Húnavaka - 01.01.2019, Page 264
H Ú N A V A K A 262
og allt plast er hreinsað og skráð
eftir sér stakri forskrift. Hér varð
fyrir valinu fjara sem er í grennd
við Víkur á Skaga. Var hún heim-
sótt í þessum tilgangi tvívegis í
sumar og haust.
Árið 2016 hófst verkefni sem
miðaði að því að koma upp frum-
kvöðlamiðstöð í tengslum við
rannsóknastofu BioPol ehf. á
Skaga strönd. Framkvæmdir hóf-
ust um miðjan nóvember 2016 og
lauk í september 2017. Stjórn
félagsins valdi að kalla aðstöðuna
Vörusmiðju Biopol. Vörusmiðjan hefur öll tilskilin leyfi til matvælavinnslu og
er búin fjölbreyttu úrvali matvinnslutækja og áhalda, m.a. reykofni, gufuofni,
iðnaðareldavél, veltipönnu, hrærivél, hakkavél, pulsusprautu, farsvél,
kjötblandara og öflugri vacumpökkunarvél. Frá því að Vörusmiðjan tók til
starfa í september 2017 hafa frumkvöðlar og smáframleiðendur nýtt rýmið til
fjölbreyttrar framleiðslu. Helstu framleiðsluvörur hafa verið geita-, lamba- og
ærkjöt, heitreykt bleikja, heitreyktur makríll, heitreykt gæs, reyktur rauðmagi
og fiskibollur. Einnig hefur rýmið verið nýtt til námskeiðahalds og á
vormánuðum útskrifuðust frá Farskóla Norðurlands vestra 18 aðilar sem sátu
námskeið fyrir bændur sem vilja selja beint frá býli. Öll verkleg kennsla fór
fram í Vörusmiðjunni. Farskólinn hefur nú sett af stað annað námskeið sem
er vel sótt. Einnig hafa verið haldin á vegum skólans margs konar námskeið í
matvælavinnslu sérstaklega miðuð að smáframleiðendum.
Umtalsverð vakning er á svæðinu hvað varðar heimavinnslu matvæla og
hefur sá áhugi skilað sér til Vörusmiðjunnar. Mestur áhugi hefur þó verið á
haustmánuðum en frá því um miðjan september 2018 var Vörusmiðjan
nánast fullnýtt fram að jólum alla virka daga og einnig sumar helgar. Mest er
um að ræða bændur úr Skagafirði og Húnavatnssýslum sem sjá tækifæri í að
auka verðmæti afurða sinna.
Halldór Gunnar Ólafsson, framkvæmdastjóri.
SVEITARFÉLAGIÐ SKAGASTRÖND.
Rekstur sveitarfélagsins var að mestu með hefðbundnum hætti á
árinu. Sveitarstjórn hélt 20 bókaða fundi. Sveitarstjórnarkosning-
ar voru haldnar 26. maí og ný sveitarstjórn kosin. Í framboði voru
tveir listar; Ð-listi - Við öll og H-listi - Skagastrandarlistinn. Á kjörskrá voru
342 og alls greiddu 274 atkvæði. Gild atkvæði voru 266 og auð atkvæði 8.
Ð-listinn hlaut 104 atkvæði og 2 menn kjörna og H-listinn fékk 162 atkvæði
og 3 menn kjörna.
Stefán Jósefsson með vænan þorsk.
Ljósm.: Árni Geir.