Fréttablaðið - 28.08.2019, Blaðsíða 4
Verð á innanlands-
flugi er komið yfir
sársaukaþröskuld venjulegs
fólks og það er ekki lengur
valkostur.
Guðmundur Gunnarsson,
bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar
ÚTILJÓSADAGAR
Rafvörumarkaðurinn við Fellsmúla | Sími: 585 2888
afsláttur af völdum
útiljósum
50%
DÝRAVERND Íslensk stjórnvöld vildu
á þingi CITES í Genf að aðeins ein af
átján hákarlategundum fengi aukna
vernd. Ísland hefur lagt áherslu á að
vandi tegundar á einum stað ætti
ekki að leiða til veiðibanns annars
staðar.
Ásta Sigrún Magnúsdóttir, upp-
lýsingafulltrúi sjávarútvegsráðu-
neytisins, segir að afstaða Íslands
varðandi vernd hákarla hafi tekið
mið af mati sérfræðingahóps Mat-
væla- og landbúnaðarstofnunar
Sameinuðu þjóðanna. Hafi hópur-
inn eingöngu mælt með því að ein
þeirra tegunda sem um ræðir yrði
tekin upp í viðauka II Washington-
sáttmálans um aukna vernd.
„Afstaðan er enn fremur í sam-
ræmi við áherslu íslenskra stjórn-
valda á sjálf bæra nýtingu lifandi
auðlinda hafsins og ábyrga svæðis-
bundna fiskveiðistjórnun,“ segir
Ásta. „Meðal annars hefur verið
lögð áhersla á það á vettvangi
CITES að vandi í tegund á einum
stað leiði ekki til veiðibanns á
sömu tegund þar sem stofninn er
í góðu horfi.“
Að sögn Ástu hafa íslensk stjórn-
völd bent á að fiskveiðistjórnun
sé ekki á valdsviði CITES heldur
beri strandríkjum og viðeigandi
fiskveiðistjórnunarstofnunum að
tryggja nýtingu lifandi auðlinda
hafsins. Ráðuneytin eigi þó í góðu
samráði um þátttöku Íslands á vett-
vangi CITES. – khg
Segja að vandi á einum stað eigi ekki
að leiða til banns annars staðar
MENNTUN Um 550 nýnemar hófu
nám við Menntavísindasvið Háskóla
Íslands í vikunni í kjölfar átaks
stjórnvalda í nýliðun í kennaranámi.
Jukust umsóknir um nám í grunn-
nám í deildinni um 45 prósent í vor.
Umsóknum fjölgaði alls um rúmlega
200 á landinu öllu.
Karlkyns umsækjendum fjölgar
í þeim hópi en um helmingi f leiri
karlar sóttu um grunnskólakenn-
aranám í Háskóla Íslands en í fyrra
og þrefalt fleiri um nám í leikskóla-
kennarafræðum. Þá fjölgaði einnig
umsóknum um nám leiðsagnar-
kennara samkvæmt tilkynningu
frá mennta- og menningarmála-
ráðuneytinu.
Hlut falls lega var aukn ing in mest
hjá Lista há skóla Íslands þar sem um-
sókn um um nám í list kennslu deild
fjölgaði um 170 prósent milli ára. – vá
Mikil fjölgun
í kjölfar átaks
1 Bílar fluttir og Lækjargötu lokað án vitundar eigenda
Faðir sem lagði í Lækjargötu í
morgun greip í tómt þegar hann
var á leiðinni með son sinn í tann-
réttingar.
2 Tel ur að á feng i hafi ver ið bætt í djús sem var til sölu í
Hag kaup Kona sem keypti djús
fyrir son sinn í Hagkaup komst
að því að búið var að koma fyrir
áfengi í safanum.
3 Fregnir af brott hvarfi Jónsa stór lega ýktar Jónsi er ekki að
hætta í Í svörtum fötum. Sveitin er
að fara í dvala.
4 Gátt uð á tón list Auð ar í beinn i: „Hvern ig sam ræm ist
þett a for varn ar starf i?“ Formaður
Samtaka ferðaþjónustunnar er
gáttaður á boðskap í lagi tónlistar-
mannsins Auðar sem hann flutti í
beinni á RÚV á Menningarnótt.
5 Kostir þess að neyta ekki áfengis Nýjustu rannsóknir
benda til þess að jafnvel sé ekkert
magn áfengis öruggt.
Allar nýjustu fréttir og blað
dagsins eru fáanleg á
www.frettabladid.is
SAMGÖNGUMÁL „Þessi þróun er
áhyggjuefni vegna þess að f lugið
er mikilvægur hluti af almennings-
samgöngum og þáttur í tækifærum
allra landsmanna og fyrirtækja
til þess að byggja sig upp,“ segir
Sigurður Ingi Jóhannsson, sam-
göngu- og sveitarstjórnarráðherra,
um stöðuna í innanlandsf lugi.
Tölur frá Isavia sýna að flugfar-
þegum í innanlandskerfinu fækkaði
um tæp 52 þúsund fyrstu sjö mán-
uði ársins miðað við sama tímabil
í fyrra, úr tæplega 457 þúsundum í
tæp 405 þúsund. Hafa þeir ekki verið
færri á þessum tíma árs síðan 2002.
Sigurður Ingi segir að án efa
spili margt inn í þessa þróun. „Við
höfum engu að síður séð hana vera
að gerast. Þess vegna höfum við
verið að setja á laggirnar alls kyns
starfshópa til að greina það betur
því það hefur kannski ekki alveg
legið á borðinu hvað nákvæmlega
er að gerast og hvað nákvæmlega er
til ráða.“
Meðal þeirra þátta sem ráðherr-
ann nefnir sem mögulegar ástæður
fyrir samdrætti í innanlandsf lugi
er efnahagsástandið og til lengri
tíma bætt vegakerfi.
„ Síðan hefur verið talsverð
umræða um að f lugið sé of dýrt.
Við verðum bara að viðurkenna að
kerfið sem við höfum verið að nota
til að styrkja innanlandsf lugið,
niðurgreiða það með einhverjum
hætti, hefur ekki virkað fyrir
neinn. Hvorki fyrir farþega, f lug-
rekendur né f lugvallareigendur.“
Þess vegna sé hin svokallaða
skoska leið til skoðunar. „Sú leið
virðist þar sem hún hefur verið
tekin upp hafa leitt til fjölgunar
farþega, f leiri ferða og lægri far-
gjalda. Þannig hefur stuðningur
við íbúa verið jafnaður þannig að
þeir geti leitað sér eðlilegrar þjón-
ustu til þess staðar sem ríkið hefur
ákveðið að byggja upp þjónustu á.“
Drög að f lugstefnu voru kynnt í
sumar en málið er nú til vinnslu í
ráðuneytinu. Sigurður Ingi segir að
f lugstefnan muni að hluta til birt-
ast í uppfærðri samgönguáætlun
nú í október.
Sigurður Ingi viðurkennir að
klárlega þurfi að spýta í lófana.
„Við erum búin að f ljúga í hundrað
ár en erum að klára fyrstu græn-
bókina og fyrstu f lugstefnuna
núna. Það hefði kannski verið
ágætt að hafa hana fyrir 20 árum,
Farþegar í innanlandsflugi
ekki verið færri frá því 2002
Flugfarþegar í innanlandskerfinu fyrstu sjö mánuði ársins hafa ekki verið færri síðan árið 2002. Sam-
gönguráðherra segir þetta áhyggjuefni og að spýta þurfi í lófana. Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar segir verðið
komið yfir sársaukamörk venjulegs fólks. Svokölluð skosk leið er til skoðunar, segir samgönguráðherra.
Fyrstu sjö mánuði ársins fóru rúmlega 203 þúsund farþegar um Reykjavíkurflugvöll. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
✿ Fjöldi flugfarþega í innanlandskerfinu
900
700
500
400
1.000
800
600
‘19‘17 ‘18‘16‘14‘12‘10 ‘15‘13‘11‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00
n Fyrstu 7 mánuðir ársins n Allt árið
Ísland lagðist gegn aukinni vernd á 17 af 18 tegundum hákarla.
þannig að við hefðum getað unnið
eftir henni síðan þá. En betra er
seint en aldrei.“
G u ð m u n d u r G u n n a r s s o n ,
bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segist
ekki hissa á þessum tölum. „Verð
á innanlandsf lugi er komið yfir
sársaukaþröskuld venjulegs fólks
og það er ekki lengur valkostur.“
Hagsmu nir nir snú ist f y rst
og fremst um nálægð við þá
þjónustu sem Íslendingar hafi
ákveðið að verði að mestu leyti á
höfuðborgarsvæðinu. „Það þarf
að marka einhverja stefnu í því að
gera íbúum alls staðar á landinu
kleift að sækja þessa þjónustu.
Það verður alltaf miklu hagkvæm-
ara að gera það eins og í gegnum
skosku leiðina heldur en að byggja
upp þjónustuna alls staðar.“
Þá gagnrýnir Guðmundur að
í drögum að f lugstefnu sé varla
minnst á innanlandsf lug. „Það er
tvennt hægt að gera. Annaðhvort
að fara með þessa stefnu aftur á
teikniborðið eða, sem er miklu
f ljótlegra, að breyta bara heitinu
í millilandaf lugstefnu. Við eigum
að hafa kjark til að kalla hlutina
réttum nöfnum.“
Hann veltir því upp hvort
ástæðan sé kannski sú að það sé
óþægilegt að tala um innanlands-
f lug. „Það er grafalvarlegt ef það
er skýringin og einmitt enn meiri
ástæða til að tala um það.“
sighvatur@frettabladid.is
Í þús.
2 8 . Á G Ú S T 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
2
8
-0
8
-2
0
1
9
0
5
:1
1
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
A
5
-9
B
E
8
2
3
A
5
-9
A
A
C
2
3
A
5
-9
9
7
0
2
3
A
5
-9
8
3
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
4
0
s
_
2
7
_
8
_
2
0
1
9
C
M
Y
K