Fréttablaðið - 28.08.2019, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 28.08.2019, Blaðsíða 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —1 9 9 . T Ö L U B L A Ð 1 9 . Á R G A N G U R M I Ð V I K U D A G U R 2 8 . Á G Ú S T 2 0 1 9 Faxafeni 11 • Sími 534 0534 Finndu okkur á Bæjarhátíðarskraut! Vatnsheldar fánalengjur ofl. Sendum samdægurs VÍTAMÍNDAGAR Í NETTÓ! 25% AFSLÁTTUR AF NOW, BIO KULT OG GULA MIÐANUM -25% Lækjargötu var lokað frá Bankastræti að Skólabrú í gær á meðan malbikunarframkvæmdir stóðu yfir. Strætóbiðstöðinni á Lækjartorgi var einnig lokað. Ekki var sett upp skilti með upp- lýsingum og Reykjavíkurborg tilkynnir rekstraraðilum ekki sólarhringslokanir með fyrirvara. Gera má þó ráð fyrir almennri ánægju með að gatan verði í toppstandi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN BARNAVERND Frá því að ellefu ára dóttir Birnu Markúsdóttur greindist með ADHD fyrir fimm árum hefur hún beðið eftir að kerfið veiti stúlk­ unni þá þjónustu sem hún þarfnast nauðsynlega. „Hún þarf mikla þjónustu og sum hegðunin kemur ekki fram í skólan­ um. Við upplifðum og upplifum það sterklega að ekki hafi verið hlustað á okkur fyrr en við hittum sérfræð­ ing í tengslameðferð á BUGL,“ segir Birna sem fann strax að greiningin væri ekki tekin nógu alvarlega til að dóttir hennar fengi viðeigandi aðstoð innan skólans og félagsmála­ kerfisins. Mál stúlkunnar hefur verið inni á borði hjá Reykjavíkurborg þegar fjölskyldan bjó þar, síðar hjá Hafnar­ fjarðarbæ, Þroska­ og hegðunarstöð og nú hjá BUGL. „Kerfið er bæði tyrfið og hægfara. Við erum sífellt send á milli staða, förum á marga fundi og látin bíða þótt við séum algjörlega komin í þrot,“ segir Birna sem að lokum greip til þess örþrifa­ ráðs að tilkynna fjölskylduna sjálf til barnaverndar. „Til að fá aðstoð fyrir dóttur okkar og taka okkur fjöl­ skylduna til meðferðar áður en allt myndi springa.“ Hún bætir við að sex mánuðum eftir að málið barst fjölskyldu­ og skólaþjónustu Hafnarfjarðar hafi starfsmaður þar sent skriflega til­ kynningu til barnaverndar. Birna segir þetta hafa verið gert með sam­ þykki og vilja hennar og fjölskyld­ unnar. „Ef ég hefði vitað að ég gæti sjálf tilkynnt mig til barnaverndar þá hefði ég gert það miklu fyrr, mér var ekki kunnugt um að það væri mögu­ legt. Það er ekki beint það fyrsta sem maður hugsar um sem foreldri. Að tilkynna sig.“ Ástæðurnar sem gefnar eru upp fyrir töfunum eru mannekla, sumarfrí, biðlistar og fleira. Birna er þroskaþjálfi og hefur unnið að réttindamálum fullorðins fólk með fötlun og undrast hve erfitt er að fá hjálp fyrir börn í mikilli vanlíðan. „Ég finn fyrir því að fólk er vilj­ ugt til að hjálpa en kerfið sjálft er vandamálið,“ segir Birna en hún og framkvæmdastjóri Sjónarhóls ræða einnig baráttu foreldra barna með vanda við Fréttablaðið.is í dag. – khg Móðir tilkynnti sig til barnaverndar Móðir ellefu ára stúlku í Hafnarfirði tilkynnti sjálfa sig til barnaverndar, í samráði við skólann sem stúlkan gengur í, eftir að hafa í fimm ár beðið eftir að kerfið tæki á vanda dóttur hennar sem þarf mikla aðstoð og eftirfylgni vegna mikils ADHD og fylgiraskana. FÓTBOLTI Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir áhuga á að innleiða VAR­ kerfið á Íslandi. „Málið er á frumstigi og við erum þessa stundina að meta hvað það myndi kosta að innleiða VAR. Þegar kostnaðurinn liggur fyrir verður farið í það að meta hvort það sé raunhæft fyrir deildarkeppni af stærðargráðu íslensku deildanna að notast við slíka tækni. Það er ekki mögulegt að setja neinn tímaramma um það hve­ nær hægt sé að búast við VAR hérlendis en málið verður skoðað í vetur með það í huga að taka kerf ið upp næsta sumar,“ segir Guðni við Frétta­ blaðið. – hó / sjá síðu 10 KSÍ skoðar VAR-kerfið Ef ég hefði vitað að ég gæti sjálf tilkynnt mig til barnaverndar þá hefði ég gert það miklu fyrr. Birna Markúsdóttir VIÐSKIPTI Algjör viðsnúningur hefur orðið á því hvers konar lána­ vexti heimili landsins sækja í. Frá því að lífskjarasamningurinn var undirritaður í vor hefur hlutfall lána með breytilegum vöxtum numið 79,8 prósentum af nýjum óverðtryggðum lánum íslensku bankanna. Hlutfallið var um 21 pró­ sent síðustu sex mánuðina á undan. Sérfræðingur hjá Arion banka segir að því f leiri heimili sem velja breytilega vexti, þeim mun meiri áhrif hafi vaxtaákvarðanir Seðla­ bankans á heimilisbókhaldið. Seðla­ bankinn sé þannig í betri stöðu til að ýta undir hagvöxt með beitingu stýrivaxta. Þá segir hann að gangur hagkerfisins síðustu misseri geti skýrt þennan viðsnúning að ein­ hverju leyti. – þfh / sjá Markaðinn Velja frekar breytilega vexti 2 8 -0 8 -2 0 1 9 0 5 :1 1 F B 0 4 0 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 A 5 -8 3 3 8 2 3 A 5 -8 1 F C 2 3 A 5 -8 0 C 0 2 3 A 5 -7 F 8 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 0 s _ 2 7 _ 8 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.