Húnavaka - 01.01.2019, Page 174
H Ú N A V A K A 172
stutta dvöl á HSN á Blönduósi. Útförin fór fram í kyrrþey. Gréta óskaði eftir
að verða brennd og var hún jörðuð hjá eiginmanni sínum, 29. júní, í
Blönduósskirkjugarði.
Aðstandendur.
Erla Blandon
frá Neðri-Lækjardal
Fædd 18. október 1930 – Dáin 3. apríl 2018
Einara Erla Árnadóttir Blandon, eins og hún hét fullu nafni, var fædd í Neðri-
Lækjardal á Refasveit. Foreldrar hennar voru Þorbjörg Grímsdóttir Blandon
(1891-1983) og Árni Ásgrímur Erlendsson Blandon (1891-1981), þá bændur í
Neðri-Lækjardal. Þau hjónin eignuðust fimm dætur og var Erla yngst þeirra.
Systur hennar voru: Sigríður (1917-1968), Ingibjörg (1918-2006), Valgerður
Sigríður (1920-2017) og Þorgerður (1921-2011).
Erla stundaði barnaskólanám í farskóla en
snemma kom í ljós að nám lét henni vel. Nokkru
eftir fermingu flutti hún með fjölskyldu sinni suð-
ur í Árnessýslu að bænum Kaldaðarnesi sem er
skammt frá Selfossi. Árni faðir hennar tók þar við
forstöðu drykkjumannahælis.
Erla stundaði nám á Selfossi og þar kynntist
hún ungum húsasmíðanema, Einari Hallmunds-
syni (1924-2014) sem fæddur var á Stokkseyri.
Þau felldu hugi saman og gengu í hjónaband
þann 18. október árið 1950. Þau eignuðust tvö
börn sem eru: Árni Blandon, f. 1950 og Berglind
Blandon, f. 1958. Afkomendurnir eru komnir vel
á annan tuginn. Erla og Einar áttu heimili sitt fyrstu árin í Reykjavík, síðar
árum saman í Kópavogi en síðustu árin í Reykjavík.
Erla lagði sig fram um að búa fjölskyldu sinni gott heimili en hún vann ekki
bara á heimilinu heldur einnig utan þess. Hún var við vinnu á prjónastofu og
á annan áratug stundaði hún verslunarstörf. Erla vann á Landspítalanum í
mörg ár, lengst af sem ritari á geðdeild spítalans. Hún vann síðast sem
móttökustjóri og ritari á Kópavogshæli en þar vann hún til starfsloka.
Erla var hög í höndum og listfeng. Henni var gefið gott minni og hún
fylgdist vel með tónlist. Hún hafði góða söngrödd og tók þátt í kórastarfi. Hún
lærði bæði listmálun og glergerð og hún klæddi sig ávallt af smekkvísi. Hún
var hreinskiptin og hispurslaus í framgöngu, hjálpsöm og hvetjandi. Hún var
áhugasöm um stjórnmál og tók virkan þátt í starfi Kvenfélags Kópavogs. Hún
var jafnan hress í viðmóti og orðheppin.
Útför Erlu Blandon fór fram frá Fossvogskapellu þann 13. apríl. Jarðsett var
í Sóllundi í Fossvogskirkjugarði.
Sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson.