Húnavaka - 01.01.2019, Síða 116
H Ú N A V A K A 114
RÓSBERG G. SNÆDAL, Akureyri:
Blanda í sjón og sögu
Blanda er langstærst þeirra vatna er falla til Húnaflóa og eina jökuláin. Lengd
hennar er um 120 km frá upptökum til ósa. Hún er eitt hinna þriggja stóru
jökulvatna sem upptök sín eiga í Hofsjökli. Hin eru Héraðsvötn og Þjórsá og
eru hvoru tveggja vatnsmeiri en Blanda. Stórir og stríðir eru þó allir þessir
tárastraumar Hofsjökuls en misjafnir frá degi til dags eftir því hve ekki hans er
þungur og vangar hans heitir.
Upptakakvíslar Blöndu eru margar og síast saman af stóru svæði undan
norðvesturhlíð jökulsins. Þar ganga skriðjöklar niður á slétta sanda, mjög
víðáttumikla. Vatnsflaumurinn myndar í fyrstu lón og vaðla við jökulrótina,
leita síðan undan litlum halla vestur og norður á bóginn og fá á sig lögun lækja
og kvísla. Ýmsar þessara kvísla eru sjálfstæðar ár lengi vel og blandast ekki
syðstu kvíslinni, hinni eiginlegu Blöndu, fyrr en langt norður á Eyvindar-
staðaheiði.
Rósberg G. Snædal, (1919-1983) rithöfundur og kennari, var fæddur í Kárahlíð á
Lax árdal í Austur-Húnavatnssýslu, sonur hjónanna Guðna Sveinssonar og Klemens-
ínu Klemensdóttur sem einnig bjuggu á Vesturá og í Hvammi á Laxárdal.
Rósberg tók próf frá Reykholtsskóla 1941 og kenn-
aranámskeið frá Háskóla Íslands 1944. Hann var
búsettur á Akureyri frá 1941, verkamaður og skrif-
stofumaður þar en stundaði kennslu 1942–1944 og
síðan aftur frá 1965, fyrst á Akureyri en síðast á Hólum
í Hjaltadal. Rósberg gaf út eftirtaldar ljóðabækur: Á
annarra grjóti 1949, 25 hringhendur 1954, Vísnakver
1956, Í Tjarnarskarði 1957, 101 hringhenda 1964,
Gagnvegir 1979. Einnig ritaði hann og gaf út þætti og
þáttasöfn og má þar nefna Stafnsrétt í stökum og
myndum 1961 og Skáldið frá Elivogum og fleira fólk
1973. Þá gaf hann út smásögur og samdi efni fyrir
útvarp. Einnig ritstýrði hann Verkamanninum um eins
árs skeið, sat í ritstjórn ársritsins Húnvetnings og fékkst
við bókaútgáfu. Ásamt Jóni B. Rögnvaldssyni safnaði hann og sá um útgáfu á
Húnvetningaljóðum 1955.
Rósberg var kvæntur Hólmfríði Magnúsdóttir (1918-2013) frá Syðra-Hóli í Austur-
Húnavatnssýslu. Börn þeirra eru: Húnn, f. 1944, Hólmsteinn, (1945-2015), Gígja,
f. 1947, Þórgunnur, f. 1948, Magnús Hreinn (1952-2017) og Guðni Bragi, f. 1954.
Rósberg mun hafa skrifað þáttinn um Blöndu 1965-66. Hefur tilgangur hans ugg-
laust verið að taka saman náttúrulífsþátt um heimahéraðið sem hann unni og átti
ætíð sterkar taugar til. (Heimild: Magnús H. Snædal, sonur Rósbergs.)