Fréttablaðið - 28.08.2019, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 28.08.2019, Blaðsíða 24
Alltaf til taks Nánar á vodafone.is/fyrirtaeki Algjörlega hnökralaust Vodafone hentar mínum rekstri best. Þau hafa þjónustað okkur með allt sem þarf, algjörlega hnökralaust. Vegan, veget ar ian, g ræn metisæt a og græn kerar (íslenska hugtakið yfir vegan) er u hug tök sem heyrast æ oftar, en öll lýsa þau mataræði sem byggist á því að hætta neyslu kjöts. Í vegan mataræði er sneitt alger­ lega hjá dýraafurðum, á meðan grænmetisætur kunna að borða mjólkurvörur, egg og aðrar dýra­ afurðir, þó að þær neyti ekki kjöts eða f isks. Þá er „pescatarians“ heiti yfir þá sem borða ýmiskonar sjávar fang, þó að þeir neyti ekki kjöts. Ástæður þess að fólk velur að sneiða hjá dýraafurðum eru eftir­ farandi: n Dýraverndunarsjónarmið n Umhverfissjónarmið n Heilsufarsástæður n Trúarástæður n Aðrar persónulegar ástæður Hlutfall mannfjölda sem telst grænmetisætur og grænkerar er enn sem komið er lágt í f lestum löndum. Þó er umtalsverður hluti Indverja grænmetisætur eða tæp­ lega þriðjungur. Samkvæmt tölum Gallup í Bandaríkjunum segjast tæplega einn af hverjum tíu vera grænmetisætur; 5­6% telja sig grænmetisætur og til viðbótar eru um 2­3% sem telja sig grænkera (vegan), en þetta hlutfall hefur lítið breyst frá 2012. Framleiðsla og kaup fólks á græn­ keramatvöru hafa þó aukist mikið í nágrannalöndunum. Sem dæmi má nefna að Max hamborgara­ keðjan í Svíþjóð hefur tífaldað sölu á grænmetisborgurum á 10 árum og bandaríska fyrirtækið „Beyond Meat“ hefur notið gríðar­ legrar velgengni allt frá því að það var stofnað árið 2009. Fyrirtækið framleiðir borgara, pylsur og f leira með hráefni úr jurtaríkinu. Þá bár­ ust jákvæðar fréttir af gengi bresku bakarískeðjunnar Greggs, ekki síst vegna nýrrar vöru sem hún kynnti í upphafi árs: Vegan­útgáfu af pylsu­ horninu svokallaða, einum af vin­ sælli réttum bakarísins. Hefur neysla kjötvara breyst á Íslandi? Neyslukönnun Gallup sýnir að þrátt fyrir að hlutfall hánotenda (þeirra sem borða kjöt vikulega eða oftar) hafi að mestu staðið í stað hefur lágnotendum (þeim sem borða kjöt aldrei eða sjaldnar en einu sinni á ári) fjölgað verulega. Til að mynda var hlutfall þeirra sem aldrei borða svínakjöt 3,8% að meðaltali á árunum 2007­2009 en hækkaði í 6,3% að meðaltali árin 2016­2018. Þrátt fyrir stækkandi hóp þeirra sem aldrei neyta áðurnefndra kjötvara hefur neysla og fram­ leiðsla á sumum dýraafurðum eins og mjólk og eggjum verið að aukast. Framleiðsla á mjólk hefur aukist um 26% og framleiðsla á eggjum um 65% síðan 2008. Neyslukönnun Gallup sýnir svipaða mynd og stór­ aukna neyslu Íslendinga á eggjum. Fleiri áhugaverðar breytingar hafa orðið á matarvenjum Íslend­ inga. Til að mynda hefur hlutfall þeirra sem borða brauð f imm sinnum í viku eða oftar lækkað úr 67% á árinu 2008 í 38% árið 2018 og hlutfall þeirra sem nota majones vikulega eða oftar hefur hækkað úr 12% í 23%. Breytt neysla á þessum Grænkerar – er bylting í vændum? Tómas Bjarnason sviðsstjóri mannauðs- rannsókna og ráðgjafar Gallup Friðrik Björnsson viðskiptastjóri hjá markaðs- rannsóknum Gallup ✿ Hlutfall ungra kvenna (18-24 ára) n Svínakjöt n Lambakjöt n Nautakjöt n Kjúklingur 1 2 3 4 5 6 7% sem segjast aldrei borða svínakjöt, lambakjöt, nautakjöt eða kjúkling ‘07-’09 ‘10-’12 ‘13-’15 ‘16-’18 ✿ Hlutfall 18 ára og eldri n Svínakjöt n Lambakjöt n Nautakjöt n Kjúklingur 0 5 10 15 20% sem segjast aldrei neyta svínakjöts, lambakjöts, nautakjöts og kjúklings ‘07-’09 ‘10-’12 ‘13-’15 ‘16-’18 afurðum gæti tengst ýmsum vin­ sælum kúrum og matarvenjum sem hvetja til neyslu á prótein­ og fitu­ ríku mataræði í stað kolvetna, sem getur til viðbótar hvatt til aukinnar neyslu á kjöti og fiski, en einnig á smjöri og kolvetnasnauðu græn­ meti eins og blómkáli. Könnun sem Gallup framkvæmdi á vormán­ uðum 2019 studdi þetta og þar kom í ljós að ríf lega 7% Íslendinga fylgdu ketó­ eða lágkolvetnafæði. Breytingar á neyslu Íslendinga á kjötvörum hafa verið mjög ólíkar eftir lýðfræðihópum. Neysla ungra kvenna (18­24 ára) hefur tekið hvað mestum stakka­ skiptum á undanförnum árum. Hlutfall ungra kvenna sem aldrei borða kjöt hefur margfaldast frá árinu 2007 og mestu breytingarnar hafa orðið á síðustu tveimur árum. Að meðaltali sögðust rúm 5% kvenna aldrei borða svínakjöt á árunum 2007­2009 en þetta hlutfall nær þrefaldaðist á árunum 2016­ 2018. Mun stærri breytingar urðu þó á neyslu ungra kvenna á nauta­ kjöti og lambakjöti þar sem hlutfall þeirra sem aldrei borða nautakjöt og lambakjöt 4­ til 5­faldaðist ef borin eru saman meðaltöl áranna 2007­2009 og 2016­2018. Enn f leiri sögðust vera hætt að borða kjúkl­ ing þegar borin eru saman sömu tímabil. Enn sem komið er er það þó aðeins lítið hlutfall af þjóðinni sem neytir einskis kjöts. Í könnun Gallup á vormánuðum ársins 2019, þar sem spurt var hvort fólk væri á sérstöku mataræði eða kúr, kemur fram að tæplega 3% lands­ manna skilgreindu mataræði sitt sem grænmetisfæði og til viðbótar skilgreindi 1% mataræði sitt sem vegan. Þessar tölur benda til áfram­ haldandi hækkunar á hlutfalli þeirra sem velja grænmetisfæði og hafa hætt að borða kjöt. Ljóst er að neysluvenjur fólks hafa tekið miklum stakkaskiptum á liðnum árum, bæði hér á landi og erlendis. Grænmetisfæði virðist höfða sérlega vel til ungra kvenna. Miðað við hratt hækkandi hlut­ fall þeirra sem neyta ekki kjötvara hér á landi og vaxandi áhuga á umhverfismálum finnast fáar vís­ bendingar um annað en áfram­ haldandi vöxt grænmetisfæðis og verður til framtíðar áhugavert að sjá hvort mögulegur vöxtur verði fyrst og fremst innan núverandi markhóps eða hvort neysluhópur­ inn muni breikka, þannig að græn­ metisfæði verði algengara meðal karla og þeirra sem tilheyra eldri kynslóðum. Spurningin er hvort grænkerabylting sé í vændum? 2 8 . Á G Ú S T 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R8 MARKAÐURINN 2 8 -0 8 -2 0 1 9 0 5 :1 1 F B 0 4 0 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 A 5 -B 9 8 8 2 3 A 5 -B 8 4 C 2 3 A 5 -B 7 1 0 2 3 A 5 -B 5 D 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 0 s _ 2 7 _ 8 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.