Húnavaka - 01.01.2019, Page 199
H Ú N A V A K A 197
Þá ber einnig að nefna Blönduósbæ og þau fjölmörgu fyrirtæki, félagasamtök
og einstaklinga sem stutt hafa dyggilega við bakið á félaginu í gegnum súrt og
sætt.
Auðunn Steinn Sigurðsson, formaður.
UMF. GEISLAR.
Starfsemi ungmennafélagsins Geisla var með hefðbundnum hætti á árinu.
Aðalfundur var haldinn þann 26. febrúar 2018. Engin breyting varð á stjórn
félagsins en hún er þannig skipuð: Valur Magnússon, formaður, Ingvar Björns-
son, varaformaður, Birgir Ingþórsson, gjaldkeri, Þóra Sverrisdóttir, ritari og
Sigmar Guðni Valberg, meðstjórnandi.
Frjálsíþróttaæfingar voru haldnar einu sinni í viku á Húnavöllum frá því í
byrjun júní og fram um miðjan ágúst. Aðsókn var nokkuð góð framan af
sumri, sérstaklega hjá yngri börnunum en 5 og 6 ára börnunum var leyft að
vera með í sumar og hefur það mælst ágætlega fyrir. Vonandi kveikir það
áhuga barna að byrja fyrr íþróttaiðkun, þjóðfélagið stendur frammi fyrir miklu
vandamáli vegna hreyfingaleysis unglinga sem leiðir af sér þunglyndi og kvíða
hjá mörgum. Þjálfari í sumar var Sigmar Guðni Valberg.
Fótboltaæfingar voru haldnar einu sinni í viku og var mæting ágæt með
köflum. Þjálfari var Pálmi Gunnarsson.
Á héraðsmóti USAH urðu Geislamenn í 3. sæti. Geislar áttu stigahæstu
einstaklinga í flokki 12-13 ára en það voru þau Aðalheiður Ingvarsdóttir og
Elvar Már Valsson. Einnig í flokki 20 ára og eldri en þar var stigahæstur
Sigmar Guðni Valberg. Samhliða héraðsmótinu
var haldið minningarmót Þorleifs Arasonar og
þar vann Magnús Örn Valsson besta afrek
mótsins. Að móti loknu fóru keppendur og
starfsmenn í pizzuveislu á B&S.
Félagar úr Geislum tóku einnig þátt í nokkrum
mótum á árinu, má þar nefna Unglingalands-
mótið sem haldið var í Þorlákshöfn um verslunar-
mannahelgina í ágætis veðri og við góðar
að stæður. Þar náði Aðalheiður Ingvarsdóttir 1.
sæti í spjótkasti. Einnig náði Aðalheiður 1. sæti í
kúluvarpi og skutlukasti á minningarmóti Óli-
vers sem haldið var á Akureyri og hún varð
einnig Ís landsmeistari í spjótkasti á Meistaramóti
Ís lands sem haldið var á Egilsstöðum. Geislar
tóku einnig þátt í Barnamótinu sem haldið var á
Skagaströnd.
Félagið á nokkuð gott úrval af áhöldum og er
fjárhagur félagsins í góðum málum.
Valur Njáll Magnússon, formaður.
Upprennandi fótboltastúlkur.
Bjarkey Rós Þormóðsdóttir,
Kristín Helga Þórðardóttir,
Eydís Eva Sigurðardóttir, Kaja
Rós Sonjudóttir, Júlía Jara
Ólafsdóttir, og Oddný Sigríður
Eiríksdóttir.