Húnavaka - 01.01.2019, Page 279
H Ú N A V A K A 277
Hæst dæmda 5 vetra hryssan var Krækja frá Sauðanesi með 7,89 í aðal-
einkunn, ræktendur hennar eru Ingibjörg Guðmundsdóttir og Páll Þórðarson,
Sauðanesi. Hún er undan Krók frá Ytra-Dalsgerði og Slæðu frá Sauðanesi.
Hæst dæmda 6 vetra hryssan var Kúnst frá Steinnesi með 8,23 í aðal-
einkunn, ræktuð af Magnúsi Jósefssyni, Steinnesi. Hún er undan Spuna frá
Vesturkoti og Kylju frá Steinnesi.
Í flokki hryssna 7 vetra og eldri stóð Þyrnirós frá Skagaströnd efst með 8,36
í aðaleinkunn. Hún er undan Frakk frá Langholti og Sunnu frá Akranesi,
ræktuð af Sveini Inga Grímssyni.
Hæst dæmdi 4 vetra stóðhestur úr sýslunni var Korpur frá Steinnesi með
8,23 í aðaleinkunn, ræktaður af Magnúsi Jósefssyni og Eylíf slf.
Hæst dæmdi 5 vetra stóðhesturinn var Kleó frá Hofi með 8,27 í aðaleinkunn,
ræktaður af Jóni Gíslasyni og Eline Manon Schrijver.
Hæst dæmdi 6 vetra stóðhestur úr sýslunni var Mugison frá Hæli með 8,55
í aðaleinkunn, ræktandi hans er Jón Kristófer Sigmarsson. Var Mugison jafn-
framt hæst dæmda kynbótahrossið í sýslunni og hlaut Jón Kristófer því Fengs-
bikarinn sem gefinn er í minningu Guðmundar Sigfússonar frá Eiríksstöðum.
Af 7 vetra stóðhestum var Vegur frá Kagaðarhóli efstur með 8,53 í aðal-
einkunn, ræktendur hans eru Guðrún J. Stefánsdóttir og Víkingur Þór Gunn-
arsson.
F.h. Búnaðarsambands Húnaþings og Stranda,
Anna Margrét Jónsdóttir.
FRÁ BLÖNDUSKÓLA.
Veturinn 2017-2018 stunduðu 127 nemendur nám við Blönduskóla
en haustið 2018 hófu 136 nemendur nám og heldur því fjölgun nemanda við
skólann áfram eins og undanfarin ár. Nokkrar breytingar urðu á starfs-
mannahópnum og í dag eru allir kennarar skólans með kennsluréttindi eða
langt komnir í námi til réttinda. Fjöldi starfsmanna er um 30 og er góður
starfandi í skólanum.
Hjólaferð á vordögum. Ljósm.: Berglind Björnsdóttir.