Húnavaka - 01.01.2019, Síða 151
H Ú N A V A K A 149
ingur. Hún og Ólafur Ólafsson hafa verið mestu dugnaðarhjón. Sveinfríður er
prýðilega vel gefin kona, bókhneigð og hagmælt. – Fimmtug var 22. apríl
Soffía Sigurðardóttir á Njálsstöðum, formaður kvenfélagsins í Höskulds-
staðasókn. Heimsóttu hana margir. Hún hefur ásamt manni sínum, Hafsteini
Jónassyni, setið bú sitt með mikilli rausn.
P.Þ.I. (Pétur Þ. Ingjaldsson)
Fréttabréf úr Höfðahreppi 1958
JANÚAR. – Þann 1. janúar (nýársdag) var haldinn áramótadansleikur
Ungmennafélagsins Fram. Brennur voru, flugeldum var skotið og blys voru
borin. – Þann 5. janúar kom til Skagastrandar
vélbáturinn Pétur Sigurðsson, sem útgerðafélagið
Höfðaklettur hf. á. Báturinn var skírður upp og
hlaut nafnið „Skallarif“. Jólatrésskemmtun fyrir
börn, á vegum kvenfélagsins og ungmennafélags-
ins, var haldin 6. janúar (þrettándanum) í sam-
komuhúsinu.
Vetrarvertíð hófst á Skagaströnd um miðjan
janúar. Eftirtaldir 5 bátar voru gerðir út: Út-
gerðarfélag Höfðakaupstaðar gerði út 2 báta,
Ásbjörgu, form. Óli Jón Bogason, og Auðbjörgu,
form. Jón Ólafur Ívarsson; „Húni“ gerður út
af hlutafélaginu „Húnvetningur“, form. Hákon
Magnússon; Útgerðarfélagið „Höfðaklettur“ hf.
gerði út 2 báta, „Skallarif“, form. Kristinn
Jóhannsson, og „Höfðaklett“, form. Hjörtur Hjart-
arson.
Þann 14. janúar átti Sigurður Sölvason
kaupmaður á Skagaströnd 60 ára afmæli. Margir
vinir og kunningjar Sigurðar heimsóttu hann á
afmælisdaginn.Hreppsnefndar kosn-
ingunum hér á Skagaströnd var frestað
um einn dag vegna veðurs. Norðaustan
stormur var og skafhríð en fremur lítil
ofanhríð en kosningarnar fóru fram
daginn eftir, þrátt fyrir slæmt veður,
austan hvassviðri og slyddu sem síðan
breyttist er leið á daginn í suðaustanátt
með rigningu og hlýindum.
Þann 29. janúar átti Pétur Stefáns-
son, Lækjarbakka á Skagaströnd 80
ára afmæli. Hann hefur búið lengi á
Lækjarbakka. Konu sína, Mörtu Guð-
mundsdóttur, missti hann árið 1957. Pétur dvelst nú hjá syni sínum, Jóhanni
og konu hans.
Jólaball í Tunnunni. Ljósm.: G.K.G.
Áhöfnin á Skallarifi HU 15.