Húnavaka - 01.01.2019, Page 182
H Ú N A V A K A 180
nóvember 1967. Þau eignuðust þrjá syni sem eru: Ari Jón, f. 1966, hann á
fjögur börn, Þórarinn Kári, f. 1967, kvæntur Ann Þórsson, þau eiga tvo syni,
Atli Þór, f. 1974, í sambúð með Maríu Kristínu Gunnarsdóttur, saman eiga
þau eina dóttur. Áður áttu þau sitthvora dótturina.
Þau tíu ár sem Þór og Fjóla bjuggu á Akureyri
vann Þór í verksmiðju Akra við framleiðslu á sæl-
gæti en árið 1975 flutti fjölskyldan til Skaga-
strandar. Í fyrstu bjuggu þau í gamla Kaup-
félags húsinu. Þá byggðu þau framtíðar heimili
fjölskyldunnar á Bogabraut 26.
Þór sinnti ýmsum störfum og verkefnum á
Skagaströnd, hans aðalstörf voru smíðar og húsa-
gerð, bæði hjá öðrum og sem sjálfstætt starfandi
verktaki. Samhliða smíðavinnunni stundaði Þór
ökukennslu. Um tíma vann hann við skóverksmiðju
sem þá var starfrækt á Skagaströnd. Þór var
sjálfmenntaður og sérstaklega handlaginn, þess
vegna var hann fenginn til að kenna smíðar og
tækniteiknun í Höfðaskóla sem hann sinnti í nokkur ár.
Meðan Fjóla vann sem mest við störf utan heimilisins sinnti Þór heimilis-
störfum og uppeldi sonanna. Hann lagði ríka áherslu í uppeldinu á það að
drengirnir lærðu að bera virðingu fyrir lögum og reglum. Hann var traustur
og góður eiginmaður, heimakær og einstaklega barngóður. Afabörnin voru
augasteinar hans og var hann þeim til staðar ef þurfti að leika eða passa.
Þór greiddi götur margra á sinn hógværa hátt. Hann þaulhugsaði þau
verkefni sem hann tók að sér og að pælingum loknum leysti hann verkefnin af
kunnáttusemi og vandvirkni. Hann var feiminn og dulur en þeir sem kynntust
honum fundu einlægan og traustan vin. Hann var þekktur fyrir að vera góður
og skemmtilegur vinnufélagi. Hann var fróðleiksfús og minnugur, las mikið og
grúskaði í ættfræði, var pólitískur og heilsteyptur í skoðunum á málefnum
samfélagsins. Skoðanir hans á samfélagsmálum einkenndust af þeim kjörum
sem hann ólst upp við en voru ávallt sett fram á málefnalegan, hæglátan og
sanngjarnan hátt án þess að þau væru persónugerð enda ekki í hans eðli að
hallmæla nokkrum manni.
Þór átti það til að vera þver og var lítt haggað ef hann var búinn að ákveða
hvernig hann vildi hafa hlutina. Þannig var það með læknisheimsóknir sem
hann forðaðist. Hann var yfirvegaður og æðrulaus gagnvart dauðanum.
Þór lést á heimili sínu. Hann var jarðsunginn frá Hólaneskirkju 25. ágúst.
Jarðsett var í Spákonufellskirkjugarði.
Sr. Bryndís Valbjarnardóttir.