Húnavaka - 01.01.2019, Page 157
H Ú N A V A K A 155
jarðsungin frá Hóla neskirkju á Skagaströnd þann 31. október að viðstöddu
fjölmenni.
NÓVEMBER. – Vígsla nýs barna skóla í Höfðahreppi á Skagaströnd fór
fram 2. nóvember að viðstöddum kennurum, nemendum og gestum. – Tíðar-
far var gott í nóv ember og jörð alauð. – Haustvertíð hófst um mánaðamótin
október og nóvember. Afli var góður.
DESEMBER. – Þann 2. desember var opnuð ný verslun á Karlsskála.
Helga Berndsen veitir verslun þessari forstöðu. – Suðvestan rok gerði og
stórbrim svo gekk yfir hafnargarðinn sem og oft er en engar skemmdir urðu á
mannvirkjum né fénaði í roki þessu. – Síðdegis sunnudaginn 7. desember gerði
hríðarveður af norðaustri með mikilli fannkomu og talsverðu frosti og stóð
hríð þessi í 3 daga en þá birti upp í bili. Mikill snjór kom og ófært varð á milli
Blönduóss og Skagastrandar en leiðin var opnuð strax og birti upp.
Þann 11. desember vildi það slys til á Skagaströnd um hádegisbilið, að tvö
gamalmenni urðu fyrir vöruflutningabifreið með þeim afleiðingum að
gömul kona, Elísabet
Ferdinantsdóttir, Braut-
arholti, beið bana en hitt
gamalmennið, Páll Jóns-
son til heimilis í Reyk-
holti, lærbrotnaði og var
fluttur til Blönduóss á
Héraðshælið en þar and-
aðist hann þann 14. des-
ember. Útför þeirra Páls
og Elísabetar fór fram
frá Hólaneskirkju þann
18. desember að við-
stöddu miklu fjölmenni.
Þann 21. desember
átti Jón Árnason, fyrrv.
bóndi á Steinnýjar stöð-
um í Skagahreppi, nú á
Ólafsvöllum á Skaga-
strönd, 60 ára afmæli.
Jón er kvæntur Sigur-
laugu Pálsdóttur og eiga þau 2 uppkomnar dætur og einnig hafa þau alið upp
fósturson. – Þann 26. desember (2. jóladag) andaðist á Héraðshælinu á
Blönduósi Jónína Halldórsdóttir frá Reykjarfirði á Ströndum. Hún bjó allmörg
ár að Undirfelli í Vatnsdal, ásamt manni sínum Guðmanni Sigvaldasyni frá
Gilhaga í Vatnsdal.
Í janúar 1959, G.K.G. (Guðmundur K. Guðnason).
Konan á myndinni er Sólveig Aðalheiður Magnúsdóttir
(Alla) frá Hofi. Maðurinn með hattinn er Halldór
Guðmundsson frá Hólma, Jón Árnason frá Ólafsvöllum er
næstur og lengst til hægri er Hrólfur Jónsson frá
Bjarmalandi. Myndin er sennilega tekin við Hofsrétt.
Ljósm.: Guðrún Guðbjörnsdóttir.