Húnavaka - 01.01.2019, Blaðsíða 184
H Ú N A V A K A 182
við ættmenni sín og fjölskyldur þeirra. Fólk Svövu minnist hennar fyrir
trygglyndi og frændrækni.
Svava andaðist á Hrafnistu við Brúnaveg í Reykjavík, þar hafði hún dvalið
rúm tvö ár. Útför hennar var gerð frá Þingeyraklausturskirkju 8. september og
jarðsett var í kirkjugarðinum þar.
Sr. Sveinbjörn Einarsson.
Adolf Jakob Berndsen,
Skagaströnd
Fæddur 28. desember 1934 – Dáinn 27. ágúst 2018
Adolf Jakob fæddist á Karlsskála, Skagaströnd og ólst þar upp. Foreldrar hans
voru Guðrún Laufey Helgadóttir (1903-1987) og Ernst Georg Berndsen
(1900-1983). Systkini hans eru Helga Guðrún, f. 1931 og Karl Þórólfur (1933-
1995).
Snemma fékk Adolf áhuga á bílum og eignaðist sinn fyrsta vörubíl 19 ára.
Hann hjálpaði Ernst föður sínum, sem þá var umboðsmaður BP og þjónustaði
fyrirtæki og einstaklinga í héraðinu og sinnti olíudreifingu. Hann var iðinn að
eðlisfari og vinnusamur frá barnsaldri.
Adolf og Hjördís Sigurðardóttir, f. 1938, gengu
í hjónaband 1958 og eignuðust fimm börn sem
eru: Adolf Hjörvar, f. 1959, sambýliskona Dagný
Marín Sigmarsdóttir, f. 1962. Þau eiga þrjú börn.
Guðrún Björg, f. 1961, gift Lúðvík Jóhanni Ás-
geirssyni. Þau eignuðust fjögur börn, þar af eitt
látið. Fyrir átti Lúðvík son sem er látinn. Stein-
unn Berndsen, f. 1963, sambýlismaður er Gísli
Snorrason, f. 1960. Þau eiga tvo syni. Hendrik
Berndsen, f. 1966, sambýliskona Bára Björnsdóttir,
f. 1966. Þau eignuðust fimm börn, þar af eitt
látið. Sigurður Berndsen, f. 1978, kvæntur Hörpu
Vigfúsdóttur, f. 1978. Þau eiga fimm börn.
Hjördís og Adolf bjuggu sér fallegt heimili að
Bankastræti 9. Hann tók við starfi umboðsmanns Olís árið 1973 af föður
sínum og gegndi því til ársins 2004. Auk þess rak hann um árabil Söluskála
Olís á Skagaströnd ásamt olíuafgreiðslu til útgerðarinnar og annarra
viðskiptavina félagsins. Adolf var nákvæmur og samviskusamur. Á daginn var
hann með vörubílinn í vinnu við höfnina, frystihúsið og annað og notaði oft
kvöldin og helgar til að fara með olíu á afhendingarstaði.
Rík þjónustulund var einkenni Adolfs og hann var fljótur til að bjarga
málum jafnvel á aðfangadagskvöld. Hann fór vel með fé en var óspar á
stuðning við fjölskylduna og samferðafólk sem lenti í erfiðleikum. Hann var
einstaklega tryggur og góður vinum sínum.