Húnavaka - 01.01.2019, Blaðsíða 217
H Ú N A V A K A 215
í vefsýningu Sarps undir yfir-
skriftinni „Æskan á milli stríðs-
árunum“ (1918-1939).
Heimsóknir nema á öllum
skóla stigum, ýmiss konar rann-
sóknarvinna, styrkjandi, for-
varsla, vinna við skráningu og
ljósmyndun á munum safnsins
fyrir gagnagrunn Sarps, skrán-
ingarkerfis safna, ásamt sam-
starfi við Þekkingarsetrið og
Textílsetrið, eru fastir liðir í
starfsemi safnsins.
Greinar um Heimilisiðnaðar-
safnið og sýningar þess birtast á
hverju ári í dagblöðum, tíma-
ritum, íslenskum sem erlendum,
sem og í sjónvarpsmiðlum. Safnið stendur gjarnan með fullt hús stiga hjá Trip
Advisor.
Heimilisiðnaðarsafnið er stolt samfélagsins og eina sinnar tegundar á
Íslandi og varðveitir fyrst og fremst menningararf kvenna. Sumarsýningarnar
hafa skapað samstarf, útvíkkað og tengt safnið við sköpun listar og handverks
í samstarfi við listafólk og hönnuði. Það er á ábyrgð okkar sem byggjum
Húnaþing að halda utan um þetta sérstæða safn sem hefur undanfarin ár
fengið margskonar viðurkenningar. Ástæða er til að vitna í orð Aðalsteins
Ingólfssonar, listfræðings, í sýningarskrá síðustu sumarsýningar. „Aðstand-
endum þessarar sýningar var það fagnaðarefni þegar eitt fallegasta safn á
landinu, Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi, samþykkti að taka verk Louise
Harris til sýningar á þessu ári.“
Elín S. Sigurðardóttir.
STARFSEMI Í KVENNASKÓLANUM – TEXTÍLMIÐSTÖÐ ÍSLANDS,
ÞEKKINGARSETUR – VATNSDÆLA Á REFLI.
Á undanförnum árum hefur verið lagður góður jarðvegur á vegum Þekk-
ingarsetursins á Blönduósi og Textílseturs Íslands til þess að byggja upp öfluga
starfsemi á sviði textíls til framtíðar á Kvennaskólasvæðinu. Elsa Arnardóttir,
textílhönnuður og MA í listkennslu, var í maí ráðin forstöðumaður Þekk-
ingarsetursins á Blönduósi og vann hún ásamt starfsfólki og stjórnum mark-
visst að samþættingu stofnana á árinu til að tryggja betri nýtingu á fjármagni
og starfsfólki.
Samhliða var unnið að áframhaldandi uppbyggingu Textíl lista mið-
stöðvarinnar, sem verður sífellt þekktari á alþjóðavísu. Aðsókn listamanna
hefur verið vaxandi en 54 listamenn og 25 nemendur dvöldu í Kvenna-
skólanum á árinu og gistimánuðum hefur fjölgað töluvert. Lista-menn hafa
aðgengi að Ullarþvottastöð Ístex á Blönduósi og heimsækja Heim ilisiðn-
Upplestur á aðventu, frá vinstri: Sigurjón
Guðmundsson, Sigurður H. Pétursson, Elín
Sigurðardóttir, safnstjóri og Jón B. Björnsson.
Ljósm.: Jóhannes Torfason.