Húnavaka - 01.01.2019, Blaðsíða 167
H Ú N A V A K A 165
(1923-1998). Systkini hans eru Jóhanna Bryndís, f. 1949 og Sævar Rafn,
f. 1951.
Hann gekk í grunnskóla á Skagaströnd. Þaðan fór hann til Laugarvatns þar
sem hann var einn vetur. Einnig nam hann skipasmíði í Iðnskólanum á Sauð-
árkróki, auk þess sem hann stundaði nám í Tækniskóla Íslands í Reykjavík.
Hinn 23. febrúar 1986 kvæntist hann Herborgu Þorláksdóttur, f. 1961, frá
Flateyri. Þau eignuðust þrjú börn sem eru: Bryndís, f. 1979, eiginmaður
hennar er Magnús Örn Gylfason, f. 1974, þau eiga tvö börn en fyrir átti
Bryndís eina dóttur. Hallgrímur Þór, f. 1981, eiginkona hans er Nicole B.H.
Boerman, f. 1982 og eiga þau tvær dætur.
Ingibjörg Axelma, f. 1985, sambýlismaður hennar
er Alistair Jón Brown, f. 1979 og eiga þau tvo
syni. Fyrir átti Ingibjörg einn son. Axel og Her-
borg slitu samvistum.
Til fjölda ára sinnti Axel sjómennsku á Skaga-
strönd og var bæði sem kokkur og háseti á frysti-
togaranum Örvari HU 21. Árið 1995 sagði hann
hins vegar skilið við sjómennskuna og réði sig til
vinnu hjá Trésmiðju Kára Lárussonar þar sem
hann vann við viðgerðir á bátum í slipp num á
Skagaströnd.
Árið 1998 fluttist Axel með fjölskyldu sína til
Reykjavíkur þar sem hann gerðist verktaki og
smiður. Seinustu árin vann hann í þjónustudeild Grindavíkurbæjar, þar sem
hann bjó, og þar fékkst hann við almennt viðhald.
Axel var mikill fjölskyldumaður og deildi með henni flestum sínum áhuga-
málum. Fjölskyldan var dugleg að fræðast og ferðast um landið og Axel kunni
margar sögur af fólki og staðháttum sem hann sagði börnum sínum. Málefni
lands og þjóðar voru honum einnig hugfólgin en áhugi á pólitík var honum
nánast í blóð borinn. Hann var skoðanasterkur, samkvæmur sjálfur sér og
veigraði sér aldrei undan pólitískri rökræðu. Það kom sér þá oft vel að hann
var vel máli farinn auk þess sem hann bjó yfir beittu en stundum frekar dökku
skopskyni.
Þeir sem stóðu Axel næst lýsa honum sem einstaklega hjartahlýjum manni.
Hann hleypti ekki öllum að sér en þeir sem komust að áttu hjarta hans allt.
Axel var síður en svo maður margra orða og bar tilfinningar sínar ekki á torg.
Hann var heldur gjarn á að sýna tilfinningar sínar í verki og sýndi það og
sannaði að það væri alltaf hægt að treysta á hann með allt mögulegt. Börnin
hans og barnabörn voru alltaf í fyrsta sæti hjá honum en hann var ætíð bæði
mikill pabbi og afi. Hann lagði sig mikið fram við að vera virkur þátttakandi í
lífi þeirra allra, allt fram á síðasta dag.
Axel lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Útför hans fór fram frá
Fossvogskapellu 5. mars. Jarðsett var í Hólaneskirkjugarði á Skagaströnd.
Axelsbörn.