Húnavaka - 01.01.2019, Page 41
H Ú N A V A K A 39
var í tunnuna, því opið sneri
þá upp. Var þannig auðvelt
að mæla blöndunarhlutföllin í
steypunni. Opið á tunnunni
var ca. 30 x 30 cm að stærð
og var engum vandkvæðum
bundið að hella í það. Vatn í
steypuna var handhægt að fá
úr læknum og var borið í
fötum að hræritunnunni.
Síðan var litlum tréhlera
rennt fyrir opið og hann
festur. Tveir litlir okar voru á
annarri hlið hlerans, sem var
rennt undir brúnina á opinu,
en hinu megin stóð sterkur
kengur út úr tunnunni sem tréfleyg var smeygt í og skorðaði hina hlið hlerans.
Var þetta alltraustur útbúnaður en smám saman mörðust brúnirnar og hlerinn
varð ekki jafn þéttur og í fyrstu. Fyrir kom að hlerinn losnaði og blandan
sullaðist út fyrr en skyldi. „Þá bölvaði maður bara,“ segir Óskar í Meðalheimi.
Heiðar á Hæli bætir því við varðandi gerð slíkrar tunnu, að gegnum hana
endilanga hafi verið einn eða tveir sterkir teinar til að steypan hrærðist betur.
Innan í tunnuna festist smám saman steypuskán þótt hún væri hreinsuð að
kveldi og allur útbúnaðurinn níðþungur og ekki auðveldur til flutnings.
Þá var komið að því að snúa tunnunni. Um 30 metra langur kaðall var
negldur á hvorn enda tunnunnar og vafið utan um hana. Þegar togað var í
kaðalinn snerist tunnan en jafnfram vafðist kaðallinn á hinum endanum upp
á hana og var þá togað í hann við næstu hræru. Yfirleitt dugði einn dráttur til
að hræra steypuna þannig að fullnægjandi væri en einfalt að fara aðra umferð
ef þurfa þótti.
Um tæknina við tunnusnúninginn greinir þá Óskar og Heiðar á. Heiðar
segir að moldóttur dráttarklár frá Hæli, sem nefndist Trausti, hafi dregið kað-
alinn þegar steypt var. Klárinn var þægur og meðfærilegur. Óskar minnir að
dráttarvél, Farmall A sem kom að Torfalæk sumarið 1949, hafi verið notuð við
dráttinn. Hér er sennilegt að Óskar misminni því þegar fjárhús voru byggð á
Torfalæk tveimur árum síðar, árið 1955, var Farmallinn notaður til að draga
kaðalinn og Óskar vann einmitt við þá byggingu, en steypan hrærð í áður-
nefndri hræritunnu. Þess má geta að yfirleitt stjórnaði Jóhannes bróðir minn,
þá 10 ára gamall, dráttarvélinni og hlekktist aldrei á, en varúð varð jafnan að
hafa við að snúa henni í gang því sveifin gat slegið til baka.
Hræritunnunni var komið fyrir eins nálægt uppslættinum og unnt var en
samt þurfti að bera steypuna nokkurn spöl í fötum. Heimildarmennirnir muna
ekki eftir hjólbörum þegar brúin var steypt. Tunnan hékk það lágt í stólpunum
að þegar búið var að hræra var ekki hægt að hella steypunni í hjólbörur eða
önnur ílát heldur var henni sturtað á pallinn. Var dálítill flái á pallinum undir
Hræritunnan á Torfalæk.