Húnavaka - 01.01.2019, Page 82
H Ú N A V A K A 80
næringarskorti, ýmsu harðræði og
óheilsusamlegum lifnaðarháttum en
eiginlega geðveiki. Er þar að finna ráð-
leggingarnar sem hann veitti Jóni og
rökstuðningur fyrir þeim.
Að mati Lindsays var það sérein kenni
orsaka fyrir geðveiki á norðlægum
slóðum hve náttúrulegar aðstæður,
tengdar hnattstöðu og veðurfari, voru
þar ráðandi. Einkum taldi hann, eins og
margir aðrir fyrr og síðar, hið langvinna
vetrarmyrkur, kulda og skort á sólarljósi
ástæðu þunglyndis, sinnu leysis og slens
sem bæði gæti verið undanfari geðveiki
á norðurslóðum og einkenni hennar.
Aðrar orsakir fyrir geðveiki í fólki á
þessum slóðum væri hins vegar að rekja
til óheppilegra lifnaðarhátta, svo sem
neyslu á tormeltum matvælum á borð
við saltaðan mat og feitmeti, skorts
á grænmeti og ferskum mat yfirleitt,
taumleysi í notkun sterkra áfengra
drykkja, vöntunar á almennu hreinlæti
og baðferðum auk þröngra og óheil-
næmra húsakynna. Um hreinlæti og
böð er þess að geta að eitthvað komst Lindsay læknir í tæri við sjúklinga Jóns
Hjaltalíns landlæknis meðan á Reykjavíkurdvöl hans stóð og hafði Lindsay
ráðið þeim að baða sig í heitu vatni með nægri sápu og stunda einnig sjóböð.
Töldu lasburða Íslendingar þessar ráðleggingar fráleitar og þær vöktu óskipta
undrun þeirra sem á þær hlýddu.
Jón Árnason tók ráðum Lindsays til mikilla muna betur en landar hans
höfðu gert og fylgdi þeim dyggilega. Hann greindi svo frá ráðum skoska
læknisins og árangrinum sem af þeim varð: „sagði hann eg hefði verið látinn
brúka of mikil meðul og þaðan í frá skyldi eg engin meðul brúka, nema eg
væri þrotinn að heilsu, og þá yrði sá læknir, sem eg brúkaði, að segja hvað
honum þætti tiltækilegast. Frá 1863 til 1883 bragðaði eg alls engin meðul,
enda hefir það verið bezti og hraustasti kafli æfi minnar. Lindsay sagði, að mest
væri komið undir mataræði og hegðun líkamans, eg mætti ei borða mat, sem
saltaður hefir verið, en allt ferskt, ef auðið væri, kjöt og fisk. Eg átti að hreyfa
mig á hverjum degi 2–4 enskar mílur, ekki borða neitt úr rúgi, aðeins
hveitibrauð; haframjölsgraut sagði hann mér mjög hollan, ekkert kaffi, te eða
tóbak neinskonar, en eg hafði áður tekið mikið í nefið og tekið upp í mig og
reykt, er svo bar undir.“14
14 Úr fórum Jóns Árnasonar I, bls. 15.
Gröf og minnismerki um William Lauder
Lindsay, lækni við Murray Royal Asylum
geðsjúkrahúsið í Perth.