Fréttablaðið - 28.08.2019, Blaðsíða 25
Íslandsbanki hefur ákveðið ljúka föstu samstarfi við auglýsinga-stofuna Brandenburg og sinna
markaðsmálum innanhúss í meiri
mæli en áður hefur verið. Þetta
staðfestir Edda Hermannsdóttir,
forstöðumaður samskipta, grein-
ingar og markaðsmála hjá Íslands-
banka, í samtali við Markaðinn.
„Íslandsbanki mun innan tíðar
ekki vera með fastan samstarfs-
samning við auglýsingastofur
og lýkur því föstu samstarfi við
Brandenburg. Við höfum átt einkar
gott samstarf við Brandenburg og
uppskorið eftir því á undanförnum
árum,“ segir Edda.
„Bankaumhverfið er að breytast
mikið og samhliða því fórum við
í stefnuvinnu með markaðsmál
bankans. Í kjölfarið var ákveðið að
vera ekki með fastan samning við
auglýsingastofu en áfram verður
unnið með auglýsingastofum og
framleiðslufyrirtækjum að stærri
verkefnum en minni verkefni verða
unnin af markaðsfólki bankans.“
Þá segir hún að unnið verði að
öðrum stefnuáherslum. Þannig
verði horft meira til jafnréttismála
hjá þeim aðilum þar sem auglýsing-
ar bankans birtast og enn frekari
áhersla verði lögð á umhverfismál
í markaðsstarfi bankans. – þfh
Bankaumhverfið er
að breytast mikið
og samhliða því fórum við í
stefnuvinnu með markaðs-
mál bankans.
Edda Hermannsdóttir, forstöðu-
maður samskipta. greiningar og
markaðsmála hjá Íslandsbanka.
Íslandsbanki hættir föstu
samstarfi um auglýsingar
Fasteignaþróunarfélagið Kalda-lón verður skráð á First North markaðinn næstkomandi
föstudag. Forsvarsmenn Kaldalóns
hafa að undanförnu fundað með
lífeyrissjóðum og markaðsaðilum
til að kynna félagið.
Jónas Þór Þorvaldsson, fram-
kvæmdastjóri Kaldalóns, var í
ýtarlegu viðtali í Markaðinum um
miðjan júlí. Þá var verið að ljúka um
400 milljóna króna hlutafjáraukn-
ingu frá bæði nýjum og núverandi
hluthöfum til þess að hækka hluta-
féð í 3,7 milljarða fyrir skráningu.
Útilokaði hann ekki aðra hluta-
fjáraukningu á næstu misserum
ef félagið myndi ráðast í ný og stór
verkefni. „Það má reikna með því
að Kaldalón muni vaxa umtalsvert
eftir skráninguna,“ sagði Jónas Þór.
Kaldalón samdi nýlega við
alþjóðleg t verkt akaf y r ir t æk i,
Rizzani De Eccher, sem er 100 ára
gamalt ítalskt fjölskyldufyrirtæki
með yfir milljarð evra í árlega veltu
og starfsemi í f leiri en 100 löndum.
Samstarfið mun vera lykilþáttur í
að ná markmiðum Kaldalóns um
hagkvæma uppbyggingu.
Uppfærður hluthafalisti Kalda-
lóns sýnir að einkahlutafélagið
RES, sem er í eigu hjónanna Nönnu
Bjarkar Ásgrímsdóttur og Sigurðar
Bollasonar, er stærsti hluthafinn
með 13,4 prósenta hlut. Gunnar
Henrik B. Gunnarsson og Lovísa
Ólafsdóttir eru næststærst með 12,6
prósenta hlut í gegnum Investar. Á
meðal annarra hluthafa eru Ingi-
björg Pálmadóttir, sem á Torg,
útgáfufélag Fréttablaðsins, og Jón
Ásgeir Jóhannesson. Þau eiga 8,2
prósenta hlut í gegnum 24 Deve-
lopment Holding. – þfh
Kaldalón skráð á markað á föstudaginn
Jónas Þór var ráðinn framkvæmdastjóri í byrjun sumars. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Töluverður tími fer í að leika með liti
Nám:
Upphaflega íþróttafræðingur
frá Ungverjalandi og Noregi,
síðan framhaldsnám í stjórnun
og stefnumótun frá TDC, DIEU og
Wharton.
Störf:
Framkvæmdastjóri hjá Advania
síðan 2018. Þar áður fram-
kvæmdastjóri og stjórnunar-
ráðgjafi Expectus til fimm ára.
framkvæmdastjóri tæknisviðs og
einstaklingssviðs Símans í tæp sex
ár. Sit og hef setið í fjölda stjórna
og félagasamtaka, er formaður
Norsk-íslenska viðskiptaráðsins,
sit í stjórn Viðskiptaráðs Íslands
og Útflutnings- og markaðsráðs
Íslands.
Fjölskylduhagir:
Gift Tómasi Holton kennara. Við
eigum þrjú börn, Tómas Heiðar
(28), Bergþóru (25) og Bryndísi (8).
Anna Björk Bjarna-dót t ir va r r áðin framkvæmdastjóri ráðg jafar og sér-lausna hjá Advania síðast a hau st en
áður leiddi hún ráðgjafarfyrir-
tækið Expectus. Anna segist hafa
teiknað og málað síðan hún man
eftir sér og mun hún halda sína
fyrstu einkasýningu í október.
Hver eru þín helstu áhugamál?
Ég hef teiknað og stundað íþrótt-
ir síðan ég man eftir mér. Skemmti-
legast er að vera í eigin heimi og
teikna og mála, en ég hef smám
saman verið að opna meira á þann
hluta og er að fara að halda mína
fyrstu einkasýningu í október. Það
fer því töluverður tími í að leika
með liti þessa dagana. Samantekin
ráð stórfjölskyldunnar í gjafafjár-
festingum þegar ég varð fimmtug
hafa orðið til þess að ég er að detta
á bólakaf í golfið. Íþrótt sem ég
hélt að mér myndi aldrei finnast
skemmtileg en verð að viðurkenna
að á bara fjári vel við mig.
Hvernig er morgunrútínan þín?
Hún er sífellt að breytast enda
með gráa fiðringinn fyrir allan
peninginn og alltaf að finna mig
sem miðaldra kona. Núna er það
jóga í tuttugu mínútur og hug-
leiðsla í aðrar tuttugu, áður en ég
ýti við sofandi örverpinu sem var
að byrja í þriðja bekk. Hún lætur
mig halda að ég sé ekki eins gömul
og háraliturinn segir til um. Við
mæðgur eigum svo gæðastund
þangað til hún fer í skólann og þá
bý ég mér til kaffibolla sem ég sötra
á leiðinni í vinnuna.
Hvaða bók hefur haft mest áhrif
á þig?
Tvímælalaust bókin Karitas án
titils eftir Kristínu Marju. Sú bók
og Óreiða á striga eru mínar uppá-
haldsbækur og hafa djúpstæð áhrif
í hvert sinn sem ég les þær en það
geri ég reglulega. Ég er síðan alæta
á fréttir og hvernig heimsmyndin
okkar er að þróast, þannig að net-
miðlar taka mikinn tíma, stundum
einum of.
Hver hafa verið mest krefjandi
verkefnin undanfarin misseri?
Að setja mig inn í nýtt starf í
nýju fyrirtæki og aðrar hliðar upp-
lýsingatækninnar en ég hef áður
kynnst. Það hefur jafnframt verið
mjög spennandi, og gefandi að
kynnast öllu því hæfileikaríka fólki
sem vinnur með mér hjá Advania.
Hvað áskoranir og tækifæri eru
fram undan á þínu sviði?
Það felast gríðarleg tækifæri í
upplýsingum og tækni og þeirri
þróun sem nú fer fram á ljóshraða.
Áskorunin er að velja og hafna í
takt við framtíðarsýn. Hvernig og
hvar eigi að nýta þessi tækifæri og
gleyma því ekki að tæknibreyting-
ar nýtast eingöngu ef við hugum að
fólkinu og menningunni sem á að
virkja þær til framfara. Skýr stefna
um það hvernig tækni og upplýs-
ingar geta stutt við heildarstefnu
og árangursmarkmið og markviss
innleiðing eru að mínu mati gull-
potturinn við enda regnbogans.
Ef þú þyrftir velja allt annan
starfsframa, hver yrði hann?
Þá y rði ég myndlistarkona.
Vit and i hversu mik ill þek k-
ingaröf lunar- og miðlunarfíkill
ég er, myndi það sjálfsagt alltaf
innihalda kennslu og ráðgjöf því
tengda.
Hvar sérðu þig eftir 10 ár?
Á svipuðum slóðum og í dag. Ég
verð þar sem ég nýtist í að hjálpa
fólki að ná árangri á sínu sviði,
hvort sem það eru samstarfsmenn
eða viðskiptavinir. Svo dútla ég
mér í myndlistinni og golfinu með.
Svipmynd
Anna Björk Bjarnadóttir
Anna Björk hefur víðtæka reynslu úr viðskiptalífinu og áralanga stjórnunarreynslu úr tæknigeiranum. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Skemmtilegast er að
vera í eigin heimi og
teikna og mála, en ég hef
smám saman verið að opna
meira á þann hluta og er að
fara að halda mína fyrstu
einkasýningu í október.
9M I Ð V I K U D A G U R 2 8 . Á G Ú S T 2 0 1 9 MARKAÐURINN
2
8
-0
8
-2
0
1
9
0
5
:1
1
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
A
5
-B
9
8
8
2
3
A
5
-B
8
4
C
2
3
A
5
-B
7
1
0
2
3
A
5
-B
5
D
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
4
0
s
_
2
7
_
8
_
2
0
1
9
C
M
Y
K