Húnavaka - 01.01.2019, Page 138
H Ú N A V A K A 136
Sr. STÍNA GÍSLADÓTTIR, Blönduósi:
Bólstaðarhlíðarprestakall
1950-2000
Í sumar (2019) verða liðin 30 ár frá því ég tók við starfi sóknarprests í Bólstaðar hlíðar-
prestakalli. Þegar ég var ráðin í Holtsprestakall í Önundarfirði 11 árum síðar, var presta-
kallið lagt niður og því skipt milli Skagastrandarprestakalls (sóknirnar austan Blöndu) og
Þingeyraklaustursprestakalls (sóknirnar í Svínavatnshreppi). Prestar þeirra prestakalla
höfðu reyndar oft þjónað sóknum þessa prestakalls þegar það var prestlaust.
Bólstaðarhlíðarprestakall var stofnað með lögum 16. nóv. 1950 þegar Æsustaða- og
Auðkúlu prestaköll voru sameinuð. Fyrsta áratuginn nefndist það Æsustaðaprestakall, þar
sem presturinn bjó á Æsustöðum, en eftir að prestssetrið fluttist í Bólstað á 7. áratugnum
nefndist það Bólstaðarhlíðarprestakall. Blöndubrú í Blöndudal var í smíðum og var vígð á
Jónsmessu 1951. Mun sú sam göngu bót hafa haft áhrif á sameiningu prestakallanna.
Kirkjur prestakallsins
Kirkjurnar í gamla Bergsstaðaprestakalli eru: Bergsstaðakirkja í Svartárdal,
Bólstaðarhlíðarkirkja og Holtastaðakirkja í Langadal, en kirkjurnar í gamla
Auð kúluprestakalli eru: Auðkúlukirkja og Svínavatnskirkja.
Stína Gísladóttir fæddist í Kaupmannahöfn 16. maí 1943,
dóttir hjónanna Gísla Björg vins Kristjánssonar, búfræðings og
ritstjóra og Thoru Margrethe Kristjánsson, hjúkrunarkonu og
húsmóður. Hún er næstelst í fimm systkina hópi. Stína ólst upp
í Kaupmannahöfn, Reykjavík og Mosfellssveit. Hún lauk
stúdentsprófi frá MR 1963, kennaraprófi frá KÍ 1964, BA
prófi í landafræði og dönsku frá HÍ 1969 og uppeldis- og
kennslu fræði frá HÍ 1970. Hún tók síðan guðfræðipróf frá HÍ
1987.
Á námsárum starfaði Stína við fjölmargt, s.s. á skrifstofu, á
leikskóla, verslunarstörf o.fl. Þá sinnti hún kennslu á árunum 1964-1976 og var
aðstoðaræskulýðsfulltrúi kirkjunnar 1976-1982. Hún var farprestur á Blönduósi og
Siglufirði 1988-1989, sóknarprestur Bólstaðarhlíðarprestakalls 1989-2000 og
Holtsprestakalls í Önundarfirði 2000-2008.
Maki Stínu er Ola Aadnegard, bílstjóri og atvinnurekandi og eru þau búsett á
Blönduósi.