Húnavaka - 01.01.2019, Page 142
H Ú N A V A K A 140
Vegir Guðs eru
hamingjuvegir
Við mennirnir skipuleggjum margt í lífi
okkar. Ég er ein þeirra sem þarf að
hafa skipulagið í lagi og undirbúa vel.
En hið undarlega er, að margt það sem
gerist best í lífi okkar, er ekki það sem
við skipuleggjum sjálf. Það eru liðin
rúm 10 ár frá starfslokum mínum sem
prestur. Á þeim tíma hefur verið gott
að horfa yfir ævina og rifja upp öll
„ævintýrin“. Undirstaðan í lífi mínu og
starfi hefur verið trúin á Jesú Krist. Ég
hef fundið leiðsögn og handleiðslu Guðs í gegnum það allt og þurft á hjálp
hans að halda. Þannig fann ég mig leidda til starfa sem kennari í Hafnarfirði
og á Fjóni í Danmörku, sem æskulýðsfulltrúi í Þjóðkirkjunni, í guðfræðinám,
til prestsstarfa í Húnavatnssýslu, þar sem áður var óhugsandi að vera, og síðast
í Önundarfjörð.
Það var sérstök, dýrmæt og undarleg lífsreynsla að kynnast hér þremur
systkinum í Blöndudal: Birni Pálssyni á Ytri-Löngumýri, Huldu á Höllustöð-
um og Guðmundi á Guðlaugsstöðum og vera leidd í það hlutskipti að
jarðsyngja þau öll, eftir að hafa alist upp í Búnaðarfélagi Íslands í Reykjavík í
návist Halldórs og Hannesar, bræðra
þeirra. Kannski var mér eðlilegra en
mér hafði dottið í hug að verða prestur
í sveitasóknum, með bændablóð í
æðum, umræðu og nærveru við bændur
og ráðunauta í Búnaðarfélaginu og
skrifstofuaðstoð við föður minn, Gísla
Kristjánsson, ritstjóra og samstarfsmann
allra bænda í áratugi. Lífið er ótrúlegt
og spennandi og vegir Guðs eru
hamingjuvegir.
Bólstaðarhlíðarprestakall og sókn-
arbörn þess hafa átt stóran þátt í að
skapa hamingju í lífi mínu. Fyrir það er
ég þakklát og bið Guð að blessa fyrr-
verandi og núverandi sóknarbörn
sókn anna fimm og ykkur öll sem þetta
lesið.
Heimildir: Guðfræðingatal og einstaklingar.
100 ára vígsluafmæli Holtastaðakirkju
1993. Efri röð: Ólafur Hallgrímsson,
Egill Hallgrímsson, Guðni Þ. Ólafsson og
Birgir Snæbjörnsson. Neðri röð: Ægir Fr.
Sigurgeirsson, Pétur Þ. Inggjaldsson og
Stína Gísladóttir.
Kirkjukór í Bólstaðarhlíðakirkju.
Barnastarf í Dalsmynni.