Fréttablaðið - 28.08.2019, Blaðsíða 2
SAMFÉLAG Skipið Red Rock, sem
liggur nú við bryggju í Reykja-
víkurhöfn, er ekki hér við land
til þess að leggja sæstreng milli
Íslands og Evrópu, segir skipstjór-
inn. Red Rock sinnir rannsóknum
á sjávarlífi og mælingum á sjávar-
botni. Andstæðingar þriðja orku-
pakkans hafa sumir haldið því
fram að skipið sé hér í tengslum við
lagningu sæstrengs.
„Nei, nei, nei. Við stundum rann-
sóknir á spendýrum í sjó, sjávar-
straumum og sjávarbotni,“ segir
Samuel Lynch, skipstjóri Red Rock.
„Skipið þjónustar einnig olíubor-
palla. Stundum vilja viðskiptavinir
okkar að við tökum þátt í öðrum
verkefnum, til dæmis að mæla dýpi
og sjávarstrauma. Núna erum við í
frekar óspennandi verkefni.“
Lynch vill þó ekki upplýsa um
fyrir hverja skipið starfar nú. „Við-
skiptavinir okkar biðja okkur ekki
um að upplýsa um það.“ Hann tók
þó skýrt fram að viðskiptavinur-
inn tengdist ekki neinu sem við-
kemur raforku.
Skipið er skráð í Louisiana í
Bandaríkjunum og siglir þaðan.
Það er nú í verkefnum á svæðum
nálægt Íslandi. „Það er bara til-
viljun að við erum hér, við erum
að gera rannsóknir á dýpi og
sjávarstraumum á svæðinu og það
bara hitti þannig á að það hentaði
Veður
Sunnan 8-15 m/s. Víða rigning eða
skúrir og hiti 6 til 13 stig, þurrt að
kalla um landið NA-vert. NA-læg
eða breytileg átt 3-10 m/s á morg-
un og víða skúrir. Hiti 5 til 15 stig,
mildast NA-lands. SJÁ SÍÐU 14
Vegferðin til Englands hafin
Íslenska kvennalandsliðið undirbýr sig þessa dagana fyrir fyrstu leiki liðsins í undankeppni Evrópumótsins 2021 sem fer fram á
Englandi. Íslenska kvennalandsliðið mætir Ungverjalandi og Slóvakíu í fyrstu leikjum riðilsins á næstu dögum. Stelpurnar okkar
voru með opna æfingu á Laugardalsvelli í gær og fengu ungir aðdáendur eiginhandaráritun í lok æfingarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Ómissandi á pizzuna,
í ofn- og pastaréttina,
á tortillurnar og salatið.
Er nú á tilboði
Heimilis
RIFINN OSTUR
ÍSLENSKUR OSTUR
100%
370 g
Red Rock liggur nú við bryggju í Reykjavíkurhöfn. FRÉTTABLAÐIÐ/ARI
Red Rock tengist ekki
þriðja orkupakkanum
Sumir andstæðingar
þriðja orkupakkans
hafa sett spurningar-
merki við veru skipsins
Red Rock í Reykja-
víkurhöfn. Skipstjór-
inn kemur af fjöllum
og segir skipið sinna
rannsóknum á sjávar-
straumum og fleiru.
Það hefur komið
margt fólk til að
skoða og taka myndir.
Sumir horfa lengi á skipið.
Samuel Lynch,
skipstjóri
Red Rock
BRETLAND Ef ríkisstjórn Íhalds-
flokksins í Bretlandi, undir forsæti
Boris Johnson, kemur Bretlandi út
úr Evrópusambandinu án samnings
í október næstkomandi ætlar hinn
nýi Brexitf lokkur Nigels Farage
ekki að bjóða fram í næstu þing-
kosningum. Þetta sagði Farage við
stuðningsmenn í gær.
Næstu kosningar ættu að fara
fram árið 2022. Hins vegar hefur
ítrekað verið rætt um að flýta kosn-
ingum vegna vandræðagangsins
í útgöngumálinu. Sjálfur sagðist
Farage telja helmingslíkur á kosn-
ingum í haust.
„Við myndum setja landið fram
fyrir f lokkinn. Við yrðu tilbúin til
þess að hjálpa honum [Johnson],
vinna með honum ef til vill,“
sagði Farage sem tók þó fram að ef
Johnson mistækist að skila Bretum
úr Evrópusambandinu myndi
Brexitflokkurinn berjast um hvert
einasta sæti.
Flokkur Farage bauð fram í fyrsta
skipti í Evrópuþingkosningum
maímánaðar. Flokkurinn fékk
30,5 prósent atkvæða, mest allra.
Íhaldsf lokkurinn fékk hins vegar
hamfarakosningu, 8,8, prósent en
fékk 23,9 í fyrri kosningum. – þea
Farage býður
til samstarfs
best að koma til hafnar á Íslandi.
Það sem við erum að gera kemur
Íslandi ekkert sérstaklega við.“
Kaplar eru á dekki skipsins,
Lynch segir þá ekki sæstrengi.
„Nei. Þessa kapla notum við til að
mæla sjávarstrauma. Ég hef séð
sæstrengi, eins og hafa verið lagðir
í Mexíkóflóa, það er talsvert stærra
en þetta. Fyrirtæki okkar á skip
sem hafa sinnt slíkum verkefnum.“
Myndir af skipinu hafa verið
birtar í hóp Orkunnar okkar á
Facebook og f leiri stöðum. Lynch
kemur af fjöllum þegar hann er
spurður út í sæstreng, þriðja orku-
pakkann og atkvæðagreiðsluna á
Alþingi. „Ég get fullvissað þig um
að við höfum ekkert með það að
gera.“
Lynch segir að skipverjar hafi
einmitt verið að velta fyrir sér
hvers vegna það væri svona mikill
áhugi á skipinu í Reykjavíkurhöfn.
„Það hefur komið margt fólk til
að skoða og taka myndir. Sumir
horfa lengi á skipið,“ segir Lynch.
Var greinilegt á honum að áhöfnin
væri óvön slíkri athygli. „Við erum
búnir að vera að segja fólki að það
geti f lett upp nafninu á skipinu á
vefnum og séð þá myndbönd af því
að störfum.“
Skipverjarnir eru nú að njóta ver-
unnar á Íslandi. „Við förum á næstu
dögum. Við erum bara að bíða eftir
að veðrið batni. Kannski komum
við aftur til Íslands á næstunni,
það fer eftir því hvernig verkefninu
miðar,“ segir Lynch. „Núna erum
við að fylla skipið af vistum og skip-
verjar að skoða sig um í Reykjavík.
Ísland er fínt, svolítið dýrt.“
arib@frettabladid.is
kristinnhaukur@frettabladid.is
odduraevar@frettabladid.is
Nigel Farage, leiðtogi Brexitflokks-
ins í Bretlandi. NORDICPHOTOS/AFP
ALÞINGI Alþingi kemur saman í dag
til þess að ræða þingsályktunar-
tillögur og frumvörp tengd þriðja
orkupakkanum og breytingu á raf-
orkulögum. Stefnt er að því að klára
umræðuna í dag.
Á morgun verða lögð fram frum-
vörp um breytingar á raforkulögum
ásamt frumvarpi um breytingar
á lögum um tekjuskatt og stað-
greiðslu skatts á fjármagnstekjur.
Á mánudag fara fram atkvæða-
greiðslur um öll þau mál sem tekin
verða fyrir í dag og á morgun. Að
atkvæðagreiðslu lokinni fara málin
í þriðju umræðu og í kjölfarið í
atkvæðagreiðslu.
Fundirnir næstu daga eru hluti af
svokölluðum þingstubbi, en sam-
komulag um þinglok náðist 18. júní
eftir langar umræður um þriðja
orkupakkann.
Eftir atkvæðagreiðslurnar verður
þingi frestað að nýju en nýtt þing
kemur saman 10. september. – bdj
Alþingi kemur
saman í dag
+PLÚS
2 8 . Á G Ú S T 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
2
8
-0
8
-2
0
1
9
0
5
:1
1
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
A
5
-8
8
2
8
2
3
A
5
-8
6
E
C
2
3
A
5
-8
5
B
0
2
3
A
5
-8
4
7
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
4
0
s
_
2
7
_
8
_
2
0
1
9
C
M
Y
K