Fréttablaðið - 28.08.2019, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 28.08.2019, Blaðsíða 32
ÞARNA VORU GÖMUL VERK OG NÝTT VERK SEM KÖLLUÐUST Á OG HUG- MYND AÐ SÝNINGU KVIKNAÐI. Hvað? Hvenær? Hvar? Miðvikudagur hvar@frettabladid.is  28. ÁGÚST 2019 Viðburður Hvað? Spjall með ættingjum listakvenna Hvenær? 12.15 Hvar? Gerðarsafn Gestum er boðið í spjall við vini og ættingja listamannanna Valgerðar Briem, Gerðar Helgadóttur og Bar- böru Árnason sem allar eiga verk á sýningunni Útlínu í Gerðarsafni. Listakonurnar settu sinn svip á íslensku myndlistarsenuna og munu ættingjar og fulltrúar þeirra setja verkin á sýningunni í per- sónulegt samhengi. Fyrirlestur Hvað? Fyrirlestur um norðurslóðir Hvenær? 12.00-13.00 Hvar? Norræna húsið Hvað þýðir aukinn áhugi Banda- ríkjanna á Grænlandi fyrir Ísland, samband Grænlands við Dan- mörku og öryggishagsmuni ríkja á norðurslóðum? Fundarstjóri er Sigurður Ólafsson, framkvæmdastjóri Vestnorræna ráðsins. Streymt verður frá viðburðinum sem fer fram á ensku og er opinn öllum. Tónleikar Hvað? Lokatónleikar Hvenær? 12.00 Hvar? Hallgrímskirkja Lokatónleikar Schola cantorum í sumartónleikaröð Alþjóðlega orgelsumarsins. Flutt verður dag- skrá sem spannar litróf frá mið- öldum á Íslandi til vorra daga með viðkomu í íslenskum tvísöng auk þess sem nokkrar glæsilegar og þekktar perlur evrópskra tónbók- mennta verða teknar til kostanna. Stjórnandi er Hörður Áskelsson. Miðaverð er 2.700 kr. og fer miða- sala fram á midi.is og í kirkjunni klukkutíma fyrir tónleika. Sýningar Hvað? Afmælissýning Hvenær? 17.00-20.00 Hvar? Gróskusalurinn, 2. hæð, Garðatorgi 1 í Garðabæ Kamma Níelsdóttir opnar afmælis sýningu á listaverkum úr þæfðri ull, gleri og keramik. Við opnunina býður Kamma jafn- framt til tvöfaldrar stórafmælis- veislu með tengdadóttur sinni, Maríu Magnúsdóttur, sem varð 40 ára þann 2. júlí síðastliðinn. Samanlagt verða þær því 120 ára. Verk eftir átta lista-konur eru á sýningu sem nú stendur yfir í i8 Galleríi. Listakon-urnar eru: Margrét H. Blöndal, Ásgerður Búadóttir, Eyborg Guðmundsdóttir, Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá, Arna Óttarsdóttir, Ragna Róberts- dóttir, Karin Sander og Júlíana Sveinsdóttir. Börkur Arnarson, eigandi i8, seg ir að hug my ndar innar að sýningunni megi leita til tveggja verka eftir Kristínu Jónsdóttur frá Munkaþverá sem eru í eigu galler- ísins. „Mig hafði lengi langað til að setja þau á sýningu og svo kom rétti tíminn. Þegar Ásgerður Búadóttir var á lífi sýndum við tvisvar verk eftir hana og þar er viss tenging við verk Kristínar. Í Berlín sá ég nýtt verk eftir Karin Sander, en hún er listakona sem við í i8 vinnum með. Þarna voru gömul verk og nýtt verk sem kölluðust á og hugmynd að sýningu kviknaði. Ég hef alltaf haft gaman af að horfa á hlutina í samhengi og þarna sjáum við mód- ernismann í samhengi við daginn í dag. Verkin úr samtímanum ríma við verk Ásgerðar, Kristínar, Eyborgar og Júlíönu, en eru ekki gerð út frá sömu forsendum,“ segir Börkur. Arna Óttarsdóttir er yngsti lista- maðurinn á sýningunni en 99 ár eru á milli fæðingardags hennar og Júlíönu Sveinsdóttur. Verk Örnu Óttarsdóttur er tileinkað banda- rísku listakonunni Agnesi Martin. Verk Eyborgar eru sömuleiðis verk sem ekki margir hafa séð, en haldin Módernismi og dagurinn í dag Í i8 Galleríi stendur yfir sýning á verkum átta listakvenna. Ný verk ríma við eldri verk á sýningu sem virkar sem heild. Ég hef alltaf haft gaman af að horfa á hlutina í samhengi, segir Börkur Arnarson. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Verk eftir Kristínu Jónsdóttur. Séð yfir sýningarsalinn. Verk eftir Rögnu Róbertsdóttur er í forgrunni. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is var yfirlitssýning á verkum hennar á Kjarvalsstöðum fyrr á þessu ári. Þýska listakonan Karin Sander er í hópi listakvennanna, en hún bar sigur úr býtum í samkeppni um útilistaverk í Vogabyggð í byrjun þessa árs, en þar komu pálmatré mjög við sögu, og miklar umræður sköpuðust um hugmyndir hennar. Á þessari sýningu sýnir hún gervi- grasvöll. „Þetta verk Karenar er eins og klippt úr fótboltavelli, þetta er vítateigur sem á þessum stað er orðinn eins og málverk frá árunum 1950-60 og er þar með farið að tala við hin verkin,“ segir Börkur. Margrét Blöndal gerði verk sérstaklega fyrir þessa sýningu. „Teikningar Margrétar eru skúlp- túrar og skúlptúrarnir hennar eru teikningar. Hér sýnir hún skúlptúra í þrívídd sem eru um leið miklar teikningar. Eftir að hafa séð öll hin verkin vann hún sín verk inn í þetta rými,“ segir Börkur. Um þessa áhugaverðu sýningu segir Börkur: „Við vitum að þessi verk eru frábær, en við ætluðum okkur líka að láta sýninguna virka sem heild.“ – Og það gerir hún sannarlega. Áhugi Trumps Bandaríkjaforseta á Grænlandi vekur heimsathygli. 2 8 . Á G Ú S T 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R16 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING 2 8 -0 8 -2 0 1 9 0 5 :1 1 F B 0 4 0 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 A 5 -9 B E 8 2 3 A 5 -9 A A C 2 3 A 5 -9 9 7 0 2 3 A 5 -9 8 3 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 0 s _ 2 7 _ 8 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.