Fréttablaðið - 28.08.2019, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 28.08.2019, Blaðsíða 6
Helmingur tuttugu frambjóðenda uppfyllir skilyrði fyrir þátttöku í næstu kappræðum. Stakkavík ehf. · Bakkalág 15b · 240 Grindavík · Iceland · Tel. (+354) 420 8000 · Fax 420 8001 · e-mail stakkavik@stakkavik.is Stakkavík ehf P 871 P 281 P 485 BEITNINGARFÓLK ÓSKAST Stakkvík ehf. óskar eftir að ráða vant fólk í beitningar á starfsstöðvar sínar í Grindavík og Sandgerði. Húsnæði og mikil vinna í boði! Upplýsingar gefur: Hermann Ólafsson 893-8887 Jón G. Ottósson 893-9606 DÓMSMÁL Gerð minnismerkis og lokuð minningarathöfn um Kanada- manninn Grant Wagstaff við flug- stöðina Hyrnu á Melgerðismelum í Eyjafirði er harðlega gagnrýnd af ekkju og börnum Grants. Hann fórst í flugslysi í Barkárdal í Eyjafirði 9. ágúst 2015. Eigandi og flugmaður vélarinnar sem fórst var Arngrímur Jóhannsson en hann slasaðist talsvert er vélin brotlenti. Til stóð að Grant flygi vél- inni síðan vestur um haf. „Wagstaff-fjölskyldan er gáttuð og harmi slegin yfir því að hver sá sem ákvað að reisa minnismerkið í sumar á Íslandi og hafa samkomu hafi gert það án þess að ráðfæra sig við eða bjóða fjölskyldu Grants,“ segir í yfirlýsingu til Fréttablaðsins frá ekkju flugmannsins og þremur uppkomnum börnum hjónanna. „Það var afar særandi að heyra af athöfninni í gegn um skilaboð á Facebook eftir að viðburðurinn átti sér stað. Okkur finnst þetta siðferðis- lega rangt,“ segir í yfirlýsingunni. „Okkur hefur verið sagt að flug- maðurinn sem flaug vilji hafa sam- band við okkur þegar málin eru öll frágengin. Því getum við ekki skilið hvers vegna minningarathöfninni var ekki seinkað þar til þá. Það kallar á spurninguna: Hvers vegna núna?“ spyr fjölskylda Grants Wagstaff. Þótt fjölskyldan nefni ekki Arn- grím Jóhannsson á nafn liggur fyrir og er þeim ljóst að það var Arngrímur sem gekkst fyrir gerð og uppsetningu minnismerkisins. Ekkja Grants, Ros- lyn Wagstaff, rekur nú skaðabótamál gegn Arngrími og tryggingarfélaginu Sjóvá fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Komið hefur fram að dóttir Grants, Sarah Wagstaff, hefur einnig mál- sókn í undirbúningi. „Þetta er harmleikur hvernig sem á er litið og hryggir okkur mjög mikið,“ segir fjölskyldan. Arngrímur vildi ekki svara gagn- rýni Wagstaff-fjölskyldunnar er Fréttablaðið leitaði eftir því. Haft var eftir honum í blaðinu Vikudegi í síðustu viku að hann hefði byrjað að hugsa um uppsetningu minn- ingarsteins um Grant skömmu eftir slysið. Það hafi hann viljað gera í minningu góðs vinar. gar@frettabladid.is Fjölskylda flugmanns slegin vegna athafnar Fjölskylda Grants Wagstaff, sem lést í flugslysi í Eyjafirði, kveðst harmi slegin vegna minningarathafnar án sinnar vitneskju. Arngrímur Jóhannsson, sem flaug vélinni og ekkjan stefnir í dómsmáli, stóð að uppsetningu minnismerkis. Ljóðið Myndir af flugmanni eftir Gary Claud Stokor er á minningarstein­ inum sem reistur var um flugmanninn Grant Wagstaff. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN BANDARÍKIN Einungis helmingur þeirra tuttugu helstu frambjóðenda sem berjast um útnefningu banda- rískra Demókrata til forsetafram- boðs hefur uppfyllt þær kröfur sem þarf til þess að fá pláss í næstu kapp- ræðum. Búast má við því að þeir tíu frambjóðendur sem virðast ekki ætla að ná inn dragi f lestir fram- boð sitt til baka ef skilyrðin eru ekki uppfyllt. Kappræðurnar fara fram þann 12. september. Listinn yfir frambjóðendur sem hafa tryggt sér pláss kemur lítið á óvart. Joe Biden, fyrrverandi vara- forseti, hefur mælst með forskot í öllum könnunum á landsvísu. Öld- ungadeildarþingmennirnir Bernie Sanders og Elizabeth Warren berj- ast svo um annað sætið. Að auki má nefna Cory Booker, Kamala Harris og Amy Klobuchar, einnig öldunga- deildarþingmenn, Pete Buttigieg borgarstjóra, Beto O’Rourke og Juli- án Castro, fyrrverandi þingmenn, og athafnamanninn Andrew Yang. Athygli vekur að Kirsten Gilli- brand öldungadeildarþingmaður er fjarri því að uppfylla kappræðuskil- yrðin. Það er Bill de Blasio, borgar- stjóri New York, einnig. Könnun sem Politico birti á mánudag sýndi Biden með 33 pró- sent, Sanders tuttugu, Warren fimmtán, Harris átta og Buttigieg fimm. Aðrir höfðu minna fylgi. – þea Útlit fyrir að mikill fjöldi dragi framboð sitt til baka Nokkur hiti var í fyrri kappræðum. NORDICPHOTOS/AFP B R A S I LÍ A Emmanuel Macron Frakklandsforseti þarf að „draga móðgunaryrði sín“ til baka, eigi Suður-Ameríkuríkið að taka við tuttugu milljóna evra neyðaraðstoð G7-ríkjanna vegna skógareldanna sem geisa í Amasonfrumskóginum. Þetta sagði Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, í gær. Brasilíski miðillinn G1 greindi frá. Onyx Lorenzoni, starfsmanna- stjóri brasilíska forsetaembættis- ins, hafði áður sagt við Globo að peningarnir væru betur nýttir til skógræktar í Evrópu. „Macron getur ekki einu sinni komið í veg fyrir fyrirsjáan- legan bruna kirkju, hluta af sameigin- legum menningar- arfi heimsins, og vill núna reyna að kenna okkur eitthvað,“ sagði Lorenz- oni. „Fy rst af ö l l u þ a r f herra Macr- on að draga móðgunar- yrði sín í garð minn til baka. Fyrst kallaði hann mig lygara og svo, samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef, ógnaði hann fullveldi okkar vegna Amasonfrumskógar- ins,“ sagði Bolsonaro. Vitnar hann þar í orð Macron um að Frakkinn gæti staðið í vegi fyrir nýsamþykktum fríverslunar- samningi ESB við Mercosur vegna meintra lyga Bolsonaro um lofts- lagsmálin. Áður hafði Macron kallað Bolsonaro „of boðslega dóna legan“ eftir umdeild Face- book-ummæli Bolsonaro. Stuðn- ingsmaður Brasilíuforseta hafði deilt mynd af bæði brasilísku og frönsku forsetahjónunum og sagt frönsku forsetafrúna ástæðuna fyrir andstöðu Macron við Bols- onaro. „Ekki niðurlægja gaurinn, hahahaha,“ svaraði þá Bolsonaro og gaf þannig í skyn að Brigitte Macron væri ófögur. – þea Bolsonaro krefur Macron um afsökunarbeiðni Bolsonaro er ekki mikill vinur Macr­ on. Á fund forseta Roberto Fico, forseti fulltrúadeildar ítalska þingsins, gengur af fundi í Quirinal-höll í Róm í gær þegar forseti landsins reyndi, ásamt stjórnmálaleiðtogum, að leysa stjórnarkreppuna sem kom upp eftir að Bandalagið sleit samstarfi við Fimm stjörnu hreyfinguna. NORDICPHOTOS/AFP +PLÚS 2 8 . Á G Ú S T 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 8 -0 8 -2 0 1 9 0 5 :1 1 F B 0 4 0 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 A 5 -A F A 8 2 3 A 5 -A E 6 C 2 3 A 5 -A D 3 0 2 3 A 5 -A B F 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 4 0 s _ 2 7 _ 8 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.