Húnavaka - 01.01.2019, Page 224
H Ú N A V A K A 222
Á heilsugæslunni er veitt almenn læknis- og hjúkrunarþjónusta. Starfsemi
heilsugæslunnar er alltaf að styrkjast. Búið er efla hjúkrunarþjónustu og koma
á fót sykursýkismóttöku sem hjúkrunarfræðingar sinna með stuðningi lækna.
Háls-, nef- og eyrnalæknir er með reglulega móttöku, sem og augnlæknir. Nær-
ingarráðgjafi kemur og Heyrnar- og talmeinastöðin veitir þjónustu tengda
heyrn og heyrnartækjum. Sálfræðingur er með reglubundna móttöku á
Blönduósi.
Rekstur stofnunarinnar hefur gengið nokkuð vel. Fjöldi stöðugilda er svip-
aður á milli ára og hlutfall starfsstétta svipað þó vissulega finnum við fyrir
skorti á hjúkrunarfræðingum eins og aðrar heilbrigðisstofnanir. Stöðugt er
unnið að viðhaldi húsnæðis og tækja. Samt er það nú þannig að stuðningur
fyrirtækja, félagasamtaka og einstaklinga er mikilvægur fyrir svona stofnun.
Hollvinasamtök HSN á Blönduósi hafa farið þar fremst í flokki og má þar m.a.
nefna að í janúar afhentu þau HSN fullbúna og glæsilega aðstandendaíbúð.
Heilbrigðisstofnun Norðurlands er framsækin stofnun sem leggur áherslu á
að vera í fararbroddi heilbrigðisþjónustu og heilbrigðismenntunar í dreifbýli.
Hingað koma nemar úr ýmsum heilbrigðisstéttum, bæði íslenskir og erlendir.
Sérstakur samningur hefur verið gerður við Háskólann á Akureyri um mót-
töku hjúkrunar- og iðjuþjálfanema. Læknanemar koma einnig reglulega, sem
og sjúkraliðanemar.
Gildi Heilbrigðisstofnunar Norðurlands eru fagmennska, samvinna og
virð ing.
Ásdís H. Arinbjarnardóttir, yfirhjúkrunarfræðingur, með staðarumsjón á Blönduósi.
KRABBAMEINSFÉLAG AUSTUR-HÚNVETNINGA 50 ÁRA, 2018.
Þegar rekja skal í stuttu máli sögu félags í fimmtíu ár verður ekki komist hjá
því að stikla á stóru.
Á þrjátíu ára afmæli félagsins birtist í Húnavöku 1999 ítarleg grein eftir Sig-
urstein Guðmundsson lækni um upphafið, feril félagsins og áherslumál þeirra
ára. Sigursteinn segir svo frá að konur í Sambandi austur-húnvetnskra kvenna
hafi komið að máli við sig um þörf á slíku félagi í héraðinu en víða á lands-
byggðinni voru eins félög að hefja starfsemi sína. Hvatning kom frá kvenfélags-
konunum í formi þess að félagið komi að rekstri leitarstöðvar í sambandi við
leit að krabbameini í leghálsi kvenna.
Félagið var stofnað 2. nóvember 1968 í Félagsheimilinu á Blönduósi. Þar
mættu um 120 manns og skráðu sig 95 aðilar í félagið á fundinum. Þeir sem
skráðu sig í félagið fyrir áramót urðu stofnfélagar og reyndust alls 298 sem
sýndi mikinn áhuga fyrir þessu nýja félagi.
Fyrstu stjórnina skipuðu Elísabet Sigurgeirsdóttir, Jón Ísberg, Einar Þor-
láksson, Eyrún Gísladóttir og fyrsti formaðurinn var Sigursteinn Guðmundsson
læknir. Hófst leitarstarfið annað hvert ár 1969 á Héraðshælinu og í læknis-
bústaðnum á Skagaströnd. Síðar var brjóstaskoðunum bætt við. Síðasta leitar-
starfið í þessu formi fór fram á vegum félagsins 1981 en samkvæmt
heil brigðis lögum færðist leitarstarfið yfir á heilsugæslustöðina í samvinnu við
Krabba meinsfélag Íslands.