Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2019, Side 68

Náttúrufræðingurinn - 2019, Side 68
Náttúrufræðingurinn 68 Nýr umhverfis- og auðlindaráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, hafði þegar kallað hópinn saman til kynningar þegar nýr formaður tók til starfa. Árni Hjartarson, þáverandi formaður, fór á þann fund sem fulltrúi HÍN og greindi frá starfsemi félagsins með áherslu á málefni Náttúrufræðistofn- unar og ekki síður Náttúruminjasafnsins. MÁLEFNI NÁTTÚRUMINJASAFNS HÍN hefur lagt áherslu á bága stöðu Náttúruminjasafns Íslands frá stofnun þess árið 2008 og staðið þétt að baki forsvarsmönnum safnsins í baráttu fyrir úrbótum í hús- næðismálum. Á síðasta starfsári birti heldur betur til í þeim efnum þegar fyrsta sýning safnsins var opnuð í Perlunni hinn 1. desember, á aldarafmæli fullvalda ríkis á Íslandi. Eins og fram hefur komið er sýningaraðstaðan í Perlunni þó aðeins í mýflugumynd, eða 350 m2 sem er talsvert undir áætlaðri þörf fyrir starfsemina. Sýningin er þó glæsileg í alla staði og til fyr- irmyndar. Hið örlitla sýningasvæði sem safninu hefur verið úthlutað er leigt af Perlu norðursins, einkaaðilum sem hafa Perluna til umráða og reka þar sýningu um náttúru Íslands. Nú er svo komið að einkaaðilar reka stærstu og veglegustu sýningu um náttúru landsins í hagnaðarskyni en framtíðar- húsnæðismál Náttúruminjasafnsins eru enn í ólestri. LOKAORÐ Fyrsta starfsár mitt sem formaður Hins íslenska nátt- úrufræðifélags hefur nú runnið sitt skeið. Ekki hafa orðið neinar stórkostlegar breytingar frá tíð forvera míns, Árna Hjartarsonar. Stjórnin var að hálfu leyti skipuð nýliðum og tókum við okkur tíma til að greina styrkleika og veikleika, ógnir og tækifæri. Ég bý að því að hafa leitað til Árna varð- andi hlutverk formanns en það tekur sinn tíma að komast inn í verkefni sem á sér svo langa forsögu. Ég færi honum kærar þakkir fyrir veitta leiðsögn um fyrirkomulagið, sögu og mál- efni félagsins. Eins og áður hefur komið fram stendur félagið á tíma- mótum en á þessu ári eru 130 ár frá stofnun þess. Félagið okkar stendur frammi fyrir sömu áskorunum og mörg önnur áhugamannafélög um þessar mundir, fækkun virkra félaga. Frítími fólks er takmarkaður og ákaflega fjölbreytt dagskrá í boði fyrir þá sem hafa áhuga á málefnum náttúrunnar, eða bara hverju sem er. Fólk virðist almennt minna tilbúið til að skuldbinda sig, en það er bót í máli að þegar mikið liggur við getur verið auðvelt að ná saman fjölda manns til skyndilegs átaks. Hið háaldraða félag okkar nýtur virðingar og hefur skapað sér ákveðinn sess í huga fólksins í landinu. Mikilvægt er að halda áfram starfinu og virða þau gildi sem félagarnir og almenningur telja að HÍN standi fyrir. Í þessu samhengi eru mér ofarlega í huga þær tvær stofnanir sem sprottnar eru af grunni félagsins: Náttúrufræðistofnun (stofnuð 1965) og Náttúruminjasafnið (stofnað 2008). Þessar stofnanir verða ætíð nátengdar félaginu, vegna starfsemi sinnar, forsögu og hlutverks. Mér finnst því mikilvægt að félagar þekki sögu þessara stofnana og krefjist þess að yfirvöld styðji sem best við starfsemi þeirra. Útgáfa tímaritsins Náttúrufræðingurinn er eitt merkasta og mikilvægasta langtímaverkefni HÍN. Þar ríkir fyllsti metn- aður, þökk sé framlagi dugmikillar ritstjórnar. Von er á frum- varpi á Alþingi í vor um opinberan stuðning við frjálsa fjöl- miðlun. Vísað er til þess að Íslendingar þurfi að hafa aðgang að vönduðu fréttatengdu efni á íslensku máli til að vera læsir á málefni líðandi stundar og geta tekið lýðræðislega afstöðu til mála. Að sama skapi þarf að styðja við útgáfu fræðirita á borð við Náttúrufræðinginn. Mikilvægt er að almenningur hafi aðgang að vönduðu efni um brýn málefni á borð við nátt- úrufræði og umhverfismál. Þetta er okkar hlutverk og hér kemur útgáfa Náttúrufræðingsins sannarlega að gagni. Á 130 ára afmælisári félagsins eru upphafleg markmið Hins íslenska náttúrufræðifélags enn í fullu gildi: Miðlun fróðleiks á sviði náttúrufræða og að koma á fót veglegu náttúru- gripasafni. Ekki er annað að sjá en að baráttan fyrir varanlegu húsnæði Náttúruminjasafnsins standi enn þótt heilmikið hafi miðað áleiðis á síðasta ári með opnun þemasýningarinnar í Perlunni. Málið er einfalt. Baráttu HÍN og annarra áhuga- samra aðila fyrir lausn á málefnum Náttúruminjasafnsins er ekki lokið fyrr en safnið fær til umráða varanlegt húsnæði fyrir starfsemi sína. Aðeins þá verður hægt að framfylgja lög- bundnu hlutverki Náttúruminjasafnsins, höfuðsafns Íslands í náttúrufræðum. Ester Rut Unnsteinsdóttir formaður Hins íslenska náttúrufræðifélags Á aðalfundi HÍN 25. febrúar 2019 barst félaginu gjöf, Handrit að námsefni um gróðurríki Íslands handa skólapiltum við Möðruvallaskóla veturinn 1890–1891 eftir Stefán Stefánsson. Ester Rut Unnsteins- dóttir formaður HÍN tók við bókinni á aðalfundi HÍN en gefandinn er Hjörtur Marteinsson. Á mynd er einnig Guðbjörg Lind Jónsdóttir. Ljósm. Margrét Hugadóttir.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.