Húnavaka - 01.01.2019, Page 231
H Ú N A V A K A 229
boðið upp á léttar veitingar að hætti kvenfélagskvenna, happdrætti, söngatriði
hjónadúetts Hugrúnar og Jonna, Siggu og Dóra og erindi Magnúsar Ólafs-
sonar um aftökur á Þrístöpum og atburði tengda þeim. Leitað var til fjölmargra
aðila heima í héraði til styrktar samkomunni en allur ágóði hennar rennur til
Hollvinasamtaka HSN á Blönduósi til kaupa á baðlyftu. Það var frábært að
vinna að þessu með öllum kvenfélagskonunum ásamt því að finna hvað
samfélagið allt var velviljað og lagði sitt af mörkum til verkefnisins.
Þóra Sverrisdóttir.
KVENFÉLAG BÓLSTAÐARHLÍÐARHREPPS.
Félagsstarf var með nokkuð hefðbundnu sniði. Haldin voru sjö
heimboð þar sem félagskonur skiptust á að bjóða heim. Þann 26.
janúar fóru félagskonur ásamt mökum til Reykjavíkur í Borgar-
leikhúsið til að sjá sýninguna Ellý. Frábær sýning sem allir höfðu gaman af.
Kvenfélagið Eining bauð svo kvenfélögunum í sýslunni heim 25. apríl.
Aðalfundurinn var haldinn í lok apríl. Stjórn félagsins skipa Ingibjörg
Sigurðardóttir formaður, Herdís Jakobsdóttir gjaldkeri og Sesselja Sturlu dóttir
ritari.
Um miðjan júní voru keypt
sumarblóm í ker og farið með á
HSN á Blönduósi svo vist menn
og gestir þeirra gætu not ið yfir
sumarið. Í júlí fóru félagskonur
ásamt fjölskyldum í bíó á Akur-
eyri til að sjá nýju Abba myndina.
Um miðjan nóvember hafði
blaðamaður Feykis samband til
að vita hvort félagið gæti tekið
að sér uppskriftaþáttinn í jóla-
blaðinu með mjög stuttum fyrir -
vara. Eftir smá umhugsun var
það að sjálfsögðu samþykkt.
Hald inn var einn undirbúningsfundur en síðan komið saman í Hólabæ með
þá rétti sem búnir höfðu verið til. Blaðamaður myndaði þetta allt og svo var
veitinganna neytt á eftir.
Fjáröflunar- og skemmtikvöld SAHK var 29. nóvember og í hlut félags-
kvenna kom að gera brauðsnittur, ásamt kvenfélagi Svínavatnshrepps. Einnig
skiptu kvenfélögin innan SAHK með sér vinnunni á kvöldinu sjálfu. Félagið
hvatti sínar konur til að fara, keypti aðgöngumiða fyrir þær sem mættu og
styrkti þannig hollvinasamtökin til kaupa á baðlyftunni, sem var tilgangur
fjáröflunarkvöldsins.
Markaðurinn var í Húnaveri 1. desember og í tilefni af afmæli fullveldisins
var boðið uppá fullveldiskaffi. Veðrið setti aðeins strik í reikninginn, ekki komu
allir söluaðilar sem ætluðu að koma lengra að en heimamenn mættu vel.
Félagið var með tombólu og rann ágóði hennar til Jólasjóðs Rauða krossins í
Nokkrar félagskonur: Auður, Linda, Þorbjörg,
Sigríður, Guðrún Erla, Guðmunda, Ingibjörg og
Fanney.