Húnavaka - 01.01.2019, Page 227
H Ú N A V A K A 225
félaga. Sala á minningarkortum félagsins fer fram í Lyfju á Blönduósi og á
Skagaströnd. Hægt er að panta minningarkort á heimasíðu KÍ í nafni félagsins
á vefnum krabb.is www.krabb.is/austurhunavatnssysla er slóð félagsins á vefn-
um.
Stjórnina skipa nú: Sveinfríður Sigurpálsdóttir, formaður, Jökulrós Gríms-
dóttir, gjaldkeri, Kristín Rós Sigurðardóttir, ritari, Margrét Einarsdóttir, með-
stjórnandi og Viktoría B. Erlendsdóttir, meðstjórnandi.
Sveinfríður Sigurpálsdóttir.
SÝSLUMAÐURINN Á BLÖNDUÓSI.
Almennt.
Eins og kunnugt er voru gerðar miklar skipulagsbreytingar um áramótin
2014/2015 þar sem lögreglan var aðskilin frá sýslumannsembættum landsins,
embættum fækkað og þau stækkuð með það að markmiði að efla þau og
styrkja. Þessi breyting hefur reynst fjárhagslega þungbær sýslu manns embættinu
á Norðurlandi vestra svo og öðrum embættum sýslumanna sökum vanáætlaðra
fjárveitinga til reksturs þeirra. Þessa stundina er enn verið að leita lausna við
að koma fjármálum þeirra í viðunandi ástand.
Regluleg starfsemi embættisins.
Embættið annast öll hefðbundin verkefni sýslumanna, t.d. fjölskyldumál,
fullnustumál, meðferð dánarbúa, lögráðamál, þinglýsingar, ýmis leyfi og
löggildingar, kosningar utan kjörfundar, svo og innheimtu ríkissjóðsgjalda en
undir það verkefni falla ýmsir skattar og skyldur. Starfsmenn sýslumanns-
embættisins voru samtals 24. Á aðalskrifstofunni á Blönduósi störfuðu 19
manns en á sýsluskrifstofunni á Sauðárkróki 5 starfsmenn.
Innheimtumiðstöð / IMST.
Embættið hefur frá árinu 2006 annast rekstur innheimtumiðstöðvar / IMST,
sem fæst við ýmis innheimtuverkefni á landsvísu, m.a. fyrir Fjármálaeftirlitið,
Tryggingastofnun, Vinnumálastofnun, Vinnueftirlit ríkisins, Matvælastofnun
og Persónuvernd. Á árinu bættist við enn eitt verkefni sem er innheimta
stjórnvaldssekta sem sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu leggur á þá sem
reka heimagistingu án skráningar. Innheimtuárangurinn í þessum mála-
flokkum hefur undanfarin ár numið rúmlega 3 milljörðum á ári.
Sjóðir og sjálfseignarstofnanir.
Embættið annast framkvæmd laga um sjóði og sjálfseignarstofnanir sem starfa
skv. staðfestri skipulagsskrá á landsvísu. Það felur í sér að staðfesta nýjar skipu-
lagsskrár, samþykkja breytingar og niðurlagningar starfandi sjálfseignarstofn-
ana og samþykkja sölur og veðsetningar fasteigna í eigu slíkra stofnana. Á
sjóðaskrá embættisins eru rúmlega 700 sjóðir og sjálfseignastofnanir. Elsti virki
sjóðurinn er Reynislegat sem staðfestur var af konungi árið 1662.