Fréttablaðið - 28.08.2019, Blaðsíða 7

Fréttablaðið - 28.08.2019, Blaðsíða 7
1. RAFORKUVERÐ HÆKKAR MEÐ ORKUPÖKKUNUM Lágt raforkuverð hefur verið ein af undirstöðum góðra lífskjara í landinu. Fyrri orkupakkar ESB juku kostnað í raforkukerfi landsins með óþarfri uppskiptingu raforkufyrirtækja. Sá kostnaður er nú borinn af fyrirtækjum og heimilum í landinu. Með þriðja orkupakkanum hækkar flutningskostnaður rafmagns. 2. SÆSTRENGUR HÆKKAR ORKUVERÐ Verði sæstrengur lagður til ESB mun raforkuverð hækka verulega hér eins og gerðist í Noregi. Áform eru um sæstreng sem gæti flutt 20-40% af raforku sem framleidd er í landinu úr landi en það er mun hærra hlutfall en í Noregi. Komi strengur munu mörg innlend fyrirtæki gefast upp og störf munu flytjast úr landi. 3. ÞAÐ MÁ SEGJA NEI TAKK Ísland hefur enga tengingu við orkumarkað ESB og ætti því að vera undanþegið orkupökkunum. Undanþágur aðildarríkja frá óþarfri eða skaðlegri löggjöf EES eru mikilvægur hluti EES- samningsins. Ísland hefur meðal annars fengið undanþágur frá EES reglum um jarðgas, járnbrautir og skipaskurði. Undanþágurnar hafa ekki valdið vandamálum hingað til og engin ástæða til að ætla að undanþága frá orkupakkanum verði það. Segjum nei takk við orkupakkanum. 4. VIÐ ERUM MESTA RAFORKUÞJÓÐ HEIMS Engin þjóð framleiðir meiri raforku á íbúa en við og öll raforka okkar er framleidd án mengunar. Við framleiðum tífalt meiri raforku á íbúa en ESB. Við megum ekki missa forræði í svo mikilvægum málaflokki úr landi til aðila sem hafa aðra hagsmuni en fólk á Íslandi. 5. ORKULÖGGJÖF ESB VELDUR OKKUR TJÓNI Aðstæður í orkumálum ESB og Íslands eru gerólíkar og sú löggjöf sem hentar aðstæðum í ESB getur valdið tjóni hér. Hér er gnótt raforku en ESB býr við orkuskort. Hagsmunir ESB og Íslands í orkumálum fara ekki saman og ESB lætur sína hagsmuni að sjálfsögðu ganga fyrir. 6. ORKUPAKKAR MARKAÐSVÆÐA ORKUKERFIÐ Orkupakkarnir markaðsvæða raforkukerfi landsins sem hingað til hefur nær alfarið verið í eigu ríkis og sveitarfélaga. Hagnaður raforkufyrirtækja nemur tugum milljarða árlega og rennur allur til samfélagslegra verkefna. Vilja Íslendingar breyta því? 7. NÁTTÚRVERND VÍKUR FYRIR GRÓÐASÓKN Orkupakkarnir hvetja til aukinnar fjárfestingar einkaaðila í raforkuframleiðslu. Virkjunum einkaaðila skal veittur aðgangur að flutningskerfi raforku sem er í ríkiseigu. Kalli einkavirkjanir á aukna flutningsgetu skal sú fjárfesting borin af ríkinu og neytendum. 8. EKKI HÆGT AÐ HAFNA SÆSTRENG Raforka er vara samkvæmt EES-rétti og því er stjórnvöldum óheimilt að hefta viðskipti með raforku milli landa. Með þriðja orkupakkanum kæmi regluverk um flutning raforku yfir landamæri. Tvö sæstrengsverkefni eru í startholunum og bíða eftir samþykkt orkupakkans. Hafni stjórnvöld umsóknum um sæstrengi gætu þessir aðilar krafist himinhárra skaðabóta úr ríkissjóði. 9. ORKUÖRYGGI STEFNT Í HÆTTU Orkupakkinn dregur úr orkuöryggi því með honum verður auðlindastýring talin ólöglegt inngrip í frjálsan markað. Í ESB-ríkjunum er brugðist við orkuskorti með því að brenna gasi en hér er það ekki valkostur. Tæmist uppistöðulón hér er ekki hægt að panta meiri rigningu. Bili sæstrengur tekur viðgerðin marga mánuði. Hér þarf því allt aðra forðastýringu en í ESB. 10. ÁSTÆÐULAUST AÐ TAKA VIÐ PAKKANUM Hvers vegna ætti Ísland að skuldbinda sig til að innleiða reglur orkumarkaðar sem það hefur engin áform um að tengjast? Sé eitthvað talið gagnlegt í orkupökkum getum við ávallt innleitt þá hluta að eigin frumkvæði og án nokkurra skuldbindinga gagnvart EES. TAKTU ÞÁTT! Geymdu þetta þar sem fleiri geta lesið og kynntu fleirum rökin! Taktu þátt í áskorun Orkan okkar á vefnum: www.orkanokkar.is/askorun Útgefandi og ábyrgð: Orkan okkar. Nánari upplýsingar á www.orkanokkar.is 10 GÓÐAR ÁSTÆÐUR TIL AÐ SEGJA NEI VIÐ ORKUPAKKANUM 2 8 -0 8 -2 0 1 9 0 5 :1 1 F B 0 4 0 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 A 5 -A F A 8 2 3 A 5 -A E 6 C 2 3 A 5 -A D 3 0 2 3 A 5 -A B F 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 4 0 s _ 2 7 _ 8 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.