Húnavaka - 01.01.2019, Page 215
H Ú N A V A K A 213
árinu 2018, þar af um 18 milljónir kr. vegna uppgjörs á skuld skólans við Brú
lífeyrissjóð.
Sumarvinna ungmenna.
Samstarfssamningur Blöndustöðvar Landsvirkjunar og Húnavatnshrepps um
sumarvinnu ungmenna í sveitarfélaginu var framlengdur á árinu. Húna-
vatnshreppur tekur þátt í kostnaði Blöndustöðvar vegna starfa í sumarvinnu
gegn ákveðnu vinnuframlagi ungmenna í allt að 123 dagsverk. Ungmennin
unnu undir stjórn verkstjóra vinnuskóla sveitarfélagsins, Sigurvalda Sigurjóns-
sonar, við hreinsun á umhverfi, viðhaldi fjárrétta, málningarvinnu, grasslátt,
umhirðu opinna svæða ofl. Kostnaður sveitarfélagsins vegna sumarvinnu var
rúmar 6,4 milljónir kr.
Framkvæmdir.
Á árinu var haldið áfram með viðhaldsframkvæmdir á vegum sveitarfélagsins.
Ráðist var í talsverðar viðgerðir á gluggum á skólahúsnæði Húnavallaskóla.
Lokið var við endurbætur á Steinholti, íbúð á 3. hæð í turni endurnýjuð og
hundahús löguð. Haldið var áfram með viðhald á Húnaveri en sveitarfélagið
hefur lagt um 24 milljónir á þrem árum í viðhald þar. Haldið var áfram að
gera við safnréttir, meðal annars var klárað að endurnýja Sveinsstaðarétt.
Hafist var handa við framkvæmdir við Þrístapa vegna uppbyggingar ferða-
þjónustu. Rétt er að geta þess að sveitarfélagið fékk 57 milljónir í styrk frá
Fram kvæmdasjóði ferðamannastaða til uppbyggingar við Þrístapa.
Lagning ljósleiðara.
Haldið var áfram með lagningu ljósleiðara um Húnavatnshrepp sem hófst að
fullum krafti í ársbyrjun 2016. Í lok árs 2018 eru framkvæmdum að mestu
lokið. Helstu verktakar að framkvæmdinni hafa verið Lás ehf. sem séð hefur
um stærstan hluta plæginga og Tengill ehf. sem sér um tengivinnu.
Fjallvegir.
Lagfærðir voru vegaslóðar á Grímstunguheiði. Skipt var um ræsi og annað
sem til þurfti á öðrum stöðum. Vegur á Haukagilsheiði var lagfærður. Styrk-
vegasjóður Vegagerðarinnar styrkti þetta verkefni um 1,8 milljónir kr. á árinu
2018. Vegur að Álkuskála var teiknaður upp og reiknað er með að farið verði
í færslu á honum á næstu árum.
Annað.
Sorphirðudagar voru 21. Endurvinnslutunnur eru á öllum lögbýlum sveitar-
félagsins. Jafnframt er endurvinnslugámur staðsettur við Húnavallaskóla.
Gáma svæði sveitarfélagsins eru þrjú: við Aralæk, Dalsmynni og Húnaver.
Flokkun frá heimilum er mjög góð. Endurvinnsluefni var 19.480 kg og rúllu-
plast 76.220 kg. Pressanlegt sorp var 93.970 kg.
Einar Kristján Jónsson, sveitarstjóri.