Húnavaka - 01.01.2019, Side 183
H Ú N A V A K A 181
Svava Sveinsína Sveinbjörnsdóttir
frá Hnausum
Fædd 26. janúar 1931 – Dáin 23. ágúst 2018
Svava Sveinsína var fædd að Hnausum í A-Hún., yngst af börnum þeirra
hjóna Sveinbjörns Jakobssonar (1879-1958) og Kristínar Pálmadóttur (1889-
1985). Systkini Svövu eru: Guðrún (1917-2016), Leifur (1919-2008), Jakob
(1921-2002), Jórunn Sigríður, f. 1921 og Svava (1926-1927). Yngst var Svava
Sveinsína sem var skírð eftir systur sinni sem dó í barnæsku.
Hún ólst upp við hefðbundin sveitastörf í Hnausum með foreldrum og
systkinum. Að loknu barnaskólanámi í Skólahúsinu á Sveinsstöðum naut hún
fermingar- og unglingafræðslu hjá sr. Þorsteini B. Gíslasyni í Steinnesi. Svava
stundaði síðan nám í Kvennaskólanum á Blönduósi og lauk þaðan prófi vorið
1951. Hún vann að og tók þátt í heimilis- og bústörfum í Hnausum, vann við
heyskap, sinnti kúnum og sá um sínar kindur.
Einnig vann Svava við afgreiðslustörf á Land-
símastöðinni fyrir Sveinsstaðahrepp sem staðsett
var í Hnausum. Þá ræktaði Svava fallegan trjágarð
og blómagarð sunnan við bæinn.
Hnausar voru í þá daga tvíbýli, í miðju Þingi
og í alfaraleið. Á heimili Svövu að Hnausum 1 var
Landsímastöð og áttu margir erindi þangað. Þá
var líka bensín- og olíuafgreiðsla fyrir BP olíu-
félagið að Hnausum.
Í viðtali við Svövu í Húnavöku 2018, ársriti
USAH, kemur vel fram hve Hnausar og sveitin
öll var Svövu kær. Viðtalið ber yfirskriftina: ,,Það
er svo fallegt fyrir norðan.“ Hugur hennar leitaði
oft til heimahaganna. ,,Það var gott að alast upp í Hnausum,“ sagði hún.
Svava flutti frá Hnausum til Reykjavíkur ásamt móður sinni árið 1967. Þá
var Sveinbjörn, faðir hennar, fallinn frá. Þegar móðir Svövu féll frá 1985, hátt
á tíræðisaldri, hafði Svava annast móður sína á heimili þeirra.
Strax og Svava kom til Reykjavíkur fór hún að vinna við bókband, lærði
til þeirra verka og starfaði við bókagerð eða bókband í fullri vinnu,
fyrst í Reykjavík í prentsmiðjunni Eddu en lengst af vann hún í Kópa-
vogi við bókband í prentsmiðju eða allt til starfsloka þegar hún varð
sjötug.
Svava átti áhugamál sem voru bóklestur, handavinna og garðrækt. Þá var
hún virk í starfi ungmennafélagsins og kvenfélagsins þegar hún var búsett fyrir
norðan. Í Reykjavík var hún í Húnvetningafélaginu og í Félagi bókagerðar-
manna. Þá ræktaði hún tengsl við ættingja og vini í fjölskyldu- og ættarklúbbi
sem kenndi sig við Grund í Svínadal. Einnig sótti hún reglulega endurfundi
samnemenda úr Kvennaskólanum á Blönduósi.
Svava giftist ekki eða eignaðist afkomendur en hún ræktaði alla tíð vel tengsl