Húnavaka - 01.01.2019, Page 55
H Ú N A V A K A 53
margt fólk við. Veðrið yndislega gott. Rigndi fyrst í morgun, en stytti svo upp. Blæjalogn,
alskýjað og heitt.
15. júlí, sunnudagur, 13. í sumri.
Líkt veður. Við Anna fórum frá Litladal í dag og heim að Blöndudalshólum.
ÚR DAGBÓK, ÁRAMÓTAANNÁL 1923-1924:
Nú fyrst hefst starf mitt sem bónda. Nú fyrst er líf mitt búið að fá ákveðinn farveg. Jeg hefi
eignast fylgd góðrar konu, en það er fyrsta skilyrðið fyrir hamingjusömu lífi. Og jeg hefi
kosið mjer bústað. Það atriðið einnig mjög mikilsvert. Jeg hefi knýtt líf mitt við líf annarar
manneskju. Við höfum heitið hvort öðru hinni nánustu samvinnu, sem til er meðal
mannanna. Hjeðan af stendur hún, vina mín, við hlið mjer og tekur þátt í lífsstarfi mínu.
Velferð beggja er undir því komin hvernig samvinnan tekst. – Hún nýtur með mjer
ávaxtanna af störfum mínum og gagnkvæmt. Hver nýtileg framkvæmd styður að gæfu hins.
Það eru hin dýrlegu víxlskifti: að gefa og þiggja. Að gefa, en vera þó ríkari eftir en áður, að
þiggja án þess að vera talinn í skuld. – Og við höfum valið okkur bústað. – Hjeðan af á
líf okkar að vera tengt við Blöndudalshóla. …
Jeg hefi frá því fyrsta haft ánægju af því að kenna, mjer hefir fundist það vera köllun
mín, og jeg held að jeg hafi unnið töluvert gagn. – Jeg veit að jeg er ekkert mikilmenni, en
mjer veitist fræðslustarfið heldur ljett. –
Það er dýrlegt starf. Það er unun að
finna barnssálirnar vaxa, og það er
ábyrgðarmikið og veglegt starf að hlúa
að þroska þeirra. En það er erfitt starf,
og stundum verður maður fyrir
vonbrigðum en marga ánægjustundina
hefi jeg þó haft af starfinu.
Ástríðan og tilfinningahitinn
sem Bjarni afi minn sýndi í bréfum
sínum til Önnu ömmu minnar var
nokkuð sem hann bar ekki á torg.
Myndin sem skrif hans gefa af
Anna og Bjarni á efri árum. Anna sýnir greinarhöfundi myndir.
Kolfinna og Ólafur Snæbjörn.