Húnavaka - 01.01.2019, Page 222
H Ú N A V A K A 220
Heimsóknir, símhringingar og tölvupóstar hafa verið um 526 á þessu ári,
þar af hafa 104 komið á safnið. Reynt hefur verið eftir fremsta megni að verða
við öllum fyrirspurnum, bæði í formi símhringinga og tölvupósta.
Að þessu sinni hafa 45 aðilar afhent gögn til safnsins, og þakkar héraðs-
skjala vörður þeim fyrir. Sumir komu tvisvar eða oftar með gögn.
Eftirtaldir færðu safninu skjöl og myndir árið 2017:
Ari H. Einarsson, Blönduósi
Auðunn Sigurðsson, Blönduósi
Ágúst Þór Bragason, Blönduósi
Brynhildur Friðriksdóttir, Reykjavík
Caroline Mendes, Hvammshlíð
Eðvarð Hallgrímsson, Garðabæ
Gerður Hallgrímsdóttir, Blönduósi
Gísli Grímsson, Blönduósi
Guðbjörg G. Kolka, Egilsstöðum
Gunnar Sig. Sigurðsson, Blönduósi
Hallbjörn Kristjánsson, Blönduósi
Hallur Hilmarsson, v/Mjólkursamlag A-Hún, Blönduósi
Herdís Einarsdóttir, Blönduósi
Hrefna Hjálmarsdóttir, Akureyri
Ingibjörg Eysteinsdóttir, Beinakeldu
Jón Gíslason, Stóra-Búrfelli, v/Búnaðarfélag A-Hún.
Kolbrún Zophoníasdóttir, Blönduósi
Kristín Ágústsdóttir, Blönduósi
Lárus Ægir Guðmundsson, v/Umf. Fram, Skagaströnd
Margrét Ingibjörg Kjartansdóttir, Reykjavík
Páll Jóhannesson, Skagaströnd
Rafn Sigurbjörnsson, Örlygsstöðum, v/Skagabyggð
Sigbjörn Jóhannsson, Egilsstöðum
Sigríður Pálsdóttir
Sigríður Ragnarsdóttir, Blönduósi
Sigurjón Guðmundsson, Blönduósi
Skarphéðinn Ragnarsson v/Fjölritunarstofan Grettir, Blönduósi
Vera Ósk Valgarðsdóttir, v/Höfðaskóli Skagaströnd
Svala Runólfsdóttir.
HÉRAÐSSKJALASAFN A-HÚN 2018.
Á árinu urðu þær nýjungar að veruleika að á vormánuðum var samþykkt að
stækka geymslurými safnsins og kaupa í það skjalaskápa til að anna eftir spurn
um geymslupláss fyrir afhendingar þær sem safninu berast. Trésmíða-
verkstæðið Stígandi sá um stækkunina. Skáparnir voru keyptir af Ísold ehf. í
Reykjavík, alls fjórtán skápaeiningar og er þá geymsluplássið helmingi meira
en það var áður.
Mikið hefur verið keypt af öskjum til safnsins eða fyrir ca. 300.000 þúsund,
mun það duga ágætlega fram á næsta ár. Einnig voru keypt sýrufrí umslög fyrir
ljósmyndir þær sem berast jafnt og þétt yfir árið.
Nýja stjórn safnsins skipa: Valdimar O. Hermannsson, Blönduósi, fram-