Húnavaka - 01.01.2019, Page 176
H Ú N A V A K A 174
forna Bólstaðarhlíðarhreppi sem gegndi starfi oddvita. Til þessa trúnaðarstarfs
var Erla vel fallin. Hún var örugg, útsjónarsöm, heiðarleg og hreinskiptin.
Mörg fleiri verkefni bættust þannig á hennar herðar. Blönduvirkjun var í
uppbyggingu, uppgræðsla lands, auk alls þess sem oddvitinn sinnir af hefð-
bundnum verkefnum í sveitarfélagi sínu. Erla tók alla tíð virkan þátt í starfi
Kvenfélags Bólstaðarhlíðarhrepps og gegndi þar öllum stjórnunarstöðum,
hverju af öðru. Auk þess átti hún sæti í ýmsum öðrum stjórnum og nefndum,
meðal annars var hún í Upprekstrarfélagi Eyvindarstaðaheiðar, Veiðifélagi
Blöndu og Svartár og var fjallskilastjóri Bólstaðarhlíðarhrepps. Erla hlaut
einnig viðurkenningu frá Skógræktarfélagi Íslands fyrir áratuga starf í þágu
skógræktar.
Erla andaðist á Landspítalanum í Reykjavík sunnudaginn 8. apríl. Útför
hennar fór fram frá Blönduósskirkju laugardaginn 14. apríl. Jarðsett var í
heimagrafreit á Gunnsteinsstöðum.
Sr. Hjálmar Jónsson.
Guðmundur Jakob Jóhannesson,
Skagaströnd
Fæddur 15. júní 1920 – Dáinn 17. apríl 2018
Guðmundur fæddist á Skagaströnd. Foreldrar hans voru Helga Þorbergsdóttir
(1884-1970), húsfrú og Jóhannes Pálsson (1878-1972), skósmiður, kennd við
Garð. Þau eignuðust sextán börn sem eru: Guðjón Þorbergur (1902-1907),
Guðbjörg Sigríður (1904-1989), Elín Aðalbjörg (1905-1995), Páll Ólafsson
Reykdal (1907-1989), Þorbergur Gísli (1908-1953), sveinbarn (1910-1910),
Þórhildur Hrefna (1911-2011), Þorleifur Skagfjörð (1913-1988), Guðjón
Skagfjörð (1914-2010), Jóhanna Helga Skagfjörð (1916-2002), Hartmann
(1918-1976), þá Guðmundur, Birna Þuríður (1921-2006), Árni Jón (1924-
1924), Guðrún, f. 1925 og sveinbarn, andvana fætt 1927.
Um 6 ára aldur var Guðmundur sendur í fóstur í Skagafjörð til hjónanna
Árna Sveinssonar og Ingibjargar Þorkelsdóttur. Eftir fermingu kom hann aftur
til Skagastrandar og munstraði sig á trillubáta. Fljótlega keypti hann í félagi við
Þórbjörn Jónsson, Tóta á Flankastöðum, trillu úr Kálfshamarsvík og voru þau
kaup upphaf þeirra fyrstu útgerðar.
Um líkt leyti felldu þau hugi saman, hann og Soffía Sigurlaug Lárusdóttir
(1925-2010) og gengu í heilagt hjónaband 22. júní 1946. Þau hófu búskap á
Sólbakka á Hólanesinu og byggðu sér síðan hús á Hólabraut 25 sem varð
þeirra framtíðarheimili frá árinu 1948. Þeim varð sex barna auðið sem eru:
Lárus Ægir, f. 1946, sambýliskona hans var Bjarney Valdimarsdóttir og eiga
þau þrjú börn. Helga Jóhanna, f. 1948, gift Eðvarð Sigmari Hallgrímssyni og
eiga þau tvær dætur. Guðmundur, f. 1949, kvæntur Sigurlaugu Magnúsdóttur
og eiga þau þrjú börn. Ingibergur, f. 1953, kvæntur Signýju Ósk Richter og
eiga þau tvö börn, áður átti Signý eina dóttur. Karl, f. 1953, var kvæntur