Húnavaka - 01.01.2019, Blaðsíða 171
H Ú N A V A K A 169
Berg mann, f. 1965, kona hans er Birgitta Bára Hassenstein og synir þeirra eru
tveir.
Að loknu lagaprófi, árið 1967, hóf Ingimundur störf hjá Heklu. Sigfús,
faðir hans, féll óvænt frá það sama ár og tók
Ingimundur þá við stjórn Heklu. Þessi umskipti
reyndu mikið á hann. Mikið verðfall hafði orðið á
íslenskum fiskafurðum á erlendum mörkuðum á
árunum 67–68. Það leiddi til gengisfellinga, sem
komu hart niður á innflutningsfyrirtækjum eins
og Heklu og atvinnuleysi fór vaxandi. En á 7. og
8. áratugnum stækkaði fyrirtækið mikið og
reksturinn var almennt góður.
Árið 1994 gerðist Ingimundur sendiherra í
Þýskalandi. Hann var vel undir starfið búinn,
gjörþekkti íslenskt atvinnulíf, innviði stjórn mála-
starfs í landinu og hann átti vini í öllum stjórn-
málaflokkum. Hann hafði ávallt haft sterkar
taug ar til Þýskalands og hafði mjög gott vald á tungumálinu.
Fyrstu árin í Þýskalandi voru þau Valgerður í Bonn en Ingimundi var síðan
falið að flytja sendiráðið til Berlínar. Hann var því samanlagt sex ár í
Þýskalandi. Ingimundur sinnti náið þeim íslensku fyrirtækjum sem voru í
viðskiptum við Þýskaland, eins og fiskútflytjendum og flugfélögunum. Auk
þess beittu þau hjón sér mjög fyrir kynningu á íslenskri menningu og listum.
Eftir Þýskalandsárin tók við sendiherrastaða í Japan árið 2001 en þar var
opnað íslenskt sendiráð sama ár. Þar starfaði hann til ársins 2004. Þau Val-
gerður hrifust mjög af japanskri menningu, ekki síst tónlistar- og leikhús-
hefðum Japans og ræktuðu þau menningarsamskiptin eins og þau framast
gátu.
Ingimundur lét af störfum í utanríkisþjónustunni árið 2005. Við tók nýr
ævikafli hér heima, í menningar- og menntalífi þjóðarinnar. Hann var
varaformaður og síðan formaður Listahátíðar á tímabilinu 2004-2010 og
formaður Þjóðleikhúsráðs. Hann var stjórnarformaður Stofnunar Sigurðar
Nordals, stjórnarmaður Watanabe-styrktarsjóðsins við Háskóla Íslands og
formaður Íslandsdeildar Scandinavia-Japan Sasakawa Foundation. Og í öllu
þessu var hann í nánu sambandi við fólk. Fyrir honum voru allir jafnir, hann
var allt í senn heimsborgari og bóndi, höfðingi og þjónn.
Eftir að Ingimundur og Valgerður komu heim dvöldust þau langdvölum á
Þingeyrum í A-Hún. Þau höfðu eignast jörðina árið 1994 en faðir Ingimundar
hafði keypt hana árið 1943. Á Þingeyrum sagðist Ingimundur hafa átt sínar
bestu stundir. Það væri eitthvað við staðinn sem héldi honum föngnum; að
vakna þar í kyrrðinni, fara út og ganga beint inn í stórkostlega náttúru og teyga
í sig loftið og fanga fjallasýnina. Þar stunduðu þau hjón um langt árabil
talsverða uppgræðslu sem þau voru verðlaunuð fyrir. Saman lögðu þau
Valgerður einnig áherslu á að nýta jörðina og greiða götu rannsakenda á sögu
og menningu þessa forna höfuðbóls. Þau stóðu fyrir tónleikum í Þingeyrakirkju