Húnavaka - 01.01.2019, Page 200
H Ú N A V A K A 198
UMF. BÓLSTAÐARHLÍÐARHREPPS.
Starf Ungmennafélags Bólstaðarhlíðarhrepps var með hefðbundnu sniði á
árinu 2018. Félagsmenn voru duglegir við hin ýmsu störf á vegum félagsins;
flöskusöfnun á starfssvæði UMFB, dreifingu á Húnavökuritinu, bakstur fyrir
kaffiveitingar USAH 1. maí og vinnu við
lagfæringar á íþróttasvæði félagsins, svo fátt
eitt sé nefnt.
Æfingar voru tvisvar í viku yfir sumartímann
og hófust þær í fyrstu viku júnímánaðar en á
þriðjudagskvöldum voru frjálsíþróttaæfingar
og á sunnudagskvöldum var spilaður fótbolti.
Æfingarnar fóru fram á íþróttasvæði félagsins
í Húnaveri. Þjálfari á frjálsíþróttaæfingunum
var Rúnar A. Pétursson og var mæting
svipuð og árið á undan.
UMFB átti þátttakendur á hinum ýmsu mót-
um, s.s. á Barnamóti og Héraðsmóti USAH,
Unglingalandsmóti UMFÍ og einnig á nýja
Landsmótinu sem haldið var á Sauðárkróki.
Á Héraðsmóti USAH lenti UMFB í fjórða
sæti í stigakeppni félaganna og var haldin
pylsuveisla fyrir keppendur félagsins og
aðstandendur þeirra að mótinu loknu. Fé -
lagið er stolt af sínu fólki, sem leggur alltaf
hug og hjarta í allar keppnir og gerir ávallt
sitt besta.
Stjórn UMFB var þannig skipuð: Bjarni S.
Pétursson, formaður, Rúnar A. Pétursson, gjaldkeri, Garðar S. Óskarsson,
ritari, Hilmar L. Óskarsson og Emil J. Þorsteinsson meðstjórnendur.
Bjarni S. Pétursson, formaður.
JÚDÓFÉLAGIÐ PARDUS.
Starfsárið var viðburðaríkt. Æfingar hjá félaginu voru tvisvar í
viku eins og fyrri ár. Hefur Þeyr Guðmundsson haft yfirumsjón
með þeim með hjálp frá eldri iðkendum. Haukur Garðarsson
hefur séð um gráðanir og afleysingar við þjálfun.
Norðurlandsmót var haldið í byrjun desember. Keppendur voru færri en
ár ið áður og má kannski rekja það til tímasetningar mótsins. Árangurinn á
Norðurlandsmótinu var góður og stóðu keppendur Pardus sig með prýði.
Félagar hafa farið í heimsóknir á Sauðárkrók til Júdódeildar Tindastóls,
einnig hafa iðkendur hjá Tindastól og Selfossi komið í heimsókn.
Iðkendur Júdófélagsins Pardusar lögðu land undir fót ásamt iðkendum frá
Júdódeild Tindastóls og Ármanni í Reykjavík og tóku þátt í æfingabúðum í
júdó í Stokkhólmi 9. til 12. ágúst. Æfingabúðirnar voru haldnar í sumarbúðum
júdófélagsins IK Södra Judo í suðurhluta Stokkhólms. Auk Íslendinganna og
Hugrún Lilja Pétursdóttir tekur við
verðlaunum í stafsetningu á
Unglingalandsmóti í Þorlákshöfn.