Fréttablaðið - 28.08.2019, Blaðsíða 10
✿ Breyttir dómar fortíðarinnar
1984
Wales - Ísland
Línuvörðurinn lyfti flaggi sínu í
aðdraganda fyrra marks Wales í
2-1 tapi Íslands enda var brotið
gróflega á Magnúsi Bergs. En línu-
vörðurinn setti flaggið niður og
skipti um skoðun. Magnús Bergs
lýsti atvikinu í viðtali við DV árið
1984. „Boltinn var gefinn fyrir
markið og einn sóknarmanna
hrinti mér til þess að geta skallað
knöttinn yfir mig. Það hefði alls
staðar i heiminum verið dæmt á
þetta. Línuvörðurinn sýndi þarna
að hann er gunga og gaf þeim
hreinlega markið.“
1981
Víkingur - KA
Í 2-1 sigri Víkinga á KA 1981 gerðist
undarlegt atvik. Róbert Jónsson
dómari breytti þá marki Gunnars
Gíslasonar í óbeina aukaspyrnu
fyrir brot. Í umfjöllun Morgun-
blaðsins segir að KA hafi fengið
hornspyrnu. Erlingur Kristjánsson
hafi ætlað að skalla að marki en
liðsmaður Víkinga hafi farið hátt
með fótinn. Flautaði Róbert en
boltinn barst til Gunnars sem
þrumaði í netið. Róbert benti þá
á miðjuna og flautaði mark. KA-
menn fögnuðu en Víkingarnir voru
eðlilega ekki mjög kátir. Mót-
mæltu þeir ákaflega og fór svo,
að Róbert breytti dómi sinum
í óbeina aukaspyrnu. Að sögn
Morgunblaðsins þrumaði Gunnar
svo úr henni og beint í höndina á
leikmanni Víkings en Róbert lét
leikinn halda áfram.
1986
Grundarfjörður - Snæfell
Grannarnir öttu kappi í fjórðu
deildinni 1986 og vann Snæfell á
útivelli 1-5. Í umfjöllun Morgun-
blaðsins segir að dómgæslan í
leiknum hafi verið slök að mati
gestanna. „Til að mynda dæmdi
dómarinn í eitt skiptið mark en
breytti dómi sínum eftir mótmæli
frá leikmönnum Grundarfjarðar.“
Svo mörg voru þau orð.
FÓTBOLTI Það var líf og f jör í
18. umferð Pepsi Max deildar karla í
knattspyrnu sem lauk á mánudags-
kvöldið síðastliðið. Eins og gengur
og gerist settust menn á rökstóla á
kaffistofum og ræddu ákvarðanir
dómara leikjanna eftir að umferð-
inni lauk.
Mest var rætt um þá ákvörð-
un Helga Mikaels Jónssonar og
dómarateymis hans að dæma
mark Stjörnumannsins Þorsteins
Más Ragnarssonar af í leik liðsins
gegn Val, leik sem ræður miklu um
baráttu liðanna um að komast í Evr-
ópudeildina á næstu leiktíð.
Einn angi umræðunnar er sá
hvort ekki sé nauðsynlegt að dóm-
arar sem dæmi leiki í efstu deildum
karla og kvenna í knattspyrnu hafi
möguleika á að notast við mynd-
bandsdómgæslu (VAR) við störf sín.
Guðni Bergsson, formaður Knatt-
spyrnusambands Íslands, KSÍ, segir
vilja innan sambandsins til að inn-
leiða kerfið hér á landi. Hins vegar
verði að líta til þess að það sé kostn-
aðarsamt og aðkomu evrópska
knattspyrnusambandsins, UEFA,
þurfi til þess að slíkt verði mögu-
legt.
VAR er möguleiki á Íslandi
„Við erum að kanna það hjá KSÍ
hvort einhver flötur sé á því að not-
ast við VAR í deildarkeppninni hér
heima. Málið er á frumstigi og við
erum þessa stundina að meta hvað
það myndi kosta að innleiða VAR.
Þegar kostnaðurinn liggur fyrir
verður farið í það að meta hvort það
sé raunhæft fyrir deildarkeppni af
stærðargráðu íslensku deildanna
að notast við slíka tækni. Það er
ekki mögulegt að setja neinn tíma-
ramma um það hvenær hægt sé að
búast við VAR hérlendis en málið
verður skoðað í vetur með það
í huga að taka kerfið upp næsta
sumar,“ segir Guðni í samtali við
Fréttablaðið.
„Það er alveg ljóst að við þurfum
fjárhagslegan stuðning frá UEFA
til þess að þetta geti orðið að veru-
leika. Hvað þetta verkefni varðar
eru lítil sem engin samlegðaráhrif
af því að fara í samstarf við Norður-
löndin eða aðrar þjóðir. Þetta er enn
nýtt af nálinni í heimsfótboltanum
og skiptar skoðanir um hvernig til
hefur tekist með framkvæmdina.
Það hefur verið mismunandi eftir
mótum og deildarkeppnum hvern-
ig til hefur tekist. Til að mynda var
ekki ánægja að öllu leyti með hvern-
ig til tókst á HM kvenna í sumar og í
Suður-Ameríkubikarnum.
Þá hafa komið upp kvartanir um
það hversu langan tíma taki að kom-
ast að niðurstöðu og hversu illa upp-
KSÍ kannar stöðuna með VAR
VAR var tekið upp á Englandi fyrir þetta tímabil. Það hefur hlotið nokkra gagnrýni og við nokkra byrjunarörðugleika hefur verið að etja. NORDICPHOTOS/GETTY
Knattspyrnuáhuga-
menn hér heima kalla
reglulega eftir því að
dómarar sem dæma í
deildarkeppnum hér-
lendis eigi möguleika
á því að notast við
myndbandsdómgæslu
eins og tíðkast í stærstu
deildum heims. Þá hafa
dómarar kallað eftir því
að íslenskir dómarar
fái þessa aðstoð við
að dæma leikina hér
heima og reynslu í að
nota þessa tækni.
lýstir áhorfendur séu um framvindu
mála. Enska úrvalsdeildin er til að
mynda bara nýfarin að notast við
þessa tækni og við verðum að átta
okkur á þeim mun sem er á fjár-
hagslegu bolmagni þeirrar deildar
og deildanna hér heima til þess að
bæta umgjörð leikjanna. Flestir eru
hins vegar á því að VAR verði til þess
að fækka röngum ákvörðunum og
bæta fótboltann þannig að við
verðum að fylgja þeirri þróun og
af þeim sökum erum við að kanna
málið,“ segir hann enn fremur um
framtíðarhorfur hvað innleiðingu
VAR snertir.
Hefur ekki áhyggjur
Þóroddur Hjaltalín, formaður dóm-
aranefndar KSÍ, sagði í samtali við
útvarpsþáttinn fótbolta.net á X-inu
í lok júní fyrr í sumar að VAR væri
möguleiki fyrir Pepsi Max deildina
á næstu misserum. Þar kom fram í
máli Þórodds að UEFA hefði þróað
VAR-tækni þar sem þarf aðeins að
lágmarki fjórar myndavélar en stór-
ar útsendingar á Stöð 2 Sport eru
vanalega með fimm myndavélar.
Þóroddur segir aukinheldur í
viðtalinu að hans skoðun sé sú að
ekki sé heillavænlegt að taka upp
séríslenskt VAR líkt og þekkist
í handbolta og körfubolta hér á
landi. Hann fór fyrr á þessu ári að
ræða við UEFA því ferlið er langt og
strangt. Það tekur marga mánuði
að þjálfa upp VAR-dómara að sögn
Þórodds en að hans mati verður
VAR ekki tekið upp á Íslandi nema
í samstarfi við rétthafa því það þarf
að þjálfa upp tæknimenn, eins og
dómara.
Þá hafði Þóroddur einnig áhyggj-
ur af því að íslenskir alþjóðlegir
dómarar fái ekki verkefni þar sem
VAR er í notkun sem útilokar þá frá
stærri leikjum á alþjóðlegum vett-
vangi. Það þurfi reynslu og þekk-
ingu til þess að geta dæmt leiki á
hæsta gæðastigi þar sem VAR er
notað. Guðni segir aftur á móti að
hann hafi hvorki orðið þess var hjá
UEFA að þeir þrýsti á að Ísland inn-
leiði VAR í íslensku deildarkeppn-
ina né að íslenskir dómarar fái ekki
verkefni á vegum sambandsins
vegna þess að ekki sé notast við VAR
hér heima.
hjorvaro@frettabladid.is
Það er ekki mögu-
legt að setja neinn
tímaramma um það hvenær
hægt sé að búast við VAR
hérlendis en
málið verður
skoðað í vetur
með það í
huga að taka
kerfið upp
næsta sumar.
Guðni Bergsson, formaður KSÍ
2 8 . Á G Ú S T 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R10 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SPORT
2
8
-0
8
-2
0
1
9
0
5
:1
1
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
A
5
-9
6
F
8
2
3
A
5
-9
5
B
C
2
3
A
5
-9
4
8
0
2
3
A
5
-9
3
4
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
0
4
0
s
_
2
7
_
8
_
2
0
1
9
C
M
Y
K