Húnavaka - 01.01.2019, Page 253
H Ú N A V A K A 251
ustugolfmótið fór fram á Vatnahverfisgolfvelli. Um morguninn fóru fram
söngprufur í Míkróhúninum, Blönduhlaupið fór fram á vegum USAH og
boðið var upp á veltibíl, laser tag og loftbolta. Hefðbundin hátíðarhöld og
markaður voru svo á Bæjartorginu um miðjan dag á laugardag. Einnig var
boðið uppá orgeltónleika í Blönduósskirkju. Dagurinn endaði eins og áður
með kvöldvöku þar sem Umhverfisverðlaun Blönduósbæjar voru afhent. Að
þessu sinni var Garðabyggð 6 veitt viðurkenning fyrir fallegan og vel hirtan
garð en þar búa Bergþór Gunnarsson og Hrefna Ósk Þórsdóttir. Íslandspósti
var veitt viðurkenning fyrir hreint og snyrtilegt umhverfi á lóð fyrirtækisins að
Hnjúkabyggð 32 og Ingibjörgu Jósefsdóttur í Enni var veitt viðurkenning fyrir
snyrtilegt bændabýli. Sunnudagurinn bauð svo upp á safnaheimsóknir en
söfnin voru opin alla dagana og sérstök dagskrá í gangi í þeim öllum. Þá var
boðið upp á sápurennibraut sem vakti mikla lukku hjá yngri kynslóðinni.
Meðhöndlun úrgangs hefur breyst og er hlutfall endurunnins úrgangs
vaxandi. Úrgangur sem meðhöndlaður var á vegum Blönduósbæjar á árinu
2018 var um 460 tonn. Af því fóru í urðun 79% eða 365 tonn en á síðasta ári
fór 351 tonn í urðun í Stekkjarvík. Endurvinnsla úrgangs var um 21% eða 95
tonn. Helstu endurvinnsluflokkar eru endurvinnsluefni, 28 tonn en það er það
sem kemur úr pappírstunnum af heimilum og á gámasvæðið, brotamálmar,
3,4 tonn, bylgjupappi, 21 tonn, heyrúlluplast, 6 tonn og dagblöð, 0,4 tonn. Þá
voru trjágreinar og gras ekki viktuð. Rekstur gámasvæðisins gekk vel en tekið
er á móti öllum sem koma með úrgang og þeim leiðbeint um flokkun til að
draga úr urðun.
Gert var nýtt deiliskipulag af gagnaverssvæði við Svínvetningabraut og í
fram haldi af því var lóð svo úthlutað til Borealis Data Center. Tekin var
skóflustunga að nýju gagnaveri 23. maí og hófust framkvæmdir í kjölfar þess.
Í fyrstu var farið af stað með tvö hús en í lok sumars var tekin ákvöðun um
byggingu fimm húsa til viðbótar ásamt tengigangi og var þá heildarbygg-
ingarmagn orðið um 4.400 m². Þá sótti Landsnet um lóð fyrir tengivirki og
grafin var jarðstrengur frá Laxárvatni inn á svæðið í lok ársins. Í þessum
áfanga er gert ráð fyrir að nýta á milli 30-40 MW en hægt er að stækka svæðið
enn frekar. Framkvæmdin hefur haft jákvæð áhrif á allt samfélagið og hefur
verið úthlutað byggingarlóðum til bygginga íbúða og atvinnuhúsnæðis. Í lok
ársins voru hafnar framkvæmdir við tvö einbýlishús við Sunnubraut, eitt
iðnaðarhús við Ennisbraut og við Húnabæ.
Lokið var við gerð verndarsvæðis í byggð og samþykkti skipulags-, um-
hverfis- og umferðarnefnd tillögu að Verndarsvæði í byggð – gamli bærinn og
Klifa mýri á Blönduósi og mælti með því við sveitarstjórn að afgreiða tillöguna
til staðfestingar ráðherra. Sveitarstjórn staðfesti svo afgreiðslu nefndarinnar á
fundi sínum þann 7. júní. Teiknistofa TGJ vann að verkefninu og var ráðist í
mikla vinnu við að afla upplýsinga um byggðina og þróun hennar frá því
byggð hófst á Blönduósi árið 1875. Verkefnið bíður staðfestingar ráðherra.
Ágúst Þór Bragason.