Fréttablaðið - 28.08.2019, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 28.08.2019, Blaðsíða 28
Höskuldur Ólafsson var alltaf mjög harður í launakröfum og jafnan dyggilega studdur af erlendum stjórnarmönnum Arion banka. Kirstín Þ. Flygenring, stjórnarmaður í Arion banka 2014 til 2018 Stjórnar- maðurinn 21.08.2019 MARKAÐURINN Instagram fréttablaðsins@frettabladidfrettabladid.is Miðvikudagur 28. ágúst 2019FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS UM VIÐSKIPTI OG FJÁRMÁL | PwC | Sími 550 5300 | www.pwc.is PwC á Íslandi er framsækið og traust fyrirtæki sem veitir sérfræðiþjónustu á sviði fyrirtækja- skatta- og lögfræðiráðgjafar, endurskoðunar og reikningsskila. Fyrirtækið er íslenskt og er hluti af alþjóðlegu neti sjálfstæðra fyrirtækja sem aðstoðar viðskiptavini sína við að auka verðmæti, stjórna áhættu og bæta árangur sinn. Reykjavík | Akureyri | Reykjanesbær | Húsavík | Selfoss | Hvolsvöllur | Vestmannaeyjar 2019 Er bókhaldið ekki þín sterkasta hlið? BÓKHALD | LAUN | SKATTUR | RÁÐGJÖF Deilur eru komnar upp milli breska ríkisútvarpsins, BBC, og ríkisstjórnarinnar vegna útvarps- gjalds fyrir eldri borgara, en hið opinbera hefur hingað til greitt gjaldið fyrir þá sem eru eldri en 75 ára. Í þjónustusamningi milli BBC og breskra stjórnvalda frá 2015 voru gerðar tilteknar breytingar á innheimtu útvarpsgjalds. Í þeim fólst meðal annars að BBC varð í fyrsta skipti heimilt að innheimta gjaldið vegna áhorfs á netinu, og að útvarpsgjald var í fyrsta skipti tengt verðbólgu. Í þessu fólst auð- vitað tekjuaukning fyrir BBC, sem á móti samþykkti að bera fjárhags- lega ábyrgð á ívilnunum í þágu eldri borgara frá og með árinu 2020. Útvarpsstjóri BBC taldi samkomu- lagið á sínum tíma mikinn sigur fyrir BBC. Nú er komið að því að efna þann hluta sem snýr að niður- greiðslu fyrir eldri borgara, en þá er annað hljóð komið í strokkinn. Forsvarsmenn stofnunarinnar vilja að ríkið stígi inn í, að öðrum kosti sé ekki annað í stöðunni en að skerða þjónustu. Loka sjónvarps- stöðvum og útvarpsrásum. Boris Johnson forsætisráðherra tekur ekki í mál að hlaupa undir bagga með BBC. Það eigi að sjá sóma sinn í að standa við samkomulagið. Fyrir þá sem fylgjast með umræðu um opinberar stofnanir eru þetta kunnuglegar átakalínur. Hérlend dæmi eru mýmörg. Til stendur að sameina FME og Seðlabankann. Engar fyrirætlanir virðast hins vegar um að fækka starfsfólki, og lét forstjóri FME meira að segja hafa eftir sér að engin ástæða væri til að sameina stofnanirnar undir einu þaki. Til hvers þá sameiningin? Stefið frá Bretlandi er líka kunnug- legt fyrir þá sem fylgst hafa með umræðu um að RÚV hverfi af auglýsingamarkaði. Viðkvæðið hjá stjórnmálafólki virðist vera að bæta verði stofnuninni upp tekju- tapið! Má aldrei gera þá kröfu til opinberra stofnana að tekið sé til í rekstri? Í fyrsta lagi verða auglýs- ingatekjur RÚV ekki til í tómarúmi. Hjá stofnuninni starfar auglýsinga- deild, og er því talsverðu til kostað svo ná megi í tekjurnar. Sá kostn- aður heyrði sögunni til ef starf- semin væri ekki lengur fyrir hendi. Í öðru lagi starfa margfalt fleiri hjá RÚV en hjá einkafyrirtækinu Sýn, þótt afköstin séu margföld hjá hinu síðarnefnda. Íslenskir stjórnmálamenn ættu því að sperra eyrun og fylgjast með baráttu Boris við BBC. Það er víst hægt að gera sparnaðarkröfu til opinberra stofnana. Bólgulögmálið Bílaumboðið Hekla tapaði 31 millj-ón króna fyrir skatta árið 2018. Til samanburðar hagnaðist fyrirtækið um 175 milljónir króna fyrir skatta árið áður. Mestu munar um að fjármunagjöld jukust úr 139 milljónum króna í 351 millj- ón króna. Tekjur Heklu jukust um fjögur prósent á milli ára og námu um 17 milljörðum króna. Eigið fé fyrirtækisins var 1,6 millj- arðar króna við árslok og var eiginfjár- hlutfallið 30 prósent. Skuldirnar námu 3,7 milljörðum króna. Þar af er 2,2 milljarðar króna í evrum við lánastofnun sem greiða á í ár, en viðskiptaskuldir nema um einum milljarði. Nýir bílar voru bókfærðir fyrir 2,8 milljarða við árslok og lækkaði birgða- staðan um níu prósent. Bókfært virði bíla í flutningi lækkaði úr 1,3 milljörðum króna í 432 milljónir króna. Friðbert Friðbertsson forstjóri á helm- ingshlut í Heklu og Selmer Group í Dan- mörku, sem selur Volkswagen þar í landi, á helming. – hvj Hekla tapaði 31 milljón króna Friðbert Frið- bertsson, for- stjóri Heklu. 2 8 -0 8 -2 0 1 9 0 5 :1 1 F B 0 4 0 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 A 5 -A 0 D 8 2 3 A 5 -9 F 9 C 2 3 A 5 -9 E 6 0 2 3 A 5 -9 D 2 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 4 0 s _ 2 7 _ 8 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.