Húnavaka - 01.01.2019, Page 69
H Ú N A V A K A 67
KATHARINA A. SCHNEIDER, Blönduósi:
Brúðkaup í Shanghai
Í byrjun árs 2018 var mér og Tilman, bróður mínum, boðið í brúðkaup gamals skólavinar
okkar, Jóhannesar, sem átti að vera í október sama ár. Brúðkaupið átti að eiga sér stað í
Shanghai, heimabæ framtíðarkonunnar hans, Tingting. Við samþykktum boðið samstundis.
Auðvitað hefðum við líka farið hefði brúðkaup þeirra verið haldið í Þýskalandi en brúðkaup
í Kína hljómaði einstaklega spennandi. Við vissum reyndar ekki mikið um Shanghai en það
var nægur tími eftir til að læra um borgina.
Borgin fyrir ofan hafið
Á næstu mánuðum bókaði ég svo flugið (Keflavík - München - Shanghai) og
sótti um vegabréfsáritun hjá kínverska sendiráðinu í Reykjavík, sem var ekki
eins flókið ferli og ég bjóst við. Þann 24. október hittumst við bróðir minn svo
loksins á flugvellinum í München og lentum, eftir rúmlega 11 tíma flug yfir
sléttur Rússlands og Mongólíu, í Pudong, á öðrum af tveimur alþjóðlegum
flugvöllum í Shanghai.
Shanghai liggur í Norðaustur-Kína við Austur-kínverska hafið og nafn
borgarinnar er samsett af stöfunum 上 (shàng) „upp“, „hátt“, eða „sett fyrir
ofan“ og 海
Katharina A. Schneider fæddist 3. júní 1980 og ólst upp í
Vaihingen Enz, litilli borg nálægt Stuttgart í Suður-
Þýskalandi, dóttir hjónanna, Christiane Schneider,
talmeinafræðings og Siegfried Schneider, arkitekts. Hún
lauk meistaragráðu í sagnfræði, ensku og enskum
bókmenntum frá Háskólanum í Freiburg árið 2007 og
diploma í Bókasafns- og upplýsingafræði frá HÍ árið 2010.
Katharina kom fyrst til Íslands árið 1994 en hefur verið
búsett á Íslandi frá árinu 2007. Hún starfar nú sem
forstöðumaður Héraðsbókasafns A-Hún. en er einnig
verkefnastjóri hjá Textílmiðstöð Íslands – þekkingarsetri á
Blönduósi. Hún á tvö börn sem eru 9 og 11 ára.