Fréttablaðið - 28.08.2019, Blaðsíða 33
Starfsemi HL stöðvarinnar í Reykjavík
hefst samkvæmt stundaskrá
mánudaginn 2. september.
Vinsamlega staðfestið þátttöku
í síma 561 8002
eða á hlstodin@simnet.is.
HL STÖÐIN
HL STÖÐIN
Endurhæfingarstöð hjarta- og lungnasjúklinga
Hátúni 14 – 105 Reykjavík – Sími 561 8002
Afgreiðslutími Rvk
Mán. til fös. kl. 11–18.30
Laugardaga kl. 11–17
Sunnudaga kl. 13–17 (Smáratorgi)
www.dorma.is
Holtagörðum, Reykjavík
Smáratorgi, Kópavogi
Dalsbraut 1, Akureyri
Skeiði 1, Ísafirði
www.dorma.is
V E F V E R S LU N
ALLTAF
OPIN
Vikutilboð
GILDA FRÁ 22. TIL 28. ÁGÚST
LÝ
KU
R
Í D
AG
M
IÐ
VI
KU
DA
G
AFFARI er nýtt og spennandi vörumerki í
ilmkertum, kerta stjökum, púðum,
teppum og fleiri smávörum í DORMA.
20%
KYNNINGAR
AFSLÁTTUR
AFFARI
AFFARI Kertastjakar
Verð frá: 1.790
Kynningarverð
frá 1.432 kr.
AFFARI
Ro ilmkerti.
Nokkrir ilmir.
Fullt verð: 2.990 kr.
Kynningarverð
aðeins 2.392 kr.
SPRING AIR BEVERLY
heilsurúm 140, 160 og 180 x 200 cm
112.425 kr.
Stærð 160 x 200 cm
Fullt verð 174.900 kr.
25%
AFSLÁTTUR
VIKUTILBOÐ
• Pokagormakerfi
• Hægindalag í yfirdýnu
• Bómullar áklæði
• Steyptur svampur í köntum
Stærð 180 x 200 cm
Fullt verð 189.900 kr.
Stærð 140 x 200 cm
Fullt verð 149.900 kr.
131.175 kr. 142.069 kr.
LEIKHÚS
Independent Party People
Tjarnarbíó
Sálufélagar
Höfundar og flytjendur: Davíð Þór
Katrínarson, Jónmundur Grétars-
son, Nína Hjálmarsdóttir og Selma
Reynisdóttir
Leikstjóri: Brogan Davison
Sviðsmynd: Katerina Blahutová
Tónlist: Sigrún Jónsdóttir
Ljós: Aron Martin Ásgerðarson og
Magnús Thorlacius
Búningar: Tanja Huld Levý Guð-
mundsdóttir
Forréttindablinda, femínismi og
sjálfsmyndarpólitík eru helstu
mál á dagskrá í Independent Party
People sem Sálufélagar, nýlegur
sviðslistahópur, sviðsetur. Svo
sannarlega stórar hugmyndir á
smáu sviði. Frumsýningin fór fram í
Tjarnarbíó síðastliðinn miðvikudag
fyrir fullu húsi og markar byrjun
leikársins þar í húsi, heimili sjálf-
stæðu sviðslistasenunnar.
Independent Party People er svo-
kölluð „devised“ sýning þar sem
allur hópurinn kemur að því að
semja og smíða handritið. Vinnu-
aðferðin hefur notið vinsælda
hér á landi í töluverðan tíma en
Sálufélögum, eins og svo mörgum
öðrum hópum á undan þeim, tekst
ekki að finna textanum eða hug-
myndunum formfestu. Markmiðin
eru háleit en því miður verður
handritið útþynnt vegna stefnu-
leysis og skorts á ritstjórn.
Sviðslistafólkið Davíð Þór, Jón-
mundur, Nína og Selma sviðsetja
hér sjálf sig, eða allavega eina
útgáfu af sjálfum sér, en lenda
f ljótlega í klemmu. Auðveldasta
leiðin til að skapa átök á sviði er að
láta einstaklinga kýta en stöðugi
ágreiningurinn um það hvernig
eigi að sviðsetja hugmyndir sínar
tekur frá sjálfu málefninu og kjarna
sýningarinnar. Átökin verða þann-
ig yfirborðskennd og valda töfum
frekar en að dýpka framvinduna
og ýta áfram.
Hverjar eru afleiðingarnar þegar
einungis einn þjóðfélagshópur er
notaður sem táknmynd þjóðar?
Fegurðardýrkun birtist í einstak-
lega ógeðfelldri útgáfu þegar hún
blandast saman við þjóðernisstolt.
Eitthvað sem auglýsingastofur
landsins hika ekki við að nýta
sér til að selja Ísland og íslenskar
vörur. Sálufélagar snerta á þessari
hugmynd en skoða ekki nægilega,
því að of mörg tilboð eru á borðinu.
Brogan finnur hugmyndum hóps-
ins farveg með afslappaðri nálgun.
Senum er gefið pláss til að vaxa en
innihaldið er ekki nægilega ríkt til
að þær dafni. Leikhópurinn vinnur
vel saman en Davíð Þór Katrínarson
og Jónmundur Grétarsson stela sen-
unni með beinskeyttri og broslegri
nálgun, Nína Hjálmarsdóttir og
Selma Reynisdóttir eiga fín innslög
en skilja minna eftir.
Öll listræn stjórnun var að sama
skapi með ágætum. Katerina Bla-
hutová hannar fagurfræðilega
sterka sviðsmynd og gætir þess að
ríkjandi grunnliturinn sé hvítur.
Leikmunirnir eru fáir, sumir vel
valdir en aðrir tilviljanakenndir.
Búningahönnun Tönju Huldar
Levý Guðmundsdóttur ýtir undir
spennuna í umhverfinu og kynnir
bæði litina og kaosið inn í myndina,
afmyndaða mósaík af íslenskum
útivistarfatnaði.
Davíð Þór á bestu línu verksins
þegar hann útskýrir á snjallan og
einfaldan hátt að hann beri ekki
ábyrgð á vandræðagangi og sektar-
kennd hvítra Íslendinga. Það er ekki
hans verk að útskýra að þeirra for-
réttindablinda sé skiljanleg, hún er
það nefnilega ekki. Independent
Party People þarf f leiri slík atriðið,
hnitmiðaðri hugmyndafræði og
skýrari markmið. Efnið er spenn-
andi en rannsóknin ristir sjaldan
djúpt. Sigríður Jónsdóttir
NIÐURSTAÐA: Forvitnileg en
reikul sýning um sjálfsmynda-
pólitík og samfélagið.
Minnihlutahópar og minni þjóðar
Efnið er spennandi en rannsóknin ristir sjaldan djúpt.
ÁTÖKIN VERÐA
ÞANNIG YFIRBORÐS-
KENND OG VALDA TÖFUM
FREKAR EN AÐ DÝPKA FRAM-
VINDUNA.
Níunda samstarfsráðstefna M a n i t ó b a h á s k ó l a o g Háskóla Íslands fer fram
fimmtudag og föstudag en þetta er
í fyrsta sinn sem hún er haldin síðan
2012.
Ráðstefnan, sem fer fram í
Veröld – húsi Vigdísar, ber yfir-
skriftina Vistaskipti og þar verða
kynntar margar áhugaverðar rann-
sóknir sem tengjast innflytjendum
á ýmsan hátt, ekki síst Vestur-
Íslendingum í nútíð og fortíð en
einnig innf lytjendum á Íslandi í
samtímanum.
Á ráðstefnunni er áherslan lögð
á sögu, tungumál, bókmenntir og
lífsreynslu íslenskra innf lytjenda
og afkomenda þeirra í Kanada. Það
eru einnig f leiri þættir vistaskipta
sem koma við sögu á ráðstefnunni
sem varða meðal annars innflytj-
endur, f lóttamenn og hælisleitend-
ur beggja vegna hafs, allt frá reynslu
tiltekinna hópa af lagasetningu og
pólitík til heimspekilegra pælinga
um viðhorf fólks til þeirra sem finna
sig í vistaskiptum og þar með í stig-
veldi ríkjandi samfélagskerfa. Einn-
ig verður varpað ljósi á stöðu frum-
byggja Kanada og þau viðvarandi
vistaskipti sem þeir finna sig í, með
hliðsjón af tilraunum samtímans
til að endurskoða sambúð frum-
byggja og af komenda evrópskra
landnema.
Vistaskipti í húsi Vigdísar
Höskuldur Þráinsson prófessor er meðal þeirra sem taka til máls á ráðstefnunni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 17M I Ð V I K U D A G U R 2 8 . Á G Ú S T 2 0 1 9
2
8
-0
8
-2
0
1
9
0
5
:1
1
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
A
5
-A
A
B
8
2
3
A
5
-A
9
7
C
2
3
A
5
-A
8
4
0
2
3
A
5
-A
7
0
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
4
0
s
_
2
7
_
8
_
2
0
1
9
C
M
Y
K