Húnavaka - 01.01.2019, Síða 185
H Ú N A V A K A 183
Adolf sat í sveitarstjórn á Skagaströnd fyrir Sjálfstæðisflokkinn frá 1964-
1994, þar af var hann oddviti 1978-1990. Hann sat í hafnarnefnd og gegndi
fjölmörgum öðrum trúnaðarstörfum fyrir sveitarfélagið. Hann var um árabil
stjórnarmaður og stjórnarformaður frystihússins Hólanes hf. auk þess að vera
einn af stærstu eigendum félagsins. Hann var um tíma formaður stjórnar
Mánavarar hf. sem rak skipasmíðastöð á Skagaströnd.
Adolf var fylginn sér, maður alvörugefinn en samt var stutt í brosið og kátan
og reifan gleðigjafa. Hann var bindindismaður bæði á tóbak og vín. Hann var
harmónikuleikari góður, sjálfmenntaður, sem eignaðist sína fyrstu nikku 11 ára
gamall. Hann spilaði víða um héruð á dansleikjum, bæði einn og í hljóm-
sveitum. Snemma á sjötta áratugnum spilaði hann í hljómsveitinni Mánatríói,
en í henni var sú nýlunda að leikið var á trommur sem Jón Ívarsson barði og
Sigmund Jóhannsson lék á klarinett.
Hjördís og Adolf reistu sumarhús í Borgarfirði, Hjördísarlund sem hefur
verið sælureitur fjölskyldunnar í um 30 ár. Adolf var meðvitaður um ríkidæmi
sitt sem fólst í góðri eiginkonu og stórum hópi afkomenda sem hann var stoltur
af og naut sín vel í samvistum við afabörnin.
Í ársbyrjun 2015 flutti Adolf á Dvalar- og hjúkrunarheimilið Sæborg þar
sem hann lést. Útför hans fór fram frá Hólaneskirkju 7. september. Jarðsett var
í Spákonufellskirkjugarði.
Sr. Bryndís Valbjarnardóttir.
Guðrún Þórunn Steingrímsdóttir,
Bollastöðum
Fædd 9. október 1932 – Dáin 4. september 2018
Guðrún Þórunn fæddist í Austurhlíð í Blöndudal. Foreldrar hennar voru Ríkey
Kristín Magnúsdóttir (1911-2005) fædd á Ásmundarnesi, Bjarnarfirði í
Stranda sýslu og Steingrímur Bergmann Magnússon (1908-1975), fæddur á
Njáls stöðum í Vindhælishreppi. Systkini hennar eru: María Karólína, f. 1933,
Efemía Magney, f. 1935, Bragi Bergmann, f. 1948 og Steingrímur Magnús, f.
1951.
Guðrún ólst upp til 15 ára aldurs á Torfustöðum í Svartárdal er fjölskyldan
flutti að Eyvindarstöðum í Blöndudal. Hún fór ung að vinna utan æsku-
heimilisins, fékk þá m.a. starf sem kúskur í vegavinnu. Eftir unglingsárin réði
hún sig vetrarlangt sem vinnustúlku í Reykjavík hjá Önnu Petersen móðursystur
sinni. Árin 1949-1950 nam hún við Kvennaskólann á Blönduósi.
Næsti bær við Eyvindarstaði er Bollastaðir. Þar bjó ungur og efnilegur
bóndi. Guðrún og Ingólfur Bjarnason (1921-2000) gengu í heilagt hjónaband
31. mars 1951. Þau eignuðust tvo syni sem eru: Birgir Þór, f. 1951, kvæntur
Rögnu Árnýju Björnsdóttur, f. 1963. Þau eiga eina dóttur en fyrir átti Ragna
son sem er látinn. Bjarni Brynjar, f, 1956, eiginkona hans var Margrét Guð-
finnsdóttir, börn þeirra eru tvö. Síðar eignaðist Bjarni Brynjar dóttur með
Ragnheiði Ólafsdóttur.