Fréttablaðið - 28.08.2019, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 28.08.2019, Blaðsíða 14
Eftirlaunasjóður starfsmanna bandaríska f lug vélafram-leiðandans Boeing er á meðal þrjátíu stærstu hluthafa Arion banka með eignarhlut að jafnvirði tæplega 600 milljóna króna. Þetta má lesa út úr lista yfir alla hluthafa bankans á miðvikudag í síðustu viku, sem Markaðurinn hefur séð, en sjóðurinn er með sem nemur rúmlega 0,4 prósenta hlut í Arion. Þá er eftirlaunasjóður starfs- manna í Los Angeles-borg með um 0,36 prósenta hlut í bankanum. Miðað við núverandi hlutabréfa- verð Arion banka er sá hlutur met- inn á um 500 milljónir króna. Fjárfestingarsjóður í stýringu bandaríska eignastýringarfyrir- tækisins Principal Global Invest- ors, sem er með eignir í stýringu að fjárhæð samtals um 450 millj- arðar Bandaríkjadala, er tuttugasti stærsti hluthafi Arion banka en sjóðurinn á rúmlega 15,2 milljónir hluta í bankanum, jafnvirði um 1.150 milljóna króna. Sá eignar- hlutur skilar sjóðnum ekki á opin- beran lista yfir alla þá hluthafa sem eiga eitt prósent eða meira í bankanum en hlut- u r P r incipa l Global nemur um 0,84 pró- sentum. Sé l it ið y f ir f immtíu stærstu hluthafa Arion banka nemur samanlagður eignarhlutur erlendra f járfesta tæplega 55 p r ó s e nt u m . S t æ r s t u hluthafar bankans eru sem kunnugt er bandarísku vogunarsjóðirnir Taconic Capital með ríf lega 23,5 prósenta hlut og Och-Ziff Capital sem fer fyrir 9,25 prósenta hlut. Aðrir erlendir f járfestingar- sjóðir sem má finna á lista yfir alla hluthafa bankans, með á bilinu um 0,23 til 0,62 prósenta hlut, eru sjóðir í stýringu bandaríska vog- unarsjóðsins 683 Capital Manage- ment, sænska eignastýringar- fyrirtækisins Lannebo, breska vogunarsjóðsins Toscafund Asset Management, sænska bankans SEB og bandaríska fjárfestingarrisans Blackstone. Hlutabréfaverð Arion banka hefur hækkað um tæplega sjö pró- sent frá áramótum. Gengi bréfa bankans stóð í 75,3 krónum á hlut við lokun markaða í gær og er markaðsvirði Arion um 137 milljarðar króna. – hae 7% er hækkun hlutabréfaverðs Arion banka frá áramótum. MARKAÐURINN ÚTGÁFUFÉLAG Torg., Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík, sími 550 5000 Netfang rit stjorn@markadurinn.is | Sími 550 5051 Ritstjóri Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Ábyrgðarmaður Kristín Þorsteinsdóttir Netfang auglýsingadeildar auglys ing ar@frettabladid.is Veffang frettabladid.is Próf í verðbréfaviðskiptum 2019-2020 Prófnefnd verðbréfaviðskipta stendur fyrir prófum í verðbréfaviðskiptum veturinn 2019-2020 sem hér segir: Próf í I. hluta verða haldin 28., 30. október og 4. nóvember 2019, próf í II. hluta 27. og 29. janúar og 5. febrúar 2020 og próf í III. hluta 4., 6., 11. og 13. maí 2020. Um prófin fer samkvæmt reglugerð nr. 633/2003 um próf í verðbréfaviðskiptum, með áorðnum breytingum. Vakin er athygli á að próf í verðbréfaviðskiptum verða ekki haldin nema að a.m.k. 10 manns hafi skráð sig í próf, sbr. 2. gr. reglugerðar nr. 633/2003 um próf í verðbréfaviðskiptum. Sama á við um haustpróf 2020. Öllum er heimilt að skrá sig til verðbréfaviðskiptaprófs. Prófnefnd verðbréfaviðskipta tekur ákvörðun um efni sem prófað er úr og semur prófsefnislýsingu, sbr. 3. gr. reglugerðar nr. 633/2003. Í prófsefnislýsingu greinir jafnframt upplýsingar um leyfileg hjálpargögn í prófum o.fl., en lýsinguna má nálgast á vefsíðu fjármála- og efnahagsráðuneytis, https://www.stjornarradid.is/raduneyti/nefndir/profnefnd-verdbrefavidskipta/. Lengd hvers prófs er allt að 4 klukkustundir. Um undanþágur frá töku prófa fer skv. 4. og 6. gr. reglugerðar nr. 633/2003. Einkunnir í einstökum prófum eru gefnar í heilum og hálfum tölum frá 0 til 10. Til þess að standast verðbréfavið- skiptapróf þarf próftaki að hljóta a.m.k. 7,0 í meðaleinkunn úr þeim prófum sem hann hefur þreytt og skal próftaki hafa lokið öllum nauðsynlegum prófum með fullnægjandi árangri innan þriggja ára frá því að hann tók fyrsta prófið. Próftaki telst ekki hafa staðist einstök próf hljóti hann lægri einkunn en 5,0. Nánari upplýsingar um verðbréfaviðskiptapróf má nálgast á fyrrgreindri vefsíðu prófnefndar. Próftökum verður tilkynnt um nákvæmari tíma- og staðsetningu er nær dregur prófunum, sem þreytt verða í húsakynnum á vegum Opna háskólans í Háskólanum í Reykjavík. Skráning í prófin fer fram á vefsíðu Opna háskólans http://www.ru.is/opnihaskolinn/prof-i-verdbrefamidlun/. Próftakar verða að hafa skráð sig og greitt prófgjald minnst tíu dögum fyrir sérhvert próf. Prófgjald verður auglýst síðar á vefsíðu prófnefndar https://www.stjornarradid.is/raduneyti/nefndir/profnefnd-verdbrefavidskipta/. Reykjavík, 28. ágúst 2019 Prófnefnd verðbréfaviðskipta Eftirlaunasjóður Boeing með hálft prósent í Arion Síðustu mánuði hefur hlut-fall lána á breytilegum óverðtryggðum vöxtum aukist verulega og fastir vextir hafa gefið hratt eftir. Sérfræðingur hjá Arion banka segir að með f leiri lán á breyti- legum vöxtum sé Seðlabankinn í betri stöðu til að ýta undir hagvöxt með beitingu stýrivaxta. „Því f leiri heimili sem velja breytilega vexti umfram fasta vexti, þeim mun meiri áhrif hafa vaxtaákvarðanir Seðlabankans á heimilisbókhaldið. Seðlabankinn er þannig í betri stöðu til að kæla hagkerfið eða ýta undir hagvöxt,“ segir Gunnar Bjarni Viðarsson, sér- fræðingur í greiningardeild Arion banka, í samtali við Markaðinn. Frá því að lífskjarasamningurinn var undirritaður í byrjun apríl og út júlímánuð hafa ný óverðtryggð útlán íslensku viðskiptabankanna numið tæplega 26,6 milljónum króna og þar af voru 21,2 milljarðar á breytilegum vöxtum. Hlutfall breytilegra vaxta nam því 79,8 pró- sentum á tímabilinu. Ef horft er til síðustu sex mánað- anna fyrir lífskjarasamninginn námu útlánin 59,1 milljarði króna og þar af voru 46 milljarðar á föst- um vöxtum, eða um 77,9 prósent af heildinni. Þannig hafa hlutföllin á milli lána á breytilegum og föstum vöxtum snúist við í kringum undir- ritun kjarasamninga í vor. Fastir vextir voru mun vinsælli valkostur framan af vetri eða allt þangað til í febrúar þegar hlutfallið varð jafnt. Það hélst nokkuð jafnt fram í maí þegar eftirspurn eftir breytilegum vöxtum jókst til muna. Munurinn var sérstaklega mikill í júní og júlí en þá námu ný óverð- Heimilin sækja frekar í breytilega vexti Algjör viðsnúningur hefur orðið á því hvers konar lánavexti heimili landsins sækja í. Mikill meirihluti nýrra óverðtryggðra útlána banka er nú á breytilegum vöxtum. Vaxtabreytingar Seðlabankans hafa þannig meiri áhrif á heimilin. Fastir vextir voru mun vinsælli valkostur framan af vetri eða allt þangað til í febrúar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK tryggð útlán á breytilegum vöxtum samtals 12,4 milljörðum. Fjárhæð sömu lána á föstum vöxtum var neikvæð um 380 milljónir á tíma- bilinu sem þýðir að uppgreiðsla slíkra lána var meiri en lántaka. Það hefur ekki gerst síðan sumarið 2017. Gunnar Bjarni segir að gangur hagkerfisins síðustu misseri geti skýrt þennan viðsnúning að ein- hverju leyti. „Mig grunar að umræðan eftir fall WOW og undirritun lífskjara- samningsins, og væntingar um lækkandi stýrivexti hafi ýtt við fólki til að taka breytilega vexti frekar en fasta,“ segir Gunnar Bjarni. „Sem er alls ekki óskynsamlegt í umhverfinu sem við erum í núna. Greiningardeildir bankanna hafa allir spáð því að Seðlabankinn muni lækka um 25 punkta og miðað við umræðuna er ekki skrýtið að fólk sé að velja breyti- lega vexti umfram fasta,“ segir hann en í dag kynnir Seðlabankinn vaxtaákvörðun sína. Gunnar Bjarni bætir við að eftir veikingu krónunnar í vetur hafi gengið róast og haldist á stöðugu verðbili síðan kjarasamningar voru undirritaðir. Stöðugt gengi geti hafa róað lántakendur. Þá segir hann að tölurnar bendi til þess að heimilin fylgist náið með gangi hagkerfisins. Mjög jákvætt sé að umræðan og væntingar um þróun vaxta hafi áhrif á ákvarð- anir heimilanna. „Síðan verður áhugavert hvernig þróunin verður næstu misseri. Með hverri lækkun stýrivaxta minnka líkur á frekari lækkunum. Fastir vextir lækka væntanlega einnig með lækkun stýrivaxta sem ætti að auka hvata til að festa vexti á ný.“ thorsteinn@frettabladid.is ✿ Ný lán bankanna til heimila með veði í fasteign nettó (í milljörðum króna) 14 12 10 8 6 4 2 0 Íslenskir lífeyrissjóðir keyptu að langstærstum hluta bréf FISK-Seafood, dótturfélags Kaup- félags Skagfirðinga, í Högum þegar útgerðarfélagið seldi allan 4,6 pró- senta hlut sinn í smásölurisanum í síðustu viku fyrir samtals 2,3 millj- arða króna. Sé litið yfir nýjan lista yfir 20 stærstu hluthafa Haga eiga lífeyrissjóðir orðið samanlagt um 63 prósenta hlut í félaginu. Samhliða sölu sinni í Högum, á samtals 55,5 milljónum hluta á genginu 41,5 krónur á hlut, keypti FISK-Seafood nær allan eignarhlut Gildis lífeyrissjóðs í Brimi, áður HB Granda, eða 8,3 prósenta hlut, fyrir um fimm milljarða króna. Fyrir hlut sinn í Brimi fékk Gildi meðal annars afhentar 25 milljónir hluta í Högum og nemur eignarhlutur lífeyris- sjóðsins núna 14,56 prósentum. Aðrir lífeyrissjóðir sem bættu við sig í Högum í liðinni viku, eins og lesa má úr nýjum lista yfir stærstu hluthafa, voru Festa en sjóðurinn keypti 9,5 milljónir hluta og fer núna fyrir rúmlega 3,8 prósenta hlut í félaginu. Þá bætti Birta líf- eyrissjóður, sem er fimmti stærsti hluthafi Haga, við sig 5,3 milljónum hluta auk þess sem lífeyrissjóðirnir Stapi og Lífsverk juku einnig lítil- lega við hlut sinn. Samtals bættu þessir lífeyrissjóðir við sig rúmlega 43 milljónum hluta í smásölurisan- um. Það jafngildir um 1.800 milljón- um króna sé miðað við gengið 41,5 í viðskiptunum við FISK-Seafood á mánudag í síðustu viku. Frá því að viðskiptin gengu í gegn hefur hlutabréfaverð Haga lækkað um tæplega fimm pró- sent og stóð í 39,5 krónum á hlut við lokun markaða í gær. Frá ára- mótum hefur gengi bréfa Haga lækkað um fjórtán prósent. – hae Lífeyrissjóðir bættu við sig í Högum 5% nemur lækkun hlutabréfa- verðs Haga frá því að FISK- Seafood seldi hlut sinn. Janúar 2018 Júlí 2019 n Verðtryggt – breytilegt n Óverðtryggt – breytilegt n Verðtryggt – fastir n Óverðtryggt – fastir 2 8 . Á G Ú S T 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R2 MARKAÐURINN 2 8 -0 8 -2 0 1 9 0 5 :1 1 F B 0 4 0 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 A 5 -A 5 C 8 2 3 A 5 -A 4 8 C 2 3 A 5 -A 3 5 0 2 3 A 5 -A 2 1 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 0 s _ 2 7 _ 8 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.