnir voru í Eldey 1844. Ljósm. Vigfús Birgisson.