Húnavaka - 01.01.2019, Page 214
H Ú N A V A K A 212
HÚNAVATNSHREPPUR.
Rekstrarumhverfi.
Samkvæmt uppgjöri sveitarsjóðs vegna ársins 2018 er ljóst að rekst-
ur sveitarfélagsins hefur gengið með ágætum á árinu. Tekjur eru
umfram áætlun og með aðhaldi í rekstri hefur tekist að halda
rekstrarkostnaði niðri.
Samkvæmt heimildum frá Hagstofu Íslands voru 384 íbúar í Húnavatnshreppi
þann 1. janúar 2018 en 372 þann 1. janúar 2019.
Sveitarstjórnarkosningar.
Í Húnavatnshreppi komu fram þrír framboðslistar. A-listi framtíðar, E-listi,
nýtt afl og N-listi. Á kjörskrá voru 303. Greidd atkvæði voru samtals 272 eða
89,8%. Úrslit voru sem hér segir:
A-listi hlaut samtals 111 atkvæði og 3 menn kjörna, (um 41% atkvæða).
E-listi hlaut samtals 90 atkvæði og 2 menn kjörna, (um 33% atkvæða).
N-listi hlaut samtals 67 atkvæði og 2 menn kjörna, (um 25% atkvæða).
Auð- og ógild atkvæði voru fjögur.
Af A-lista hlutu kosningu:
Jón Gíslason, Stóra-Búrfelli, Berglind Hlín Baldursdóttir, Miðhúsum og Jóhanna
Magnúsdóttir, Ártúnum.
Af E-lista hlutu kosningu:
Þóra Sverrisdóttir, Stóru-Giljá og Jón Árni Magnússon, Steinnesi.
Af N-lista hlutu kosningu:
Ragnhildur Haraldsdóttir, Stóradal og Sverrir Þór Sverrisson, Auðkúlu 3.
Nýkjörin sveitarstjórn kom saman til fyrsta fundar miðvikudaginn 10. júní.
Jón Gíslason var kjörinn oddviti til eins árs og Ragnhildur Haraldsdóttir
varaoddviti til eins árs. Á sama fundi var Einar Kristján Jónsson endurráðinn
sem sveitarstjóri.
Fræðslumál.
Eins og hjá flestum sveitarfélögum þá eru fræðslu- og uppeldismál langstærsti
málaflokkur í rekstri Húnavatnshrepps og fara um 215,5 milljónir kr. eða um
66% af skatttekjum og framlögum Jöfnunarsjóðs til reksturs þessa málaflokks.
Sé skólaakstur tekinn út úr kostnaðartölum vegna málaflokksins þá er kostn-
aður við hann rétt um 58%.
Í upphafi skólaárs 2018 til 2019 voru 37 nemendur í grunnskólanum og 13
nemendur í leikskóla.
Tónlistarskóli A-Hún.
Húnavatnshreppur fer með daglegan rekstur Byggðasamlags um Tónlistarskóla
Austur-Húnvetninga. Rekstur skólans er fjármagnaður með framlögum aðild-
arsveitarfélaga, sem skiptist eftir fjölda nemenda og íbúafjölda sveitarfélag-
anna og með skólagjöldum nemenda.
Framlög sveitarfélaganna til reksturs skólans voru rúmar 55 milljónir kr. á