Húnavaka - 01.01.2019, Page 219
H Ú N A V A K A 217
samstarfi við Ný sköp un-
armiðstöð Ís lands. Með al
þeirra sem fluttu erindi
á mál þinginu voru Ana-
stasia Pistofidou, stofn-
andi Fab Textiles
Re search Lab í Barce-
lona, Katrín Káradóttir,
fagstjóri í fatahönnun
við Lista háskóla Íslands
og Ragn heiður Björk
Þórsdóttir, textíllista-
maður og sér fræð ingur
Textílmiðstöðvarinnar.
Textílmiðstöð Íslands
- Þekkingarsetur á Blönduósi er nú orðið að veruleika og opnuð hefur verið ný
heimasíða, www.textilmidstod.is.
Textíllinn í sinni fjölbreytilegu mynd er eitt af fjöreggjum okkar Húnvetn-
inga og starfsfólk Kvennaskólans lætur sitt ekki eftir liggja að nýta hvert
tækifæri til að efla starfsemina. Til að það takist þurfum við liðsinni sem flestra
og vonumst því eftir góðu samstarfi.
Elsa, Katharina og Jóhanna.
VINIR KVENNASKÓLANS.
Starf Vina Kvennaskólans var með hefðbundnu sniði. Aðalfundur var haldinn
13. september. Iðunn Vignisdóttir var með erindi og sagði frá meistaraverkefni
sínu við Háskóla Íslands sem fjallar um undir búning þess að skrifa sögu
Kvennaskólans á Blönduósi. Verkefnið hennar heitir „Dætur mínar skulu allar
fá að læra að skrifa“ og fræddi Iðunn fund argesti meðal annars um tilurð skól-
ans, gaf þeim innsýn í lífs hlaup kennslu-
kvenna og sagði skemmti sögur frá skólavist
náms meyja.
Auk þess sem saga Kvenna skólans mun
innihalda hefð bundnar upp lýsingar, eins
og aðdraganda að stofnun skólans, kennslu-
fyrir komu lag, húsakost og fleira þá verður
einnig fjall að um líf námsmeyja í skólan-
um sem innihélt, ásamt námi þeirra,
fjölbreytt félagslíf með leikfélagi, mál -
funda félagi, böllum og ýmsu öðru áhuga-
verðu.
Skipt var um muni í glerskáp í minjastofu
eins og gert hefur verið á hverju vori og
Minjastofur Vina Kvennaskólans voru
opnar á virkum dögum um sumarið í
Nordic fish workshop: Katrín Káradóttir, fagstjóri LHÍ.
Ljósm.: Nathalie Matric.
Áhugasamar konur á aðalfundi Vina
Kvennaskólans. Aðalbjörg Ingvarsdóttir,
Ástdís Guðmundsdóttir og Stefanía
Garðarsdóttir.