Húnavaka - 01.01.2019, Síða 168
H Ú N A V A K A 166
Svanlaug Anna Halldórsdóttir
frá Hólma, Skagabyggð
Fædd 30. október 1920 – Dáin 26. febrúar 2018
Svanlaug fæddist í torfbænum Hólma á Skaga. Foreldrar hennar voru Halldór
Jónsson Guðmundsson (1893-1981) frá Klöpp á Kálfshamarsnesi og Hlíf
Sveinbjörg Sveinsdóttir (1882-1926). Hún var þriðja elst í röð fimm barna
foreldra sinna sem eru: Fanney (1917-2005), Heiðbjört Lilja, f. 1918, tvíbura-
bróðir Svanlaugar, andvana fæddur og Magnús (1923-1998) sem var fóstraður
á Skeggjastöðum. Sammæðra var Sveinbjörg Björnsdóttir (1909-1973).
Svanlaug var á sjötta ári er móðir hennar lést. Föður hennar tókst að halda
saman heimilinu í Hólma með árvekni og harðfylgi og þá var Sveinbjörg
hálfsystrum sínum nokkur forsjá þótt ung væri. Barnafræðslu naut Svanlaug í
farskóla. Frekari lærdóm þurfti ekki að ræða.
Eftir að eldri systur Svanlaugar fluttu að heim-
an kom það í hlut hennar að veita búi föður síns
forsjá. Það gerði hún til ársins 1949 að undan-
skildum stuttum tíma sem hún dvaldi á Æsustöðum
í Langadal og á Keldulandi.
Á árinu 1944 flytur Sveinbjörn Sigvaldason
(1902-1981) frá Króki að Hólma og dró saman
með honum og Svanlaugu. Fimm árum síðar
hefja þau búskap á Hróarsstöðum en í fardögum
1952 flytja þau aftur í Hólma og eignuðust þá
jörðina. Börn þeirra eru fjögur: Guðrún Hlíf,
f. 1949, hún á eina dóttur. Halldóra Elísabet,
f. 1953, maki Jón Steinn Jónsson og eiga þau
fjögur börn. Hlíf Sveinbjörg, f. 1954, maki Magnús Jónsson og eiga þau þrjú
börn. Árni Sigurjón, f. 1956.
Heimilið í Hólma var mannmargt. Auk þess að sjá um uppeldi barnanna
hafði aldraður maður, Erlendur Björnsson (Keldulandi), flutt með þeim
hjónum og dvaldi hann hjá þeim til dánadægurs (1959). Sigurður, bróðir
Svein björns, sem var fatlaður frá frumbernsku, dvaldi einnig undir verndar-
væng Svanlaugar. Þá bjó Halldór faðir hennar þar ævilangt og naut að-
hlynningar dóttur sinnar þegar árin færðust yfir hann. Einnig stríddi Svein-
björn við veikindi á síðari hluta ævinnar.
Systkinin, Guðrún og Árni, tóku við jörðinni í Hólma 1974 en þaðan flutti
fjölskyldan í Krókssel 1977 og bjó þar síðan.
Svanlaugu var einkar vel lagið að liðsinna fólki sem hafði þörf fyrir hjálp og
sá eiginleiki byggðist sennilega á yfirveguðum lífsskoðunum hennar, rólyndi og
glaðlyndi. Hún var lágvaxin með hneggjandi hlátur, að mörgu leyti í gamla
tímanum með tilliti til klæðaburðar og matarhátta, sem voru á undanhaldi,