Húnavaka - 01.01.2019, Page 243
H Ú N A V A K A 241
Eftir helgistund í Höskuldsstaðakirkju var
gengið út í elsta hluta kirkjugarðsins og vígði
biskup þar nýtt sögutorg. Inni í því er gamall
rúnalegsteinn sem á er letrað „hér hvílir
Marteinn prestur“ en hann var Þjóðólfsson og
þjónaði á Höskuldsstöðum, d. 1383. Helgi
Sigurðsson frá Ökrum í Blönduhlíð hlóð sögu-
torgið en hönnun þess var í höndum Guð -
mundar Rafns Sigurðssonar, umsjónar manns
kirkjugarða. Björg Bjarnadóttir, for mað ur
sóknarnefndar, á veg og vanda að til komu
sögutorgsins.
Ýmsir tónlistarviðburðir voru haldnir í
Hólaneskirkju. Má þar nefna Kvennakórinn
Sóldísi og nemendur Tónlistarskóla A-Hún.
Þá fluttu Jógvan Hansen og Pálmi Sigur-
hjartarson lög Jóns Sigurðssonar og Ólöf
Sigur sveinsdóttir sellóleikari hélt hádegis-
tónleika í lok ársins ásamt foreldrum sínum,
Sigursveini Magnússyni píanóleikara og
Sigrúnu Valgerði Gests dóttur söng- og sögu-
konu. Einnig hefur Nes lista mið stöð haft afnot
af kirkjunni og haldið tónleika.
Sjómannaguðsþjónustan var með hefð-
bundnu sniði. Að venju var gengið í skrúð-
göngu frá höfninni til kirkju. Sjómannakórinn
flutti kraftmikinn söng við undirleik
hljómsveitar hússins undir stjórn Hugrúnar
Sifjar. Ræðumaður var Jensína Lýðsdóttir og
flutti hún skemmtilega hugleiðingu um líf sjó-
manna barns ins.
Um páska voru hátíðarguðsþjónustur í Hólanes-,
Höskuldsstaða- og Holta staðakirkjum. Á föstudaginn
langa var lágstemmd stund í Hólaneskirkju með lestri
valdra Passíusálma og hljóðfæraleik. Helgistund á
Sæborg var fyrir páska.
Jólahátíðin hófst með aðventukvöldi í Hólaneskirkju.
Börn úr sunnudaga skól anum og TTT- starfi sungu,
fermingarbörn fluttu hugvekju og helgileik. Vera Ósk
Valgarðsdóttir skólastjóri hélt hugljúfa hugleiðingu
um jólin. Þá var haldin helgi stund á Sæborg. Mið-
næturmessa var í Hólaneskirkju og jólamessur í Hofs-
kirkju og Bólstaðarhlíðarkirkju. Þar var sú ný breytni
að jólamessan var á fjórða degi jóla og hélst í hendur
við jólaball í Húna veri.
Í Bergsstaðakirkju. Sr. Bryndís
Valbjarnardóttir, Guðmundur
Valtýsson, Agnes M. Sigurðardóttir
biskup, Sigursteinn Bjarnason og
sr. Magnús Magnússon.
Í Holtastaðakirkju. Pétur Péturs-
son, Kristín Jónsdóttir, sr. Bryndís
Valbjarnardóttir, Agnes M. Sig-
urðar dóttir biskup, Ásgerður Páls-
dóttir og sr. Magnús Magnússon.
Anna Kristjánsdóttir frá
Steinnýjarstöðum færði
Hofskirkju altarisdúk.