Húnavaka - 01.01.2019, Blaðsíða 173
H Ú N A V A K A 171
Gréta Jósefsdóttir,
Blönduósi
Fædd 1. nóvember 1935 – Dáin 1. apríl 2018
Gréta var fædd á Blönduósi. Foreldrar hennar voru Soffía Guðrún Stefánsdóttir
(1913-2005) og Jósef Jón Indriðason (1904-1991). Börn þeirra urðu sex. Auk
Grétu eru það; Stefán Reynir (1932- 2015), Millý (1934-1999), Ari (1939-
1964), Guðmundur Sverrir, f. 1940 og Brynja, f. 1948.
Gréta bjó nánast allt sitt líf á Blönduósi, að undanskildum nokkrum árum
sem hún bjó í Reykjavík og vann í lakkrísgerðinni Drift í Hafnarfirði, sem var
þá í eigu móðurbróður hennar, Péturs Stefáns-
sonar. Þar lágu leiðir hennar og Njáls Þórðarsonar
(1932-2016) frá Auðkúlu í Arnarfirði saman.
Njáll var þá í námi sem járnsmiður hjá Héðni.
Gréta átti þá 6 mánaða gamlan son, Jón Elvar
(1954-1971), sem Njáll gekk með heilum hug í
föður stað. Hófu þau fljótlega sinn búskap á
Blönduósi og bjuggu þar alla sína tíð. Fyrst
bjuggu þau í Hermannabragganum við Ægisbraut
og síðan voru þau með þeim fyrstu til að byggja
sér hús uppi í hverfi eins og sagt er, eða nánar
tiltekið Hólabraut 3.
Njáll og Gréta giftu sig 27. nóvember 1969.
Áttu þau þá saman tvö börn; Þórð Daða, f. 1958,
börn hans eru þrjú og Arísi, f. 1966, maður
hennar er Sigurður Friðrik Davíðsson, f. 1967 og eru börn þeirra þrjú.
Gréta átti ekki mörg áhugamál en hún hafði mjög gaman af allri handa-
vinnu. Í því var hún einstaklega lagin og prjónaði hún ekki ófáar lopapeysurnar,
svo ekki sé minnst á dugnað hennar við að sauma út myndir. Nokkrar þeirra
prýða nú ellideild Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN) á Blönduósi. Þar
fyrir utan lagði Gréta mikinn metnað í að skapa börnum sínum og eiginmanni
hlýtt og notalegt heimili. Hún hafði líka gaman af því að ferðast og naut þess
síðustu árin að heimsækja börn sín og barnabörn í Danmörku.
Til margra ára starfaði Gréta hjá Pósti og síma. Hún byrjaði starfsferil sinn
1. október 1954 og vann sem talsímavörður og seinna hjá Íslandspósti sem
síma- og póstafgreiðslukona. Hún sótti nám, þegar það bauðst; grunnnám
1991, póstnám á árunum 1991-92 og afgreiðslunám 1, 2 og 3 á árunum 1994-
95.
Þann 11. febrúar 2003 lét Gréta af störfum hjá Íslandspósti eftir 49 ár. Það
gerðist í kjölfar slyss sem að Njáll lenti í vorið 2000. Þetta slys var þeim báðum
mjög þungbært og erfitt og náði Njáll sér aldrei að fullu. Eftir lát Njáls bjó
Gréta ein í húsi þeirra hjóna, þar sem henni leið best. Hún lést á páskadag eftir