Húnavaka - 01.01.2019, Page 197
H Ú N A V A K A 195
UMF. HVÖT.
Aðalstjórn skipa: Auðunn Steinn Sigurðsson, formaður, Hilmar
Þór Hilmarsson, varaformaður, Valgerður Hilmarsdóttir, gjaldkeri,
M. Berglind Björnsdóttir, ritari og Sædís Gunnarsdóttir, með stjórn-
andi. Formaður knattspyrnudeildar er Erla Ísafold Sigurðardóttir,
formaður sunddeildar er Guðrún Björk Elísdóttir, og formaður
frjálsíþrótta deildar er Ásdís Arinbjarnardóttir.
Sunddeild.
Sunddeildin stóð fyrir Skemmtimóti Hvatar en
þangað var boðið krökkum frá Hvammstanga
og Sauðárkróki. Þátttaka var góð og tókst mótið
með ágætum. Héraðsmót USAH í sundi var
haldið í maí og er það orðin hefð að halda loka-
hóf að því loknu þar sem veitt eru verðlaun fyrir
mótið auk þess sem iðkendur eru verð launaðir
fyrir góða mætingu og mestu framfarir. Eftir
sumarfrí byrjuðu sund æfingar aftur í september.
Eldri hóp urinn fór í heimsókn á Hvammstanga
í nóvember og æfði þar, þátttakan var fín og allir
skemmtu sér vel.
Sunddeildin keypti sundhettur og sund neta-
poka fyrir alla iðkendur sína og færði þeim í
jóla hófi sunddeildar í desember.
Þjálfarar voru Pawel Mickiewicz, aðstoðar-
þjálfari Þórey Daníelsdóttir, með yngri hópinn
og Berglind Björnsdóttir með eldri hópinn.
Frjálsíþróttadeild.
Æfingar voru haldnar fyrir 10 ára og eldri, þ.e.
5. bekk og upp úr, 2x í viku allt árið með smá
hléi í ágúst/september. Þjálf arar voru Ingvar Björns son, Rúnar A. Pét ursson,
Krist rún Hilm arsdóttir og Steinunn Hulda Magnús dóttir. Haldn ar voru
tvennar auka æf ingar yfir vet urinn þar sem félag ar frá Fram og Hvöt hittust og
æfðu saman.
Námskeið var haldið seinni-
partinn í júní fyrir börn í 1.-3.
bekk. Þjálfarar voru Hugrún
Lilja Pétursdóttir og Jóhanna
Björk Auðunsdóttir. Verðlaun
voru veitt fyrir bestu mætingu
eftir vet urinn 2017-2018 og
hlutu þau Ísól Katla Róberts-
dóttir, Emma Karen Jónsdóttir
og Dögun Einarsdóttir.
Frá starfi sunddeildar.
Frá Héraðsmóti USAH í frjálsum íþróttum.
Kristín Helga Þórðardóttir kastar spjóti.