Húnavaka - 01.01.2019, Blaðsíða 165
H Ú N A V A K A 163
Árið 1985 flutti fjölskyldan til Skagastrandar og stuttu síðar flutti Björgvin,
faðir Ingu, á hjúkrunarheimilið Sæborg.
Inga var natin, umhyggjusöm, hæglát og ljúf kona. Hún vann m.a. hjá Pósti
og síma á Skagaströnd og Hótel Dagsbrún. Hún var flink í höndunum,
snillingur í bakstri og kökuskreytingum. Hún var jólabarn, ensk jólakaka,
laufabrauð og jólaglögg voru ómissandi þáttur í jólahaldinu. Á hverjum jólum
fengu ættingjar fallegar jólaskreytingar og bita af dásamlegu ensku jólakökunni.
Henni fannst einstaklega gaman að taka á móti gestum.
Inga hafði áhuga á blómum og plöntum. Á ferðalögum hjónanna víða um
heim þræddi hún stíga blómagarða og dáðist að fegurð þessara viðkvæmu en
jafnframt sterku jurta. Hún naut þess að kynnast nýjum löndum og hlýjar
tilfinningar bar hún alla tíð til Noregs.
Steindór og Inga voru virk í félagsmálum. Þau voru meðal annars í stjórn
Norræna félagsins. Þá voru þau virk í safnaðarstarfi Hólaneskirkju. Inga hafði
gott tóneyra og frá unga aldri yndi af því að syngja. Hún var í barnakór
Akureyrar, síðan söng hún með Gígjunum og með kirkjukór Hólaneskirkju allt
þar til sjúkdómar gerðu henni ókleift að starfa þar lengur. Hún var formaður
kórsins til fjölda ára og tók þátt í félagsstarfinu af lífi og sál.
Inga varð bráðkvödd á heimili sínu að Hólabraut 1, Skagaströnd. Útför
hennar fór fram frá Hólaneskirkju 24. febrúar. Jarðsett var í Spákonu-
fellskirkjugarði.
Sr. Bryndís Valbjarnardóttir.
Árni Pétur Guðbjartsson,
Skagaströnd
Fæddur 20. janúar 1943 – Dáinn 20. febrúar 2018
Árni fæddist í Austmannsdal í Ketildalahreppi í Arnarfirði, bæ er stóð fram að
bröttum sjávarbökkum. Foreldrar hans voru Guðbjartur Árni Guðjónsson
(1914-1992) bóndi og verkamaður og Sigurbjörg Hjartardóttir (1916-1985)
húsmóðir, síðast í Vík á Skagaströnd.
Árni var næstelstur fimm systkina: þau eru Sigurjón, f. 1941, Eygló Hulda,
f. 1945, Hjörtur Þór, f. 1952 og Eyrún (1957-1987).
Snemma varð ljóst að Árna leið best í fjörunni við veiðar enda var
Arnarfjörður í huga hans nafli alheimsins. Fljótt kom í ljós að hann var
kröftugur og fylginn sér. Heimilið í Austmannsdal var menningarheimili,
margt heimilisfólk og gestkvæmt. Fjölskyldan flutti á Bakka í sömu sveit og bjó
þar til ársins 1956 er hún flutti suður. Á þessum árum var fólksflótti frá héraði
að hefjast sem tæmdi heilu sveitirnar á Vestfjörðum.
Árni lauk grunnskóla í Hafnarfirði og gerðist þar sjómaður frá 1958-1962
og síðan allar götur til endadægurs á Skagaströnd. Þangað fluttist fjölskyldan
eftir að Hjörtur í Vík, afi Árna, hafði misst tvo syni sína í hafið árið 1961.
Árni kvæntist, þann 18. desember 1966, Aðalheiði Rósu Guðmundsdóttur,