Húnavaka - 01.01.2019, Blaðsíða 238
H Ú N A V A K A 236
Félagsmenn eru nú 115 og hefur fjölgað um 25 frá árinu 2017. Félagið
stendur nýjum félagsmönnum alltaf opið hvar sem þeir eru í A-Hún. því fleiri,
þeim mun öflugra verður starfið.
Ásgerður Pálsdóttir, formaður.
FÉLAG KÚABÆNDA.
Aðalfundur Félags kúabænda var haldinn 26. febrúar. Stjórn félagsins skipa
eftirtaldir: Brynjólfur Friðriksson á Brandsstöðum, formaður, Linda B. Ævars-
dóttir á Steinnýjarstöðum, varaformaður, Maríanna Gestsdóttir á Hnjúki,
ritari, Ingibjörg Sigurðardóttir á Auðólfsstöðum, gjaldkeri og Ingvar Björnsson
á Hólabaki.
Þann 18. apríl fóru kúabændur í A-Hún. í vel heppnaða og fróðlega
skemmti ferð ásamt kúabændum í V-Hún. Ferðinni var heitið í Eyjafjörð og
fyrsti viðkomustaður var hjá Bústólpa sem bauð í hádegismat. Þaðan var farið
í Svarfaðardalinn þar sem tekið var hús á bændunum á Hóli og Göngustöðum.
Einnig var fjósið á Hóli, rétt norðan Dalvíkur, skoðað og að þessu öllu loknu
var ekið til Siglufjarðar og snæddur kvöldverður í boði Mjólkursamsölunnar.
Lífland sá vel um að engir yrðu þurrbrjósta meðan á ferðalaginu stóð. Leið-
sögumaður í þessari ágætu ferð var Ingvar Björnsson á Hólabaki, sem þekkir
vel til á þessum slóðum.
Haustfundur Landssamtaka kúabænda var haldinn 9. október á Blönduósi
fyrir Húnavatnssýslur. Uppskeruhátíð búgreinafélaganna í A-Hún. og hesta-
mannafélagsins Neista var haldin 17. nóvember á Blönduósi. Skemmtunin fór
að öllu leyti vel fram og veittar voru viðurkenningar fyrir árið 2017.
Alls voru 27 mjólkurinnleggjendur í skýrsluhaldi í A-Hún. árið 2018 og
höfðu þeir 932 árskýr, miðað við 900 árskýr árið á undan.
Meðal nyt per árskú var 6.081 kg, miðað við 6.060 kg árið á undan.
Meðalfita mældist 4,25, miðað við 4,18 árið á undan.
Meðalprótein mældist 3,38, miðað við 3,18 árið á undan.
Afurðahæstu búin voru þessi:
Bær Árskýr Meðalnyt
Brúsastaðir 52 8.461
Steinnýjarstaðir 50 7.577
Hnjúkur 56 7.288
Hólabak 35 7.253
Auðólfsstaðir 49 7.083
Nythæstu kýrnar voru þessar:
Kýr Bú Faðir Ársafurðir Prótein Fita
0756 Krissa Brúsastöðum 06010 Baldi 13.142 3,26 3,97
0391 Hugrún Hnjúki 05043 Birtingur 11.266 3,39 4,05
0290 Svenna Hólabaki 04016 Hjálmar 10.892 3,39 4,37
0758 Jakobína Brúsastöðum 11002 Kunningi 10.804 3,64 3,58
0383 Garðabrúða Hnjúki 04016 Birtingur 10.776 3,30 3,80
Brynjólfur Friðriksson, formaður.